Heima er bezt - 01.05.1962, Side 35

Heima er bezt - 01.05.1962, Side 35
sældarlegt. Engjar óþrjótandi, ýmist mýrar eða vall- lendisbakkar, hvernig sem viðrar nógar slægjur. Þegar þerritíð er, þá slær maður í mýrunum. En í rosa hjakk- ar maður á bökkunum. Þar er líka drjúg eftirtekjan, þótt grasið sé ekki hátt. En það er þétt og gott, reyr- gresi, töðugresi. Og hvergi eru fjöllin fallegri en frá Bökkunum. Sumum gæti kannske fundizt bruninn óprýða, kolsvartur og svo ósléttur, að þar er engum manni né skepnu fært yfir, nema fuglinum fljúgandi. En hið merkilega er, að bruninn hefur sína fegurð, þótt ótrúlegt sé. ETann stingur svo kynduglega í stúf við umhverfið, að manni liggur við að brosa. Og þótt gömlu fólki finnist einhver óheill hvíla yfir honum og illt hljóti af honum að stafa, þá er ekkert vit í að láta slíkt og þvílíkt á sig fá. Það er eingöngu vegna hörm- unganna, sem dundu yfir aumingjans fólkið um Eld. Sumt af því náði sér aldrei til fulls aftur þótt það skrimti. Það var að æra óstöðugan að hlusta á allar hörmungar þess eða allt, sem því gat dottið í hug. Og hvað, sem hver sagði, þá var fallegt á Bökkunum. Það hafði hann bezt séð í vor, þegar hann var að byggja. Hvergi er fallegri fjallasýn. Það var ekki furða, þótt Brynjólfur væri broshýr, þegar hann spígsporaði niður stíginn fyrir framan amtshúsið með byggingarbréfið f\ rir Bökkunum upp á vasann. Það lá við, að hann langaði til að veifa því upp í loftið, þessu byggingarbréfi, framan í alla, sem hann kynni að mæta. Það verður gaman að sýna Kristínu þetta bréf. Það verður garnan að sjá framan í tengdapápa. Og það verður gaman að sjá framan í.... En hver var að korna þarna upp stíginn? Sá, sem þar var á ferð, var meðalmaður á hæð, gildur nokkuð og snaggaralegur. Hann vrar innskeifur og hjólbeinótt- ur og hossaðist dálítið, þegar gekk. Hann var með kúflítinn hatt, en barðastóran. Hann var með rauða skeggskúfa í vöngum, en hár svo sítt, að það sat á treyjukraganum. Hann var rauður í framan og kringlu- leitur, nefið lítið og ennið frernur lágt. Og með því að skeggskúfarnir voru miklir og úfnir, en maðurinn rakaður um varir og höku og hakan ekki stór, virtist andlitið allmiklu meira á þverveginn. Hann hélt á tré- svipu með langri leðuról. Vingsaði hann handleggnum svo ólin slóst franr og aftur. Það var ekki um að villast, þetta var enginn annar en signor Jón Bárðarson hinn ríki á Skarði. — Þóttist hann nú sjá á svip Brynjólfs, að búið væri að byggja honum Bakkana. Þcir mættust neðarlega á stígnum. Yarð fátt um kveðjur. Nú var Jóni ekki hlátur í hug. Hann rak Brynjólf í gegn með augunum, en Brynjólfur sætti lagi og steig ofan á svipuólina um leið og hann gekk fram hjá, svo Jón missti svipuna niður á stíginn. Og þar cð talsvcrð ferð var á Skarðsbóndanum, steig hann tvö þrjú skref áfram áður en hann fékk numið staðar. Sncri hann þá við, eldsnöggt, þreif svipuna upp af stígnum og hóf hana hátt á loft, rétt eins og hann vildi láta hana ríða í höfuð Brynjólfi. En Brynjólfur var úr hiiggfæri og ekki hægt að hlaupa á eftir honum með því að maður var þarna fyrir framan Amtshúsið, en Brynjólfur frár á fæti. Og skildi þar með þeim. Eigi fara sögur af því, hvernig Jóni Bárðarsyni var tekið á skrifstofu Amtsins. Hitt er vitað, að hann kom austur í Skarðssveit þremur dögum á eftir Brynjólfi, og þótti ekki borubrattur. Var þá komið í almæli, hvert erindi þeirra beggja hafði orðið. Þótti Brynjólf- ur hafa vaxið mjög af förinni, en Skarðsbóndinn minnk- að að sama skapi. Fór nú sem oftar, að menn hnigu á sveif með þeim, sem sigurinn bar úr býtum. Þótti mönnum sá ríki hafa fengið fyrir ferðina. Þótti mönn- um það mátulegt. Yfirgangi þeirra á Uppbæjunum, Jóns á Skarði og Guðmundar í Hvammi, hafði að lok- um verið hnekkt, sem betur fór. Var gaman, að til þess skyldi hafa orðið ungur maður, næstum ungling- ur. Svo að ekki hafði lagzt mikið fyrir kappana að lok- um. Urðu nú margir til að rétta Brynjólfi hjálparhönd, sem áður höfðu hlegið að fyrirtæki hans. Svo honum gekk fyrr en varði að reisa. Einn maðurinn kom í dag, annar á morgun. Þeir voru jafnan tveir og þrír með Brynjólfi. Margir þeirra voru ungir, á svipuðum aldri og Brynjólfur sjálfur. Gekk nú allt jöfnum höndum að reisa og smíða, enda enginn efi lengur, að bærinn yrði búinn um Jónsmessu. Var ákveðið, að þau skvldu gefin saman, Kristín og Brynjólfur, sunnudaginn í elleftu viku sumars. Yrðu menn þá komnir úr kaup- staðnum, eða úr ferðunum eins og það var kallað, er farið var með ullina í kaupstaðinn á vorin, en það var aðalverzlunarferð ársins, og tók þessi kaupstaðarferð tvær vikur. Brynjólfur gat komið sér undah því að fara í ferð- irnar í þetta sinn. Faðir hans og bróðir tóku af honum hestana og ullina og lofuðu að verzla fvrir hann. En brúðkaupsveizlan skyldi haldin á Syðri-Völlum, hjá foreldrum brúðarinnar. Sá Ólöf Ólafsdóttir, móðir Kristínar, um allan undirbúning veizlunnar og gat hann ekki verið í betri höndum. Hafði hún sagt Brynjólfi, að hann þyrfti ekki um veizluföng að hugsa, væri henni geðfelldast að leggja þau til sjálf, er síðasta dótt- ir hennar gengi nú í hjónaband og hyrfi af heimilinu. Gaf hún jafnframt í skyn, að þetta væri fyrir Kristínu gert, en enga aðra. Brynjólfur lét það allt gott heita. Allt var þetta gert og margt fleira til þess að auðvelda og flýta fyrir Brynjólfi með bvggingarnar. Gekk mað- ur undir manns-hönd. Var reynt að sjá fyrir öllu. Það gekk svo langt t. d., að nokkru eftir sauðburð sló Brynjólfur upp færikvíum suður á Bökkunum. Síðan vóru reknar þangað ær þeirra Brynjólfs og Kristínar, þær er borið höfðu fyrst. Þar á meðal var lambakóng- urinn frá Syðri-Völlum, en hann var undan á, sem Kristín átti. En er ærhar og lömbin voru komin suður að Bökkunum, var tekið til og stíað. YTar tilgangurinn með þessu tvíþættur. í fyrsta lagi, að venja ærnar sem fyrst við nýju heimkynnin og spekja þær þar, enda sjálfsagt að færa þar frá þeim, er þar að kæmi. í öðru lagi hafði einhverjum hugkvæmzt, að það kynni að koma rækt í völlinn kringum bæinn að stía þar um Heima er bezt 175

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.