Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 36
vorið og nota færikvíar í þeim tilgangi, en það var al-
ger nýjung. Sló Brynjólfur saman fjórum trégrindum,
voru þær lausar, en reistar upp og bundnar saman á
endunum, þegar þær voru notaðar. Hafði Brynjólfur
þær nógu stórar fyrir þrjátíu til fjörutíu ær, svo að
hægt væri að mjólka þar kvíærnar, er til kæmi. Kvíar
þessar voru fluttar nær daglega úr stað, svo þarna
myndaðist dálítill blettur, sem fékk góðan áburð. Hafði
Brynjólfur fengið strákling, sem til þessa hafði verið á
sveit, til að gæta ánna meðan stíað var. Þá hafði Kristín
verið nokkra daga á Bökkunum til þess að mjólka ærn-
ar og fylgjast með innréttingu bæjarins. Að öðru leyti
hafði þar verið unglingsstúlka frá Syðri-Völlum, sem
Guðrún hét, og var ráðin til þeirra Brynjólfs að Bökk-
unum. Var nú komið svo langt, að menn héldu til
þarna suður frá, enda unnið meiri hluta sólarhrings.
\Tar aðeins farið heim um helgar.
Laugardagskvöld í tíundu viku sumars, var bæjar-
smíðinni að mestu lokið. Fóru þá allir heim um helg-
ina. Var ekki stíað á laugardagskvöld, vildu menn nú
sjá til, hvort ærnar væru orðnar það spakar á Bökkun-
um, að þær tylldu þar eftirlitslausar þar til á sunnu-
dagskvöld. Aftur á móti ætlaði Brynjólfur að ríða
þangað fram eftir með Kristínu fyrir hádegi á sunnu-
dag, en nokkrir dagar voru liðnir síðan Kristín hafði
komið þangað síðast. Langaði hana til að sjá, hvernig
nú væri komið smíðinni og gera athugasemdir, ef henni
fyndist á því þörf, svo að hægt væri að ljúka öllu eins
og hún óskaði helzt eftir, næstu viku, en alla þá viku
myndi hún ekki hafa tíma til að fara þangað vegna
undirbúnings veizlunnar. En strax eftir hana áttu flutn-
ingar að hefjast....
Það var einkennilegt, hvernig tíðarfarið var þetta
vor, og allt frá því á góu. Það mátti segja, að hver dag-
urinn væri öðrum betri. Raunar hafði verið nokkuð
mikið um rigningar um sauðburðinn, en þó ekki kom-
ið að sök. Að öðru Ieyti hafði tíð verið betri en elztu
menn mundu síðan eftir Eld. Það lá við, að það væri
ískyggilegt. Auðvitað þurfti það ekki að boða nein
ósköp, svo sem eldgos, harðindi eða drepsóttir. Þó lá
við, að sumum fyndist þetta nokkuð mikið af því góða.
Og einum gömlum manni varð að orði við kunningja
sína, er hann hitti við kirkju: „Það hefnir fyrir þetta.“
En unga fólkið hló auðvitað að svona athugasemd-
um. Það naut veðurblíðunnar og vorsins. Og börnin
og mæðurnar á fátæku heimilunum, sem ekkert höfðu
að borða, lofuðu guð fyrir blíðuna. Því að nú var hægt
að láta út kúna og fara að stía hálfum mánuði fyrr en
í fyrra.
V.
Sunnudagurinn í tíundu viku sumars rann upp heið-
ur og fagur. Golan volg. Allt komið í blóma. Þau
voru komin af stað um dagmál. Hann reið Rauð sín-
um, hún Stjarna. Hún réði varla við Stjarna sinn. Hann
reif af henni tauminn og þaut áfram á harða spretti
austur götuna meðfram fjallshlíðinni. Brynjólfur herti
á Rauð. Það kom fyrir ekki. Stjarni herti á sér þeim
mun meir. Það dró fremur sundur en saman með þeim.
Það var enginn efi, að Stjarni var allt of viljugur fyrir
kvenfólk. Fyrst Kristín réði ekki við hann, þurfti víst
ekki önnur að reyna. Kristín var sem sé mikill hesta-
maður, vön að eltast við stóðhross frá því hún var
telpa. Og eigi var það af því, að henni væri skipað það
eða ætlað það verk, heldur vegna þess, að henni þótti
gaman að ærslast í stóðinu. Hún hafði mesta yndi af
ótemjum og var hin djarfasta í viðureigninni við þær,
enda þótt hún væri ekki talin sérlega kjarkmikil, er hún
eltist. Ef hún gat læðzt að einhverju trippinu og náð í
herðatoppinn, var hún ekki lengi að sveifla sér á bak.
Trippið gáði ekki að sér fyrr en allt var orðið um
seinan. Þarna sat hún svo klofvega, berbakt og beizlis-
laust, og ríghélt sér í herðatoppinn. En trippið vissi
ekki, hver skelfing var komin yfir sig, og byrjaði hin-
ar furðulegustu líkamsæfingar til þess að losna við
óvættina. Fyrst sló það báðum afturlöppunum út í loft-
ið, en setti hausinn niður á milli bóganna. En þegar það
dugði ekki, tók það sig til og reis upp á afturlappirn-
ar og prjónaði. Þessu næst fór það að hoppa og skvetta
upp afturendanum á víxl. Venjulega gekk þetta ekki
hljóðalaust hjá ótemjunni. En Kristín litla æpti af hlátri
og mátti hafa sig alla við að halda sér fastri á baki. Og
fyrir kom, að trippið vann sigur í þessum átökum og
þeytti Kristínu ofan í einhverja leirkelduna. Var hún
þá ekki beinlínis heimasætuleg, þegar hún stóð upp.
Hið versta var þó, að þá var erfitt að komast hjá ákúr-
um, fötin og útlitið sögðu til sín, þegar heim kom,
enda þótt strákarnir, vinnumennirnir, sem hún hafði
fengið að fara með, hefðu svarið að segja ekki neitt.
Nú var orðið langt síðan, að Kristín hafði lagt út í
svona svaðilfarir. Þó voru þær henni í fersku minni og
Brynjólfi líka, því að oftar en einu sinni hafði hann
horft upp á þessar aðfarir og bæði hlegið og grátið.
Sjálfur hafði hann hið mesta gaman af að atast í stóð-
inu, enda gerðist hann hinn bezti tamningamaður, er
hann stálpaðist. Fengu ýmsir hann til að temja fyrir
sig. Hafði hann og tamið Stjarna. Það var í hitt eð
fyrra, og var ekki trútt um, að það tækist verr en
skyldi, vegna þess að honum varð nokkuð tíðhugsað
um eigandann meðan á tamningu stóð. Sögðu sumir,
að það hefði ruglað hann í ríminu. Engu að síður
mátti Stjarni teljast sæmilega taminn, nema ef telja
skyldi, að hann átti til að taka kast, eins og það var
kallað, og verða lítt viðráðanlegur, ef kapp kom í hann.
Þegar þau hjónaefnin höfðu riðið um stund eins og
þau ættu lífið að leysa, hún fyrst, hann í humátt á
eftir, bar svo við, að á varð á leið þeirra. Var þá Stjarni
farinn að spekjast nokkuð og þurfti að fá sér að drekka.
Varð það til þess, að Brynjólfur komst á hlið við unn-
ustuna og gat ávarpað hana.
„Mér þykir þú spretta úr spori,“ sagði hann og hló.
„Ég ræð ekkert við hann Stjarna, hann er alveg vit-
Iaus.“
(Framhald).
176 Heima er bezt