Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 29
þegar Ásta var farin aftur í vinnuna, spurði Ingunn Karlsen, hvort hann vissi, hvað amaði að Ástu. „Ætli það sé ekki þessu fjandans bréfi að kenna, sem ég kom með til hennar í gær,“ svaraði hann argur. „Eg hefði betur hent því í kariinn aftur, eða þá í sjóinn.“ „H ver fékk þér þetta bréf og vissi um Ástu hér?“ spurði Ingunn hissa. „Þessi kaupmannsfjári,“ anzaði Karlsen og sagði síð- an móður sinni allt það, sem þeirn hafði farið á milli. „Hvernig leizt þér svo á Sigurð Hansen?“ spurði Ingunn og brosti hugsi á svip. Karlsen yppti öxlum. „Eg veit ekki, líklega er hann ekki sem verstur, karl- greyið. Ég tók bréfið vegna þess, að ég kenndi í brjósti um hann og held, að hann hafi tekið nærri sér, að hún skyldi vera rekin þaðan. Hann hafði ekki hugmynd um, að hún ætti von á barni. Ég veit að hann sagði það satt, það kom svo flatt upp á hann, þegar ég sagði hon- um það. Hann var svo aunrur þá, og var eitthvað að tauta um, að líklega sæi hann það barnabarn sitt aldrei frekar en sinn fyrsta son.“ Ingunn stóð á fætur og gekk út að glugganum, svo sonur hennar sá ekki, hve litverp hún var. „Hann sendi henni peninga,“ hélt Karlsen áfram. „Ég vildi ekki færa henni þá, en var svo vitlaus að láta undan karlinum. Ég gleymdi að segja honum, að Ásta væri frænka mín,“ bætti hann við. „Það gerði ekkert til, þó þú segðir það ekki, en ég er fegin að þú skulir hafa tekið við bréfinu. Honum hefur eflaust liðið betur að geta sent henni eitthvað upp í kaupið, sem hún hefur átt hjá þeirn. Ásta hefur aldrei talað öðruvísi en hlýlega um Sigurð, en ég held, að hann hafi ekki skipt sér af neinu á heimilinu, hvorki til góðs eða ills.“ Rómur Ingunnar var svo annarlegur, að Karlsen horfði undrandi á hana. Svo hló hann og sagði henni frá því, er kaupmaðurinn hefði sagt sér, að Ásta hefði rifið í tætlur peningana frá frúnni, og þær svo smáar, að enginn í húsinu treysti sér til að koma sneplunum sanian, og væru þeir þó enn geymdir, þau gætu sem bezt notað þá sem „gesta-þ raut“. Ingunn brosti. „Þetta hefur Ásta aldrei minnzt á, enda ekki von, við þekkjumst í rauninni svo lítið enn. Hún er líka svo dul og innibyrgð.“ Karlsen varð hugsað til þess, hve æst Ásta hafði ver- ið forðum á skipinu, líklega yrði móðir hans undrandi, sæi hún hana í þvílíkum ham. Um kvöldið meðan Karlsen var úti, sýndi Ásta svo Ingunni bréfið og peningana. „Lestu bréfið,“ sagði hún. Ingunn var treg til þess, en lét þó undan. Ásta fylgdist með hverri svipbreytingu á andliti Ingunnar, meðan hún las bréfið. Hendur hennar titr- uðu ofurlítið, og roði hljóp frarn í kinnarnar, það sá Ásta glöggt. Ingunn rétti henni bréfið aftur og sagði: „Taktu við peningunum, Ásta mín. Þeir cru gefnir af góðum hug, eða máske ekki gefnir, því þú hefur eflaust átt það inni fyrir vinnu þína. Þú skalt leggja þá á bók og geyma þá, þangað til þú þarft þeirra með.“ „Já en,“ sagði Ásta vandræðalega, og nú fékk Ing- unn að heyra söguna um rifnu peningana og vekjara- klukkuna. Ingunn skellihló bara að þessu og sagði, að það væri þá skap til í henni, ekki hefði hún haft kjark til þess arna. „Það var ekki neinn kjarkur, ég var bara svo ofsa- reið,“ svaraði hún. „Hvað heldurðu að Kalli segði, ef hann sæi þig í þvílíkum ham?“ sagði Ingunn glettin. „Hann hefur séð mig eins reiða,“ svaraði Ásta og flýtti sér inn í herbergi sitt eldrjóð í kinnum. Ingunn brosti og hugsaði með sjálfri sér, að frá því hefði Kalli ekki sagt sér, og kannske væri eitthvað fleira um þeirra viðskipti, sem hann kærði sig ekki um, að hún vissi. VI. Um hátíðirnar. Jólin voru þau hátíðlegustu sem Ásta hafði lifað, að minnsta kosti síðan móðir hennar dó. Karlsen kom heim á aðfangadag og var heima frarn yfir nýjár. Hann gaf Ástu rauðan innislopp, fallegri flík en hún nokkru sinni hafði átt eða dreymt um að eignast. Frú Ingunn fékk saumaborð með ótal skúffum og hólfum. Ásta hafði prjónað sportpeysu á Karlsen og heklað dúka handa Ingunni. Hún var dauðfeimin að fá þeirn þessar gjafir og eldroðnaði, þegar Karlsen tók um báð- ar kinnar henni og kyssti hana, svo að móðir hans sá, og sagðist ætla að vera í peysunni, þegar þau færu í frí næsta sumar. Betri gjöf hefði hún ekki getað gef- ið sér. Ástu langaði til að segja honum, að hver einasta lykkja í peysunni væri prjónuð með innilegu þakklæti til hans í huga, en hún kom sér ekki að því. Þau fóru öll í kirkju á jóladaginn, en héldu annars kyrru fyrir heima. Á annan dag jóla voru þau boðin út. Ásta vildi fá að vera heima, en við það var ekki komandi, og mæðginin réðu. Hún var falleg í dökk- bláa kjólnum sínum, sem leyndi því, að hún var ekki eins tággrönn og áður. Ingunn hengdi hvíta festi urn hálsinn á henni og sagði, að hún skyldi eiga hana, hún færi henni svo vel. Ásta skemmti sér ágætlega í boðinu. Þetta voru öldr- uð hjón, sem boðið höfðu. Þau áttu hóp af börnum, sem öll voru vön að safnast saman á bernskuheimili sínu þennan dag með maka sína og börn. Barnabörnin voru orðin sjö, það elzta fimm ára snáði. Ásta lék við litla stúlku á öðru ári. Hún var eins og brúða, svo lítil og létt, með stór, brún augu og svart hrokkið hár. Hún var að byrja að tala og bablaði ósköpin öll, sem eng- inn skildi nema fjögurra ára bróðir hennar, sem þýddi hvert orð hennar eftir sínu höfði. „Bráðum á ég svona litla stúlku eða lítinn dreng,“ Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.