Heima er bezt - 01.05.1962, Side 31

Heima er bezt - 01.05.1962, Side 31
hennar. „Ég veit að ég hagaði mér eins og fífl, en ég er nú bara mannlegur. Gleymdu því ekki.“ Ásta leit við og mætti brosandi augum hans. Hann var alltof ómótstæðilegur, alltof failegur, hún flýtti sér að líta undan, heit augu hans máttu ekki skyggnast of langt inn í hug hennar. Það var komið fram í marzlok og vorilmur í lofti. Ásta var að strokslétta allar litlu flíkurnar og raða þeim niður í kommóðuskúffu. Hún raulaði glaðlega fyrir munni sér, og bros lék um andlitið. Bráðurn yrði þessu lokið, og hún færi að klæða litla angann í þessar litlu, fallegu flíkur. Ingunn hafði ráðlagt henni að fá Helgu til að lána sér föt til að sníða eftir. Hún sagðist ekki hafa saumað barnaföt nema í eitt skipti, og það fyrir nærri þrjátíu árum, svo hún treysti sér ekki til að hjálpa henni. Helga hafði ekkert á móti því að hjálpa Ástu, og þetta varð til þess, að þær urðu beztu vin- konur. * Sveinn var heimagangur hjá systur sinni, og engurn duldist, að honum var meir en lítið heitt um hjarta- ræturnar í návist Ástu. Einu sinni þegar Ásta hafði verið hjá Helgu, og Sveinn kom í fjölskyldu-bílnum, bauðst hann til að aka henni heim. í stað þess að fara eins og leið lá heim, ók hann út á Álftanes. Þar bað hann Ástu að giftast sér, og það helzt sem fyrst. Barn- ið hennar skyldi verða sitt barn, og hana myndi aldrei iðra þess að giftast sér, bara ef hún gæfi honum tæki- færi til að sýna, hve vænt honum þætti um hana. Ásta vissi ekki, hvort hún ætti heldur að hlæja eða gráta. Þetta var allt svo öfugsnúið, en hún gat ekki gefið þessum pilti neina von, konan hans mundi hún aldrei verða. „Sveinn, þú skilur mig ekki, þú heldur að ég vilji þig ekki, en þetta er hlutur sem enginn ræður við, ég bara finn, að við gætum ekki orðið hjón, mér gæti aldrei þótt vænt urn þig nema sem vin.“ „Ég bjóst við þessu,“ svaraði 'hann lágt, „ég veit hvert hugur þinn leitar, Ásta.“ „Nei, Sveinn, það er ekki eins og þú heldur.“ „Jú, Ásta mín, ég er ekki steinblindur. Ég veit, að það er ekki austur á Lágeyri, sem hugur þinn leitar heldur....“ „Nei!“ Ásta greip handlegg hans, óttaslegin á svip, „ekki segja meir, ég vil ekki hlusta á þig lengur, Sveinn.“ „Það er þá satt,“ sagði hann og tók um hönd henn- ar og bar hana upp að andliti sínu. „En ég skal ekki angra þig meir, Ásta mín, en einu verðurðu að lofa mér, — þurfir þú einhvern tíma á góðum vini að halda, leitaðu þá til mín, viltu lofa því?“ „Já, Sveinn, því skal ég lofa þér, ef þú minnist aldrei framar á það, sem við höfum talazt við í dag.“ „Samþykkt!" sagði hann og tók í hönd hennar. „Eg skal verða við hverri þinni bón, svo framarlega sem það er á mannlegu valdi að uppfylla hana.“ Hann lagði handlegginn um hcrðar henni og dró hana hægt til sín. „Bara einn lítinn lcoss, Ásta, hann er frá engum tek- inn, en mér yrði hann svo óendanlega mikils virði.“ Hún gat ekki hrundið honum frá sér, og hvað væri hún verri fyrir einn koss. Heitar varir hans lukust um hennar, andartak lokaði hún augunum, og í gegnum hug hennar flaug sú hugsun, hvort hún væri nú ekki að gera eitt glappaskotið enn með því að neita honum, en þessi hugsun hvarf óðara, mynd af háum, grönnum rnanni með heit, grá augu birtist, brosandi andlit, en hún vissi ekki hvað hann vildi, hvort honum var nokk- ur alvara, eða hvort hún var í hans augum „bara lítil falleg frænka“, eins og hann hafði einu sinni sagt. Ásta hrökk upp úr hugsunum sínum við að dyra- bjöllunni var hringt. Hún gekk ofan og opnaði, því að Ingunn svaf. Uti fyrir stóð há, rauðhærð, glæsileg stúlka, máluð og snyrt eftir öllum nýtízkunnar reglum, og í „dragt“ eftir nýjustu tízku. Ásta fann allt í einu til minni- máttarkenndar, kjóllinn hennar var velktur og hárið greitt beint aftur og tekið saman með hnakkaspennu. Stúlkan sperrti brýnnar og mældi Ástu út frá hvirfli til ilja. Ásta eldroðnaði, sér til mikillar gremju. „Er Kaili heima?“ spurði stúlkan loks, þegar hún þóttist búin að athuga Ástu nóg og sá, að hún var hringlaus, það myndi unnusta eða kona Kalla ekki vera. „Hann er ekki í landi núna,“ svaraði Ásta. „En Ingunn?“ „Hún sefur.“ „Jæja, ég bara vek hana, hún hefur ekki gott af að sofa langt fram á dag,“ sagði stúlkan frekjulega og gekk inn. „Hún vakir á nóttunni og þarf að sofa,“ andmælti Ásta, en stúlkan lét sent hún heyrði það ekki. „Maður ætti að þekkja sig hér,“ sagði hún og at- hugaði sjálfa sig í speglinum, áður en hún gekk upp stigann og beint inn í herbergi Karlsens, án þess að berja að dyrum. „Þetta er ekki Ingunnar herbcrgi,“ sagði Ásta gröm. — Hvaða stúlka gat þetta verið, sem gerði sig svona heimakomna í þessu húsi? Hún hlaut að vera meir en lítið kunnug þeirn mæðginunum. Ásta fór inn til Ingunnar, vakti hana og sagði frá gestakomunni. „Rauðhærð stúlka?“ sagði Ingunn. Hún mundi ekki eftir neinni stúlku, sem þessi lýsing Ástu gat átt við, en hún fékk ekki langan tíma til að hugsa um það, stúlkan opnaði dyrnar og geystist inn. Hún vafði Ingunni að sér. „Elsku bezta Mútta, hvað ég er búin að sakna ykkar hér,“ sagði hún og smellti kossi á vanga hennar, svo rauður varaliturinn sat eftir á kinn Ingunnar. Ingunn sagði fátt, en Ásta sá, að henni hafði brugð- ið illa. „Svo Kalli er ekki heima, þegar ég kem,“ hélt stúlk- an áfram. (Framhald). Heitna er bezt 171

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.