Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 20

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 20
Lapparnir hafa verið á Skandinavíuskaganum fyrir fæðingu Krists. Hreinir, óblandaðir Lappar eru sjald- an yfir 160 cm háir. Talið er að til séu alls í 4 löndum rúmlega 30 þús- und Lappar. Flest er í Noregi, þar næst í Svíþjóð og 1500 til 2000 Lappar í hvoru landanna Finnlandi og Rússlandi. Um helmingur af sænsku Löppunum stundar venju- legan landbúnað, en hinn helmingurinn lifir hjarð- mannalífi. A sumrin eru þeir með hjarðir sínar hátt til fjalla, upp við landamæri Noregs, en um miðveturinn eru þeir niðri í byggð í heiðalöndum Lapplands. Haust- ið og vorið fer í flutningana til fjalla á vorin og niður í byggð fyrri hluta vetrar og á haustin. Þegar ég kom í Jrennan Lappa-skóla, átti hann að fara að hætta. Börnin urðu að fylgja fjölskyldu sinni upp til fjalla. Lappabörnin fá því yfirleitt styttri kennslutíma en önnur sænsk börn, en verða að ljúka sömu prófum. Erfiðast er með lesturinn, þar sem börnin læra að lesa á sænsku en móðurmál þeirra er lappneska. Litlu börnin þurfa því helzt að nota sumarið líka til lesæf- inga. Þetta er líka gert og fylgja þá kennararnir litlu börnunum upp til fjalla. Þar er nú skrítið skóiahald. Ég hafði ekki tíma til að heimsækja Lappafjölskyld- urnar upp til fjalla, en ég sá skólakvikmynd, sem sýndi líf þeirra þar og skólahald fyrir litlu bömin. Þarna upp í fjöllunum eru engin regluleg hús, held- ur einkennileg, toppmynduð tjöld, eða þá smákofar úr timbri og torfi sem líkjast tjöldunum í útliti. Lapp- arnir kalla þetta kotor, sem er líklegast sama orðið og kot á íslenzku. Enginn stóll eða borð er sjáanlegt í þessum kotum. Þegar kennslustundin var að byrja komu börnin hlaupandi með bókina sína í höndunum í litskreyttum klæðum. Þau lögðu frá sér bækurnar hjá tjaldinu, hlupu út á heiðina, komu með fangið fullt af ilmandi lyngi og dreifðu um gólfið svo settust börnin og kennarinn flötum beinum á gólfið eða á hækjur sínar, og svo hófst kennslan. Þau gátu víst ekki skrifað en þau gátu lesið og æft sig í að tala sænskuna og reiknað í huganum. Það var að sjá á myndinni að börnunum þætti gam- an að þessari skólavist, því að þau voru ánægjuleg á svipinn og brosandi. Lapparnir, sem stunda landbúnað, eru yfirleitt blá- fátækir, en hinir sem lifa hjarðmannslífi eru ríkari. Þeir eiga jafnvel 2000—3000 hreindýr hver fjölskylda, þeir sem ríkastir eru. Vitanlega er ekki hægt að þekkja öll þessi dýr og eru þau því mörkuð. Ég hitti kennara, sem þekkti öll mörkin á hreindýrunum og kom það í ljós að notuð eru á hreindýrin öll sömu mörk og not- uð eru á íslandi á sauðfé. Lapparnir fara sér hægt og rólega þegar þeir eru að færa sig til. Þeir hafa stuttar dagleiðir og setjast snemma að á kvöldin. Karlmennirnir sitja oft úti og totta reykj- arpípur sínar, en konur og börn annast um matreiðsl- una. Þeir krækja venjulega meðfram fljótum og ám, og ef ís er á fljótunum þá reka þeir hreindýrin eftir ísnum. Oft skemma hreindýrin tún og beitilönd á þessum ferðum og borgar þá sænska ríkið skaðabætur fyrir Lappana, en aldrei borga þeir neitt fyrir átroðning eða greiða sjálfir. Á sumrin þegar Lapparnir eru með hjarðir sínar upp við landamæri Noregs fara hreindýrin oft yfir landa- mærin og jafnvel niður í byggð í Noregi. Þá verður sænska ríkið að borga Norðmönnum skaðabætur eftir mati. í síðustu styrjöld, þegar Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Noreg voru þýzkir landamæraverðir alls staðar í fjöllunum, að gæta þess, að enginn færi yfir. Hrein- dýrin þekktu vitanlega engin herlög og ædda yfir landamærin og inn í Noreg og þá urðu þýzku her- mennirnir að sleppa Löppunum á eftir, því að annars æddu hreindýrin um allt og eyðilögðu landið. Jafnvel þýzki herinn varð að beygja sig fyrir erfðavenjum Lappanna. Alargt fleira hefði ég viljað segja ykkur um Lapp- ana og börn þeirra, en rúmið leyfir það ekki í þetta sinn. Ég kynntist gömlum manni, sem hafði dvalið í Lapp- landi yfir 30 ár. Fyrst sem prestur og síðar sem náms- stjóri. Hann sagði að Lapparnir og böm þeirra væri yndislegasta fólk, sem hann hefði kynnzt, og gætum við hinir Norðurlandabúarnir margt af þeim lært. Þeir eru allir vel kristnir og leggja mikið á sig til að geta sótt messur. Ég ætla að enda þennan þátt með sögu, sem sýnir hvað Lapparnir eru kirkjuræknir, en jafnframt sýnir sagan að Lappar eru í aðra röndin mjög barnalegir. Ekki skal ég ábyrgjast að sagan sé sönn, en ungur prest- ur í Lapplandi sagði mér söguna. Nokkrar Lappa-fjölskyldur í afskekktu héraði í Lapplandi höfðu farið á mis við messur í tvo til þrjá mánuði. Á ferðum sínum höfðu þeir ekki hitt á þær, þar sem oft eru miklar vegalengdir á milli byggðanna. Loksins var þessi hópur svo heppinn að hitta á prest. Þeir sóttu þá messu snemma morguns og fóru svo að borða, en eftir matinn var aftur messað, eftir beiðni þeirra, og þannig gekk þetta allan daginn. Þeir létu hreindýrin hvíla sig og sungu sálma og hlustuðu á ræður allan daginn, til að bæta sér upp hvað þeir höfðu tapað mörgum messum. Ykkur finnst þetta nú kannske broslegt í svipinn, en ef þið hugsið nánar út í það, þá sjáið þið, að þetta sýnir aðeins, hvað þeir eru barnalega einlægir og trú- hneigðir. Þeir hafa ákaflega mikið yndi af söng og sögum og líkjast að því leyti góðum börnum. \/Teturinn hjá þeim er kaldur, langur og dimmur en sumarið er sólbjart og hlýtt. Allir ungir og gamlir hlakka til hins frjálsa fjallalífs. Yfir því hvílir forn ævintýra-ljómi og há- fjallasólin eykur þroska og lífsfjör barnanna. Stefán Jónsson. 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.