Heima er bezt - 01.05.1962, Page 15
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Eftirsótt nytjavara
EIin sú vörutegund, sem mest er eftirsótt í heirn-
inuni nú á dögum, er gúmið. Hin sívaxandi
j notkun vélknúinna ökutækja krefst sífellt
meira og meira gúms, en það eru ekki einungis
bílarnir og dráttarvélarnar, sem kröfurnar gera, held-
ur daglega lífið á nær öllum sviðurn þess. Þar má segja,
að dagleg störf og stóriðnaður, jafnt í friði og styrjöld,
mætist í sameiginlegum kröfum.
Eins og kunnugt er, var gúm lengi vel einungis
unnið úr plöntum. Langkunnasta plantan, sem það var
unnið úr, var gúmtréð frá Brasilíu, Hevea brasiliensis.
Saga þess og samskipta mannsins við það er ævintýri lík-
ust. Fyrst þegar Evrópumenn komu til Ameríku, höfðu
frumbvggjar landsins lengi þekkt gúm og notuðu það
til ýmissa hluta. Það barst furðu fljótt yfir til Evrópu,
en var lengi lítt eftirsótt, en einkurn notað sem strok-
leður. En þótt eftirspurnin væri ekki rnikil lærðu
Evrópumenn þó, hvernig Indíánar færu að því að vinna
efni þetta úr mjólkursafa trjánna, og smám saman kom-
ust menn að raun um, að það var til fleiri hluta nyt-
samlegt en sem strokleður. Þó jókst ekki notkunin
verulega fyrri en farið var að búa til skóhlífar úr
gúrni um 1825.
Fram að þessu og enn urn sinn var einungis um hrá-
gúm að ræða, sem unnið var á næsta frumstæðan hátt.
Gúmsafinn, sem úr trjánum draup, var hitaður vfir
eldi, við það gufaði úr honum vatn, og hann storkn-
aði. En um leið blandaðist hann reyknum frá bálinu
og varð gúmið því brúnleitt.
Arið 1839 fann Charles Goodyear upp á því að sjóða
gúmsafann með brennisteinsdufti. Hófst þar með gúm-
suðan, sem á erlendum málum er kölluð vulkanisering.
Við þessa meðferð varð gúmið rniklu teygjanlegra en
fyrr, og þó munaði meira, hversu vel það hélt teygj-
unni, enkum þó við misjafnan hita, en á það skorti
mjög með hrágúmið. Þá varð soðna gúmið miklu end-
ingarbetra og jókst nú notkun þess óðfluga.
Svo er talið, að kunnar séu um 500 tegundir plantna,
sem unnt er að vinna gúm úr, en fæstar þeirra hafa
verulega hagnýtt gildi, og frá öndverðu hefur Hevea
brasiliensis verið þeirra langmikilvægust.
Tré þetta vex í frumskógunm miklu við Arnazon-
fljótið. Það verður um 30 metra hátt. Framan af voru
það einkum frumbyggjar landsins, sem öfluðu gúms-
ins. Fóiru þeir inn í skógana og leituðu uppi trén og
tæmdu úr þeim safann. Var þá hvort tveggja, að þekk-
ing á meðferð trjánna var af skornum skammti og
kapphlaup um að safna sem rnestu á sent skemmstum
tíma. Drápust því trén oft við tæminguna, og hélzt
það í hendur að eftirspurn eftir vörunni óx og hún
varð torfengnari sakir rányrkjunnar. Síðar er komin
meiri skipan á þessi mál, en skógargúm, sem svo mætti
kalla, er fyrir löngu síðan orðinn harðla lítill þáttur
heimsframleiðslunnar.
Gúmsins var aflað á þann hátt, að gerðir voru skurð-
ir í börk trésins og rennur þá safinn úr því. Var hon-
um síðan safnað í fötur og dalla. Síðan var fjöl, sem
fest var á langa stöng, dýft ofan í gúmsafann, og
vökvinn látinn hlaupa saman yfir eldi. Þetta var end-
urtekið, þangað til hæfilega stór gúmkleppur hafði
hlaðizt utan um fjölina, oft 20—30 kg þungur, en gat
verið bæði meira og minna.
LTm alllangt árabil fullnægði skógargúmið þörfum
rnanna og eftirspurn, en þar kom, að skortur tók að
gera vart við sig, en um leið hækkaði verðið svo um
munaði og rányrkjan óx. Ymsir tóku að hugsa um að
bæta úr þessu með því að taka gúmtréð til ræktunar,
en allar slíkar hugleiðingar strönduðu á stjórn Brasilíu,
sem bannaði stranglega útflutning fræja, og hélt fast
um einokun sína á þessari eftirsóttu vöru. En „Bretinn
er sporvís og konst sína kann“ eins og Ibsen segir. Allt
um bönn og boðorð heppnaðist Englendingnum Wick-
ham að smygla nokkrum tugþúsundum fræja til
Lundúna. Fræjum þessurn var sáð í gróðurhúsum í
grasgarðinum í Kew, og um þau annazt af hinni mestu
kostgæfni. Á legg komust urn 7000 plöntur, sem flutt-
ar voru til Malayjaskaga, Ceylon og Java. Þar voru
þær gróðursettar og döfnuðu prýðilega í hinum nýju
heimkynnum sínum.
Með þessum atburðum var lokið sögu skógargúmsins
að rnestu en ekrugúmið kom í þess stað. Jókst nú
framleiðslan hröðum skrefum. Var það hvort tveggja,
að ræktun trjánna var stunduð af kostgæfni, og mönn-
um lærðist að hagnýta sér þau miklu betur en áður.
Sjálf vinnslan úr trjánum tók framförum, og mátti
segja, að trén væru nú haldin líkt og mjólkurkýr,
þannig að safinn var tæmdur úr þeim á þann hátt, að
þau biðu ekki tjón af, en gáfu stöðugt af sér hið dýr-
mæta efni árum saman. Þá voru og bættar aðferðir
við ntyndun hrágúmsins. I stað þess að hleypa það
Heima er bezt 159