Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 27
FIMMTI HLUTI „Gefðu mér þá heimilisfang hennar,“ bað Sigurður. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Ástu, hún hefur eignazt gott heimili og þarfnast hvorki peninga né ann- ars, hvorki frá þér eða fjölskyldu þinni, og heimilis- fang hennar færðu ekki. Ég held að það hafi verið happ, að hún var rekin héðan frá Lágeyri, nú er hún á góðu heimili og saknar áreiðanlega einskis héðan.“ „Taktu við bréfinu samt,“ sagði Sigurður. „Mér liði betur á eftir. Eins og ég sagði þér, vissi ég ekki fyrr en hún var farin með skipinu.“ Karlsen var á báðum áttum. Hann vorkenndi kaup- manninum. Það var ekki á honum séð, að hann væri hamingjusamur maður. Sigurður stóð upp og lagði brefið a borðið. „Taktu bréfið fyrir mig, barnið hennar ^etur notið þess, sem í því er, vilji hún það ekki sjálf. Astu er ekki illa við mig, held ég. Og skilaðu kveðju til hennar frá mér. Ég vildi af heilum hug óska, að hún ætti góða framtíð fyrir höndum, því að hún er góð stúlka, og scgðu henni, að ég trúi ekki öðru en að hun lofi mér að vita, þegar barnið er fætt, ég skal engum segja frá því, vilji hún það ekki. Hennar vegna held ég það sé gott, að ekki varð meir úr þessu hjá þeim k riðgeiri, hann þarf meira hörkutól til að stjórna sér, heldur en hún er.“ Sigurður andvarpaði þungt. „Ert þú giftur?“ „Nei, ekki enn,“ svaraði Karlsen og brosti. „Taktu við ráði frá gömlum manni: Láttu hvorki metorðagirnd né auðsvon ráða giftingu þinni, lofaðu hjartanu að velja.“ „Það vona ég að ég geri,“ svaraði Karlsen alvarlega. „Ég er hvorki metorðagjarn né sérstaklega fíkinn í peninga.“ Þeir tókust í hendur. „Mér lízt vel á þig. Þú ert drengilegur maður og reynist henni vel, sé hún á þínum vegum,“ sagði Sig- urður að lokum. „Vertu sæll. Bréfinu skal ég koma til skila, þótt ég hefði helzt viljað vera laus við það,“ svaraði Karlsen. Sigurður gekk út, lotinn í herðum og hugsi á svip. Svo rétti hann úr sér, gamli hörkusvipurinn færðist yfir andlitið. Hann hefði nógan tíma á komandi andvöku- nóttum til að velta því fyrir sér, á hvern þessi ungi maður minnti hann svo mjög. Andliti sem vafðist fyr- ir honum eins og í þoku, svo hann kom því aldrei greinilega fyrir sig, skaut allt í einu upp í hugskoti hans. Svo bandaði hann frá sér með hendinni, eins og til að -hrekja allar gamlar minningar burt. Karlsen horfði á bréfið. Ásta Bjarnadóttir stóð á því, ekkert heimilisfang. — Ekki var kaupmanninum alls varnað, hugsaði hann. Loks henti hann bréfinu of- an í töskuna sína og bölvaði hraustlega meðan hann skellti henni í lás. — Helvízkur karlinn að fara nú að minna hana á Lágeyri að óþörfu. Það var þó bót í máli, að það var ekki frá stráknum. Sá skyldi hafa fengið fyrir ferðina, hefði hann vogað sér á hans fund! Strákarnir á skipinu spurðu Karlsen oft um þá litlu ljóshærðu, sem hefði sofið hjá honum í síðustu ferð- inni. Sérstaklega var það Páll, sem hafði mikinn áhuga á að fá að vita, hvar hana væri að finna. Kokkurinn glotti og sagði, að „sumir“ hefðu hana bara til spari, hún væri vel geymd. Karlsen hló að þeim og fullviss- aði þá um, að stúlkan sú væri engum þeirra ætluð. Ásta var ekki háttuð, þegar Karlsen kom heim úr þessari ferð, en Ingunn var farin til sjúkrahússins. Hún dauðhrökk við, þegar glumdi í dyrabjöllunni og fór ofan með hálfuni huga þó, gægðist varlega út um gluggann til að sjá, hver þetta væri. Hún þekkti Karl- Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.