Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 33

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 33
III. Jón hinn ríki á Skarði reið sem leið lá austur að bæ þeim, er hann lenti á í útieið. Jón fór sér hægt um daginn og leit oft um öxl. Hann var jafnan kveðandi og brosti stundum með sjálfum sér. Hann var góð- glaður og dreypti við og við á ferðapelanum. Hann óskaði þess eins, að Brynki riði fram á hann, hann lang- aði til að stríða kauða. Spyrja hann svona, af hverju hann væri ekki heldur austur á Bökkunum að reisa heldur en þeysa sveit úr sveit á hesti kærustunnar. Eftir því sem á leið daginn fór Jón hægar og leit oftar við. Hann skildi ekkert í þessu. Af hverju kom ekki Brynki? Hvað gat hann verið að dóla? Hann hlaut þó að hafa fengið svar umboðsmanns um morguninn upp úr dagmálum. Um hádegið í síðasta lagi hefði hann átt að leggja af stað aftur austur. Og á jafn vilj- ugum hestum átti hann í raun og veru að vera búinn að ná manni. Jón skildi ekkert í þessu. Þegar hann kom að bæ bóndans, vinar síns, voru komin náttmál. Hann hafði riðið lúshægt síðasta áfang- ann, lítið meir en fetið. Bær þessi stóð í þjóðbraut. Þarna riðu allir urn hlaðið, sem vestur fóru eða austur. Úr stofuglugga sáust allar mannaferðir. Jóni var tekið vel á bænum, bóndi hafði búizt við honum og var honum borinn heitur matur. Sat bóndi hjá honum í stofunni. Jón hafði með sér tveggja potta kút af brennivíni og fékk sér staup með matnum og veitti bónda með sér. Undu þeir sér vel fram yfir mið- nættið. Jón gætti jafnan út um gluggann. Var hann fullviss um, að ekki væri Brynjólfur enn farinn hjá. En er liðið var langt á nótt þá nennti Jón ekki að hanga lengur yfir þessu. Bezt að láta Brynka sigla sinn sjó og hugsa ekki meir um hann, né bröltið í honurn. Jón reis ekki skjótt úr rekkju morguninn eftir. Það var komið fram undir hádegi, þegar hann lagði af stað. Han reið hóflega hratt þann dag, leit aldrei um öxl, hugsaði lítið um Brynjólf, var sannfærður um, að hann væri kominn á undan og heim. Þegar hann kom á móts við Syðri-Velli, datt hon- um í hug allt í einu að ríða þangað heim og glettast nokkuð við Kjartan. En jafnskjótt hætti hann við það aftur. Hann var ekki vanur að sækja gull í greipar hon- um. Hann ákvað nú að halda áfram heim. Hann mátti vel við una sína ferð. Rétt á eftir mætti hann Gvendi á Efri-Völlum, er var að koma frá fé. Jón heilsar honum kumpánlega og hugsar nú gott til glóðarinnar að fá fréttir. Hann átti enn þá eftir drjúga lögg í pelanum og gaf Gvendi að súpa á. Gvendur þáði það með þökkuin. Hann hafði verið yfir lambám frá því um morguninn og var nú bæði svangur og niðurdreginn af kulda. Jón sagði hon- um að súpa vel á. Gvendur lét ekki segja sér það tvisvar, en svelgdi stórum, enda þótt hann væri annars enginn drykkjumaður. Hann rétti Jóni pelann og var þá lítið eftir í honum. Gvendur rétti úr sér og fann nú meira til sín en áður. Sá Jón brátt, að hann myndi til í að svara spurningum. „Jæja, Gvendur minn,“ sagði sá ríki, „er Brynjólfur ánægður yfir ferðalaginu?“ „Eg hef ekki komið heim síðan í morgun,“ sagði Gvendur. „Og var hann þá ókominn?“ „Já, og hann er ókominn enn.“ „Hvernig veiztu það?“ „Hann sagði mér það, hann Steini á Syðri-Völlum. Ég var að tala við hann áður. Hann skrapp heim og var nýkominn til ánna aftur. Maður verður að vera vakandi og sofandi yfir þessum rollum, ef þær eiga ekki að drepa undan sér. Það er ekki eins gott sauð- land hjá okkur eins og hjá ukkur þama á Uppbæjun- um....“ „Hvað, er hann ekki kominn heim enn?“ „Hver? Hann Brynjólfur? O, ætli það verði ekki nokkrir dagar þangað til.“ „Af hverju heldurðu það?“ „Þegar soðinn er handa einum manni fullur pottur af hangikjöti í nesti og bakaðar flatkökur álíka og fyr- ir jólin, fylltar stórar öskjur af sméri og kæfubelgur látinn í ofanálag, þá ætlar maður að vera lengur í burtu en einn eða tvo daga.“ Jón horfði á Gvend undrandi og vissi ekki, hvaða endileysa þetta var. „Hvað ertu að segja, Gvendur?“ „Ég segi ekki nema það, að sauðurinn var soðinn all- ur eins og hann lagði sig.“ „Þú ert að fara með rugl og vitleysu.“ „Ég hef aldrei farið með rugl og vitleysu, þó ég sé ekki ríkur,“ sagði Gvendur og móðgaðist. Jón vissi ekki, hvað hann átti að halda, en hreytti út úr sér: „Hvert ætti hann svo sem að hafa farið?“ „En suður í Aintið; eitthvað heyrðist manni að ver- ið væri að pískra, þó það ætti víst að fara fram hjá manni.“ „Suður í Amtið?“ át Jón eftir. „Auðvitað suður í amtið,“ sagði Gvendur. Hann var nú farinn að finna dálitla breytingu á sér og þótti vænt um að sjá, hve orð hans höfðu mikil áhrif á ríka Jón. „Og hvern sjálfan-ekki-sen ætti hann að eiga suður í Amt?“ hrópaði Jón og leit bálreiður á Gvend. „Ætli það sé ekki eitthvað út af þessu byggingar- standi,“ sagði Gvendur. „Og ekki er það mér að kenna,“ bætti hann við. Jón horfði á hann andartak, án þess að segja orð. Því næst skellti hann undir nára og var þotinn. Nú linnti Jón ekki sprettinum fyrr en á hlaðinu á Melum. Hann ruddist inn í bæinn umsvifalaust og inn til hreppstjóra, þar sem hann lá uppi á rúminu sínu. Bað hann hreppstjóra að tala við sig undir fjögur augu. Hreppstjóri leit á Skarðsbóndann og reis á fætur, vís- aði honum til stofu og bauð honum sæti. Því næst sagði hann: „Gekk erindið ekki vel?“ „Jú, erindið gekk vel.“ Og Jón tók upp bréfið og Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.