Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 30
hugsaði Ásta og fann nú í fyrsta sinn til gleði yfir ófæddu barni sínu. Karlsen settist við slaghörpuna og lék danslög. Gólf- teppið var fært út að veggnum og farið að dansa. Sveinn, yngsti sonur hjónanna, kom og bauð Ástu upp. Hann var nítján ára, mesti órabelgur fjölskyldunnar, en fékk orð fyrir að vera góður félagi og hjálpsamur. „Við skulum bara dansa ein, fyrst gamla fólkið treystir sér ekki út á gólfið,“ sagði hann og togaði Ástu á fætur. Ásta varð vandræðaleg, hún vildi ekki dansa strax, ekki fvrr en fleiri væru komnir á srólfið og ekki væri hægt að virða hana eins fyrir sér, en henni varð ekki undankomu auðið. Sveinn dró hana af stað þrátt fyrir mótmæli hennar. Þau dönsuðu lagið á enda og fengu óspart hrós fyr- ir. Sveinn var góður herra, og Ásta var lipur og létt. „Þarna fékkstu þó dömu við þitt hæfi, Sveinn,“ sagði elzta systir hans, sem hann kallaði kerlinguna, þegar hann talaði við hana. „Það veitti víst ekki af því, að ég dansaði af þér spikið,“ sagði hann og gaf henni langt nef. Hann vissi, hvað hann mátti leyfa sér. Hann hafði verið eftirlætis- barnið hennar, frá því hann fæddist, enda örverpið, og hún látin gæta hans. Helga brosti og hvíslaði að honum, að það væri ekki víst, að Karlsen kærði sig um, að hann færi að stíga í vænginn við dömuna hans og héldi svona inni- lega utan um hana. Sveinn gretti sig í áttina til Karlsens, sem hafði far- ið úr jakkanum og spilaði í ákafa gamlan ræl, sem freistaði allra, er hann kunnu, út á gólfið. Þau skemmtu sér öll vel. Eldra fólkið var flest hætt dansinum og sezt við spil eða rabbaði saman. Ásta hafði laumazt burt úr dansinum og sat nú og spilaði við þrjá eldri menn. Litlu krakkarnir voru öll sofnuð í rúmi afa og ömmu, þrjú til höfða og þrjú til fóta, en litla barnið var látið sofa í kommóðuskúffunni, sem var sett upp á tvo stóla. Helga tók nú við af Karlsen að spila. Hún sagði að það væri skömm að láta hann sitja þarna og skemmta öðrum í stað þess að dansa sjálfur. Karlsen stóð upp og teygði úr sér. Hann fór ít'am í eldhús og fékk sér kaffi. En ekki fékk hann lengi frið þar, ein systirin sótti hann og dró hann í dansinn. „Hvar er Ásta?“ spurði hann og fékk það svar, að hún sæti að spilum, svo hann fór og sótti hana, engin mótmæli, hún varð að standa upp og fara með honum. „Haltu mér ekki svona fast, Kalli,“ bað Ásta. „Hvcrs vegna ekki? “ svaraði hann og herti takið um mitti hennar. Þau horfðust í augu lengi, hún reyndi að vera köld, en leit svo undan. Karlsen brosti, hann var sá sterki. Bara að hann hefði hitt Ástu fyrr, en Ásta hugsaði um Friðgeir, svona hafði hann stundum kreist hana fast, er þau dönsuðu saman. Friðgeir, hún hafði ekki hugsað um hann í marga daga, en samt var hún ekki búin að gleyma honum enn, ekki alveg, og þó var annar mað- ur orðinn henni miklu hugstæðari. „Ætli ég sé orðin svona hverflynd?“ hugsaði hún. „Hvað amar að?“ spurði Karlsen. Hann langaði mest til að ræna stúlkunni og hlaupast brott með hana eitt- hvað út í buskann. Þessi strákfjandi, sem hún virtist ekki geta gleymt, ætti að vera kominn, sá skyldi fá að sjá, „hvar Davíð keypti ölið!“ Hann vildi að hann mætti þjarma duglega að honum. Reiðin sauð í honum, hann vissi ekki hvers vegna hann var reiður, hann var það bara. Ingunn horfði þögul á þau tvö, sem henni þótti svo vænt um. Hún sá ólguna sem geisaði í hug Kalla, og skildi hann vel. En hve þetta líf var oft öfugsnúið. Allir voru vingjarnlegir við Ástu. Þeim geðjaðist vel að henni, og þau vildu öll, að Ingunn og hún kæmu fljótt í heimsókn til sín, þótt Kalli yrði farinn. „Blessaðar, skiljið þið Karlsen eftir heima, við erum búin að sjá hann nógu oft,“ sagði Sveinn hlæjandi, en forðaði sér um leið burt, því Karlsen lézt ætla að ná í hann. „iVIamma, þú ekur heim,“ sagði Karlsen um leið og hann ýtti Ástu inn í aftursætið og settist sjálfur við hlið hennar. Ingunn brá sér inn í húsið aftur, hún hafði gleymt hönzkunum sínum inni. Á meðan notaði Karlsen tækifærið og tók Ástu í faðminn. Hún brauzt um, en hann kyssti hana fast og lengi. Lolcs sleppti hann henni, og hún færði sig eins langt frá honum og hún gat, það var vínlykt af hon- um, og henni féll það illa. „Kalli, hvers vegna drekkurðu núna?“ spurði hún. „Hvers vegna? — ég veit það ekki. Hvers vegna ert þú svona, Ásta? í hvert sinn sem ég snerti þig, er eins og þú stirðnir upp, og mér finnst alltaf, eins og þér sé ömun í nærveru minni.“ „Nei, Kalli, það er ekki rétt.“ „En hvað er þá að?“ „Hvað er að? Geturðu spurt að því? Þykir þér ekk- ert að?“ svaraði hún beiskum rómi. Ingunn kom í þessu og ók af stað heimleiðis, svo samtalið varð ekki lengra. Karlsen fór ekki inn með þeim, heldur hélt af stað niður í bæ. Ingunn sagði ekki neitt, en Ástu fannst hún svo döpur á svipinn, að henni lá við gráti og flýtti sér inn í herbergi sitt. Ingunn kom á eftir henni, strauk um vanga hennar og sagði með döpru brosi: „Karlmenn eru enn óútreiknanlegri, en mann gæti grunað. Þú skalt ekki kenna þér um, þó Kalli kæmi ekki inn með okkur, ég skil ykkur bæði vel, Ásta mín.“ Síðan fór hún út eftir að hafa boðið góða nótt. Karlsen kom ekki heim fyrr en kvöldið eftir. Hann fór beina leið inn í baðherbergi, og eftir litla stund var hann farinn að blístra glaðlega. Ásta var að leggja diskana á borðið, þegar Karlsen kom fram, hún þorði ekki að líta á hann. „Ertu reið, Ásta?“ spurði hann lágt rétt við eyra 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.