Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 21
„ÞaS var góð og óvænt
gleði að fá þessa
ágætisbók á íslenzku!"
Kristmann Guðmundsson, Mbl. 21. ágúst 1959.
VIGÐIR
MEISTARAR
eftir
Edouard Schuré.
lljörn Magnússon
prófessor íslenzkaði.
lfókin er 436 bls.
í stóru broti.
Bókhlöðuverð kr. 198.00
Til áskrifenda
„Heima er bezt“
aðeins kr. 140.00
„Ég minnist þess ekki, að nokkur
bók, að frátekinni bók bókanna,
hafi farið með anda minn um slíkar
furðuveraldir, hæð og dýpt, í slíkan
blindandi ljóma og slíkt glórulaust
myrkur. Þar eru vissulega vandrat-
aðar leiðir og torráðnar gátur.
En eitt virðist mér óumdeilanleg-
ast og háleitasta hugsjón, og af sið-
gæðiskröfunni er aldrei slegið hárs-
breidd, svo að í þeim efnum leiðir
bókin engan afvega, en nýstárleg
mun vafalaust mörgum virðast
túlkun höfundar á sumu í fornhelg-
um fræðum okkar kristinna manna.
Þar með ætti þó mörgum að verða
augljósara samhengið í árþúsunda
þróun trúarbragðanna.
Frá svimandi hæðum lætur höf-
undurinn lesandann horfa vítt um
heima alla, sýnilega og ósýnilega,
um ómælisgeim og órafjar-
lægðir, og einnig niður í
hrollvekjandi undirheima.
Pétur Sigurðsson,
Vísir 10. ág. 1959.
BOKAFORLAGSBOK
„Ég er þess fullviss, að allir greindir og hugsandi menn
munu bæði hafa ánægju og andlegan ávinning af að
lesa þessa bók.
Björn Magnússon prófessor á miklar þakkir skilið
fyrir að hafa snarað henni á íslenzku. Og það er gleði-
legt tímanna tákn, sem sennilega hefði ekki getað gerzt
annars staðar en á íslandi, að háskólaprófessor í guð-
fræði skuli hafa lagt hönd að þessu verki.
Þctta sýnir, að enn er til meðal guðfræðinga vorra
snefill af frjálsri hugsun, þó að margir reyni að draga
guðfræðina niður í sama svartamyrkrið, sem grúfir yfir
henni í nágrannalöndum vorum.“
— Sr. Benjamín Kristjánsson, íslendingur 12. des. 1958.
— Þessi bók dulspekingsins Edouard Schure’s er
rituð og útgefin á níunda áratug næstliðinnar aldar. Að
óathuguðu máli kynni mörgum að verða það á að álykta
sem svo, að hún sé nú orðin úrelt og lítt girnileg til lestr-
ar. En svo er ekki.
„Vígðir meistarar“ verður meðal þeirra bóka, sem