Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 34

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 34
rétti hreppstjóra. Einar reif það upp og las. „Nú, þetta er ágætt!“ „Já, sagði Jón, „þetta er ágætt.“ Enn horfði Einar á Skarðsbóndann og sagði: „Mér sýnist þér vera eitthvað svo einkennilegur, signor Jón, hefur eitthvað slæmt komið fyrir?“ Jón spratt á fætur. Honum var ákaflega mikið niðri fyrir. „Ekki annað en það,“ hrópaði hann, „að Brynjólfur er riðinn suður í Amt.“ „Hvað eigið þér við?“ „Ég á við það, að Brynki er farinn í Amtið og ætlar að láta það byggja sér Bakkana með fjörunni og öllu sarnan." „Sagði hann yður þetta sjálfur?“ „Ekki er hreppstjóri svo einfaldur að ímynda sér, að hann hafi farið að segja mér þetta sjálfur. Nei, mig grunaði ekkert fyrr en áðan, að ég rakst á hann Möngu- Gvend. Hann glopraði þessu út úr sér, líklega af því, að ég gaf honum í staupinu.“ Einar hreppstjóri sagði ekkert, leit á bréf umboðs- manns og hnykklaði brýrnar. „Þó beit löngum á mig,“ heldur Jón áfram, „að Kjartan refurinn hefði eitthvað í pokahorninu. En það er nú sama. Ég veit hvað ég geri.“ „Hvað ætlið þér að gera?“ „Ég fer í Amtið líka, strax í kvöld. Ég fer fjöll, það er meir en þriðjungi styttra. Ég ríð nótt og dag. Ég kemst þangað á fjórða degi. Hann verður ekki kom- inn þangað fyrr en eftir tvo þrjá daga. Vera má, að hann þurfi að bíða nokkuð eftir endanlegu svari. Það er ekki ólíklegt, að ég komi nógu snemma.“ „Haldið þér að fjallvegurinn sé orðinn fær?“ „Já, enginn efi á því, önnur eins tíð og verið hefur seinni part vetrar og í vor.“ Nú varð þögn um hríð. Því næst sagði Einar hrepp- stjóri; nokkuð svona dræmt: „Eruð þér viss um, að Amtið taki máli yðar eins vel og umboðsmaður?“ „Já, ef það er undirbúið eins og vera ber.“ Jón þagnaði og leit á hreppstjóra, eins og hann vænti þess, að hann tæki til máls og spyrði, hvernig hann hefði hugsað sér þann undirbúning. En hreppstjóri forðaðist að taka til máls. Hann þagði sem fastast, setti olnbogana á borðið, hóf hendurnar upp að nefi, spennti greipar, lét því næst hökuna hvíla á hnúum sér og horfði á vegginn beint á móti. Þegar Jón þóttist viss um, að hreppstjóri myndi ekki opna sinn munn í náinni framtíð, settist hann niður á kistuna, strauk hnén, reri sér og mælti: „Ég verð að fara með bréf umboðsmanns með mér. og þér verðið að skrifa með mér eins og þér skrifuðuð umboðsmanni. Þar verðið þér að vitna í svar umboðs- manns, og vænti ég þá, að Amtið hugsi sig um tvisvar, áður en það hundsar tillögur ukkar umboðsmanns.“ Enn þagði hreppstjóri. Jón stóð á fætur og tók að ganga um gólf. Eftir nokkra stund nam hann staðar við borðið, leit beint framan í hreppstjórann og sagði: „Ég skrepp heim núna, Einar hreppstjóri. Ég kem að stundu liðinni aftur og þá vona ég, að bréf yðar til Amtsins verði tilbúið." „Ég vildi helzt ekki skipta mér meira af þessu máli,“ svaraði hreppstjóri með hægð. „Af hverju ekki?“ spurði Jón, og ekki neitt blíður á manninn, „af hverju ekki, má ég spyrja? Varðar þetta mál ekki jafn mikið hreppinn í dag eins og í gær?“ Hreppstjórinn sat alltaf í sömu stellingum og blíndi á vegginn. Hann virtist þungt hugsandi: „Því mótmæli ég ekki,“ svaraði hann með semingi. „Það er sjálfsagt, það er sjálfsagt. Eftir er að vita, hvort Amtið lítur sömu augum á þetta og við. Það þykist kannske vilja sjá lengra.“ „Hvern sjálfan-ekki-sen ætli það sjái? Það sér ekk- ert, nema það, sem því er bent á að sjá!“ hrópaði Jón. „Þeir væru vísir til að láta sér detta í hug, að það gæti talizt lofsvert af þeim, ef þeir stuðluðu að því, að eyðisveit færi að byggjast á ný,“ sagði hreppstjóri, einbeittur og skörulegur og leit beint framan í Skarðs- bóndann. En Jón lét sér hvergi bregða. Hann svaraði að vörmu spori: „Ég hélt, að hreppstjóra myndi ekki veitast erfitt að uppræta slíka og þvílíka bábilju úr hausum þeirra hátt- virtu herra og koma þeim í skilning um, að það væri lítt sæmandi stöðu þeirra og ábyrgð þeirri, er henni fylgir, að láta hugarflug og draumóra hlaupa með sig í gönur. Jú, það er dáfallegt á pappírnum að byggja upp að nýju eyðisveit. En ég veit ekki betur en að mestur hluti þeirrar sveitar sé undir hrauni, bruna- hrauni. Ég hélt það væri lýðum ljóst landshornanna á milli, svo það ætti varla að hafa farið fram hjá þeim þarna í Amtinu. Og að fara að láta framhleypinn ung- ling, sem ekki kann fótum sínum forráð, reisa bæ á þessum eyðistað, langt frá annarri mannabyggð, það held ég sé vægast sagt bjarnargreiði. Ég held, Einar hreppstjóri, að það þyrfti ekki mikinn speking til að sannfæra Amtið um það.“ Signor Jón stóð nokkra stund og horfði á hrepp- stjóra. Svo gekk hann til dyra. Hann sneri sér við í gættinni og sagði: „Ég er farinn heim. Ég kem aftur um náttmál. Ég endurtek, að ég vona að bréfið verði þá til.“ Því næst strunsaði hann fram bæjardyrnar og út. Þá stóð hrepp- stjóri upp með hægð, opnaði hornskáp í stofunni, tók þaðan út ritföng, settist því næst við borðið aftur og fór að skrifa Amtinu. IV. Stundum er gaman að lifa. Til dæmis þegar maður er tuttugu og fimin ára og sér drauma sína rætast. Mað- ur ætlar að gifta sig um Jónsmessu og reisa bú fyrir sunnan hraun, þar sem enginn hefur enn þá búið. Hvergi í veröldinni er fallegra en þar, hvergi jafn bú- 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.