Heima er bezt - 01.05.1962, Side 18

Heima er bezt - 01.05.1962, Side 18
Lappafjölskylda að leggja upp i langferð með mörg hundruð hreindýr. Þeir snara hrcindýrin með kastlínu, sem þeir kalla „lasso“. þar gisti ég tvær nætur — hafði líka sagt mér margt um Lappana. Meðal annars sagði hún mér þessa sögu um Lappa- börnin í skólanum, sem ég ætlaði'að heimsækja: Um veturinn áður fór hún einu sinni að heimsækja þennan skóla. Henni var ágætlega tekið, og eins og þið vitið öll, vilja börnin vera kurteis og háttprúð, þegar einhver kemur í heimsókn í skólann þeirra, og ekld sízt má segja það um börn í sænskum skólum, því að þau eru yfirleitt mjög prúð og kurteis. Börnin voru að borða þegar forstöðukonan kom inn, en þegar þau komu frá matborðinu vildu þau öll fá að heilsa henni með handabandi. Þau komu nú í hala- rófu og hneigðu sig kurteis og brosandi og heilsuðu með handabandi, en alveg varð forstöðukonan undr- andi, þegar þetta ætlaði aldrei að taka enda. Hún skildi bara alls ekkert í því að börnin væru svona mörg. Þetta var ekki einleikið, — straumurinn slitnaði aldrei. Þá sá forstöðukonan loks hvers kyns var. Þeim þótti svo gaman að heilsa og hneigja sig, að þau gengu bara í kring í stofunni og komu svo aftur í sömu röð og heilsuðu upp aftur og aftur, en þá þraut þolinmæðin hjá forstöðukonunni, og sá leikur varð ekki lengri. — En víkjum nú aftur að frásögunni. Eftir hádegið leggjum við Lundemark, hinn sænski ferðafélagi minn, af stað, að heimsækja þessi ágætu Lappabörn. Veðrið var hlýtt og sól skein í heiði. Við gengum eins og leið lá eftir þjóðveginum, en meðfram honum var þéttur greniskógur. Er við höfðum gengið um þrjá fjórðu leiðarinnar sáum við víða timburhlaða meðfram veginum. Voru þetta óunnin tré, sem höfðu verið dregin að veginum í vetur og staflað þar, — seinna átti víst að taka þau á bíl og flytja þau að sög- unarverksmiðjunni. Á einum staflanum sat hópur barna í litskreyttum fötum og voru að lesa landafræði. Þetta var annar elzti bekkurinn úr skólanum, sem við ætluðum að heim- sækja. Veðrið var svo gott, að þau höfðu fengið leyfi til að lesa úti landafræðina til undirbúnings kennslu- stundarinnar næsta dag. Kennarinn var með þeim. Þetta voru börn hinna sérkennilegu Lappa, sem lifa hirðingjalífi, mjög líku og á þeim tímum er ísland fannst og byggðist. Það sem fyrst vakti eftirtekt mína var klæðnaðurinn. Drengirnir voru flestir í eins konar kyrtlum úr gróf- gerðu efni, líkt og fornmenn klæddust, með leðurbelti um sig miðja og rnargir með skeiðarhníf við beltið. Þeir voru í stuttum buxum, sem voru hnepptar neðan 162 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.