Heima er bezt - 01.05.1962, Side 22
aldrei falla úr gildi, meðan um eitthvað er hugsað fleira
en munn og maga, völd og fjármuni, metorð og sjálfs-
dýrkun. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og
gefin út í ótöldum upplögum.
Sagan um leit mannsandans til æðri tilveruheima verð-
ur vonandi aldrei úrelt, meðan maðurinn heldur stöðu
sinni ofar d\rum jarðarinnar--------.“
— Jónas Þorbergsson, Tíminn 2. des. 1958.
Hér fer á eftir stuttur kafli úr þessari stórmerku og
fróðlegu bók:
„----Er Krishna hafði frætt lærisveina sína á Merúfjalli, hélt
hann með þeim að bökkum Djamúnu og Gangesar, til að snúa
lýðnum. Hann gekk inn í hreysin og dvaldist í borgunum. A
kvöldin þyrptist mannfjöldinn um hann við veginn inn í þorpin.
Það sem hann kenndi lýðnum fyrst og fremst, var elskan til ná-
ungans. „Þær þjáningar, sem vér völdum náunga vorum, elta oss
eins og skugginn líkamann. — Þau verk, er spretta upp af elsk-
unni til náungans, það eru þau, sem hinn réttláti verður að sækj-
ast eftir, því að þau eru það, sem þyngst vega á hinum himnesku
metaskáium. — Ef þú umgengst góða menn, er fordæmi þitt ár-
angurslaust; óttast ekki að lifa meðal illra manna, til þess að leiða
þá aftur til hins góða. — Dygðugur maður líkist risavöxnu tré,
er margfaldast með greinum sínum og veitir með skugga sínum
jurtunum í nágrenni sínu ferskan lífssvala." Sál Krishna var nú
barmafull af ilmi kærleikans, og oft ræddi hann um afneitun og
fórn mildum rómi og með laðandi líkingamyndum: „Eins og
jörðin ber þá og nærir, er troða hana undir fótum og tæta sundur
barm hennar þegar þeir plægja hana, þannig eigum vér að end-
urgjalda illt með góðu. — Rétdátur maður hlýtur að falla undan
höggum illvirkjanna, eins og sandelviðurinn, sem felldur er, ljær
ilm sinn öxinni, sem heggur hann.“ — Þegar hálflærðir menn,
vantrúaðir og hrokafullir báðu hann skýra fyrir sér eðli guðs, þá
svaraði hann með setningum eins og þessum: „Vísindi manna eru
hégóminn einn; öll góðverk hans eru blekking, ef hann tileinkar
þau ekki guði. — Sá sem er lítillátur af hjarta og í anda, er elsk-
aður af guði; hann þarfnast einskis annars. — Oendanleikinn og
geimurinn geta einir skilið hið endalausa; guð einn getur skilið
guð.“
Þetta var ekki eina nýungin í kenningu hans. Hann töfraði og
hreif lýðinn fremur öllu með því, sem hann sagði um hinn lif-
andi guð, um Vishnú. Hann kenndi, að drottinn veraldar hefði
þegar oftar en einu sinni líkamnast meðal manna. Hann hafði
birzt i hinum sjö Rishíum hverjum af öðrum, í Vyasa og í Vas-
istha. Mann mundi einnig birtast í framtíðinni. En Vishnú geðj-
aðist oft að því, eins og Krishna sagði, að tala af munni hinna
hógværu, í beiningamanni, iðrandi konu eða litlu barni. Hann
sagði fólkinu líkinguna um fátæka fiskimanninn Dúrgu, er hitti
fyrir lítið bam, sem var að farast úr hungri undir Tamarindutré.
Dúrga var góður í sér, og þótt hann væri bugaður af volæði og
ætti fyrir stórri fjölskyldu að sjá, sem hann gat ekki séð farborða,
fyUtist hann meðaumkun með lida baminu og tók það til sín.
Sólin var hnigin til viðar, máninn reis yfir Ganges, fjölskyldan
hafði mælt fram kvöldbænina og litla barnið hvíslaði lág-
um rómi: „Ávöxtur Kataka hreinsar vatnið; þannig hreinsa góð
verk sálina. Tak net þín, Dúrga; bátur þinn syndir á Ganges.“
Dúrga lagði net sin, og þau bunguðu út undan fiskmerðginni.
Barnið var horfið. „Þegar maðurinn gleymir eigin böli vegna böls
annarra," sagði Krishna, „þá birtist Vishnú honum þannig og
veitir hjarta hans hamingju."
í þvílíkum dæmisögum prédikaði Krishna dýrkun Vishnú.
Allir urðu undrandi að finna guð svo nærri hjarta sínu, þegar
sonur Devakí talaði.
Orðstír spámannsins frá Merúfjalli breiddist út um Indland.
Hjarðmennirnir, sem höfðu séð hann vaxa upp og verið við-
staddir fyrsm hetjudáðir hans, gátu ekki trúað, að þessi helgi
maður væri kappinn óhemjandi, sem þeir höfðu þekkt. Nanda
hinn gamli var látinn. En báðar dætur hans, Sarasvatí og Nisch-
dalí, sem Krishna elskaði, voru enn á lífi. Örlög þeirra höfðu
orðið ólík. Sarasvatí reiddist við brottför Krishna, og hafði leitað
gleymsku í hjónabandi. Hún hafði orðið kona manns af tiginni
stétt, er hafði tekið hana vegna fegurðar hennar. En síðan hafði
hann hrundið henni frá sér og selt hana Vaigya nokkmm eða
kaupmanni. Sarasvatí hafði fyrirlitið þennan mann og yfirgefið
hann, og gefið sig léttúðugu lífemi á vald. Full örvæntingar í
hjarta sínu og snortin samvizkubiti og viðbjóði sneri hún dag
einn aftur til lands síns og leitaði á laun fundar við Nischdalí
systur sína. Hún hugsaði jafnan enn um Krishna, eins og hann
væri nálægur, og dvaldist sem þerna hjá bróður sínum. Saras-
vati sagði henni sorgarsögu sína og háðung. Nischdalí svaraði:
„Vesalings systir mín, ég fyrirgef þér, en bróðir minn mun
ekki fyrirgefa þér. Krishna einn gæti bjargað þér.“
Glóð blossaði upp í slokknum augum Sarasvatí.
„Krishna!“ sagði hún; „hvað er orðið úr honum?“
„Helgur maður, mikill spámaður. Hann prédikar á bökkum
Gangesar.“
„Förum til hans!“ sagði Sarasvatí. — Og systumar tvær fóni
af stað, önnur velkt af ástríðum, hin böðuð í ilmi sakleysisins,
— en báðar tærðar af sömu ást.
Krishna var að fræða Kschatryana eða hermennina um kenn-
ingu sína. Því að hann fræddi á víxl Brahmanana, mennina af
hermannastétt og alþýðuna. Brahmönunum útskýrði hann með
stillingu hins roskna manns djúptæk sannindi guðlegra vísinda;
fyrir mönnum af Rajatign dáði hann með eldmóði æskunnar
fjölskyldudygðir og hermanna; við alþýðuna ræddi hann með
einfaldleik barnsins um miskunnsemi, undirgefni og von.
Krishna sat við hátíðarborð hjá frægum hershöfðingja, þegar
tvær konur beiddust þess, að þeim væri leyfð innganga til spá-
mannsins. Þeim var hleypt inn vegna yfirbótaklæða þeirra. Sar-
asvatí og Nischdalí féllu niður við fætur Krishna. Sarasvatí hróp-
aði með táraföllum:
„Eftir að þú yfirgafst okkur, hef ég eytt lífi mínu í villu og
synd; en ef þú vilt, Krishna, getur þú bjargað mér...“
Nischdalí bætti við:
„Ó Krishna, þegar ég sá þig fyrrum, þá vissi ég, að ég elskaði
þig ævinlega; nú, þegar ég finn þig aftur í frægð þinni, þá veit
ég, að þú ert sonur Mahadeva!“
Og báðar kysstu fætur hans. Rajamir sögðu:
„Heilagi Rishi, hví leyfir þú þessum almúgakonum að smá
þig með sínu vitfirrta hjali.“
Krishna svaraði þeim:
„Látið þær létta á hjarta sínu; þær em meir verðar en þér. Því
að önnur hefur trúna og hin hefur elskuna. Sarasvatí, hin ber-
synduga, er hólpin héðan í frá, því að hún hefur trúað á mig,
og Nischdalí hefur í þögn sinni elskað sannleikann meir en þér
allir með ópum yðar. Vitið, að mín ljómandi móðir, sem lifir
í skini sólar Mahadeva, mun kenna henni launfræði hinnar eilífu
elsku, meðan þér eruð enn þá allir umluktir myrkri hins lægra
lífs.“
Upp frá þessum degi fylgdu þær Sarasvatí og Nischdaii Krishna
ásamt lærisveinum hans. Þær kenndu öðrum konum, innblásnar
af honum.
Kansa ríkti enn í Madúru. Eftir morðið á hinum aldna Va-