Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 39
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Matthías Jochumsson: Leikrit. Reykjavik 1961. Isafoldarprentsmiðja h.f. Vafasamt er, hvort annað útgáfustarf er unnið þarfara í landi voru um þessar rnundir en útgáfa fsafoldarprentsmiðju á ritverk- um Matthíasar Jochumssonar. Á síðastliðnu ári kom út fimmta bindið af ritsafni þessu, og eru þar öll frumsamin leikrit séra Matthíasar, þar á meðal báðar gerðir Skuggasveins og einþált- ungur, áður óprentaður. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor skrifar inngang um leikritagerð séra Matthíasar, og er mikill fengur að. Munu fáir kunna að lýsa sérkennum skáldsins af jafnmiklum skilningi og Steingrímur, og opna um leið lesönd- unum sýn inn í skáldverk hans. Um leikritin sjálf mætti vitan- lega skrifa langt mál, en þess gerist náumast þörf. Um Skugga- svein var dálítið rætt í síðasta hefti Heima er bezt, og um hin leikritin má mörg segja hið sama, þótt rislægri séu. Þó mun Jón Arason á köflum vera svipmestur allra leikrita séra Matthíasar, og er furða mikil, hversu lítill gaumur honum hefur verið gefinn. En um öll ritin má segja, að í þeim kynnumst vér anda séra Matthíasar, mannúð hans og skilningi á mannlífinu. Það er hverjum manni vænlegt til þroska og andlegrar nautnar að eiga sálufélag við rit séra Matthíasar. Þess vegna er þjóðinni fengur í nýrri útgáfu þeirra, og meðan hún heldur tryggð við þau, er engin hætta á að hún týni sjálfri sér. Paul Brunton: Hver ert þú sjálfur? Þorsteinn Halldórs- son íslenzkaði. Reykjavík 1960. ísafoldarprentsmiðja. Það hefur verið hljótt um bók þessa, enda má segja, að hún sé bók þagnarinnar. Ekki þó svo að skilja, að þögnin hæfi henni bezt, því að hún hefur rnarga merkilega hluti að flytja, en hún er eins konar tilsögn eða kennslubók í andlegum hugleiðingum og þjálfun andans til að ná valdi yfir efninu. Gefur hún oss þar nokkra innsýn í Yoga-fræðin indversku og dulspeki Indverja, en höfundurinn mun flestum Evrópuntönnum lærðari í þeim fræð- um. Vafalítið mun lesandanum þykja margt torskilið í fræðum þessum, að minnsta kosti við fyrsta lestur, og margt er þar furðu nýstárlegt i augum vor Vesturlandabúa. En hitt er og fullvíst, að því betur og oftar sem bókin er lesin, opnar hún lesandanum gleggri sýn inn í völundarhús sálarlífsins. Og enginn fær neitað því, að margt er í henni fagurt, og hún knýr lesandann til hugs- unar og siðrænnar göfgi. Sennilega verður stefnu bókarinnar bezt lýst með niðurlagsorðum hennar: „Þegar maðurinn gefur sig skilyrðislaust guðseðlinu á vald, mun guðseðlið skilyrðislaust veitast honum." Ámi óla: Skuggsjá Reykjavíkur. Reykjavík 1961. Isafoldarprentsmiðja. Árni Óla er óþreytandi að safna og skrásetja þætti úr sögu Reykjavíkur. Þessi bók, sem er hin þriðja Reykjavíkurbók hans, flytur 27 þætti alls. Kennir þar margra ólíkVa grasa. Þar er t. d. sagt frá því, er Reykjavík fékk sjálfstjórn, frá fyrstu þingmönnum og þingkosningum þar, sögu hafnarinnar, frá byggingu bókasafns Menntaskólans auk fjöldamargra svipmynda, sem brugðið er upp úr bæjarlífinu á liðnum tímum. Sumar þeirra eru kátlegar, aðrar harmsögulegs efnis, en Árna lætur hvorttveggja jafnvel. f stuttu máli sagt er þetta skuggsjá bæjarlífsins í nær tvær aldir. Vitan- lega eru þættirnir misjafnlega efnismiklir, en Árni hefur furðu- mikið lag á að blása lífi í lítið efni og segja svo frá, að ánægja sé að. Það finnst á, að þættirnir eru skrifaðir á löngum tíma, því að nokkurra endurtekninga verður vart, þó ekki til verulegra lýta. Halldór K. Laxness: Strompleikurinn. Reykjavík 1961. Helgafell. Það mátti finna það á leikdómum Reykjavíkurblaðanna um Strompleikinn sl. haust, að Nóbelsskáldið hafði valdið þeim von- brigðum. Og naumast verður sagt, að lestur leiksins veki hrifn- ingu. Auðvitað eru þar margar snjallar setningar og tilsvör og margt skringilegt og um leið alvarlegt í allri atburðarásinni. Höfundur húðstrýkir þar sýndarmennskuna miskunnarlaust. En ef einhver af minni spámönnunum hefði sent þetta leikrit frá sér, er ég hræddur um að margir hefðu hrist höfuðið og látið sér fátt um finnast. En vitanlega getur stórskáldið leyft sér að skyrpa úr klauf endrum og eins, en engin skylda er að líta á aursletturnar sem gullkorn, þótt góður sé að þeim nauturinn. Ragnheiður Jónsdóttir: Mín liljan fríð. Reykjavík 1961. Helgafell. Þessi saga fjallar um lokaþáttinn í lífi lítillar telpu, sem heyr vonlausa baráttu við örbirgð og heilsuleysi, unz hún verður berkl- unum að bráð. Hins vegar er hún gædd mikilli listgáfu, og lifir að nokkru leyti í annarlegum heimi, þar sem hún skynjar hlutina, sem liggja að baki raunveruleikanum. Lýsing telpunnar er gerð af óvenjulegum næmleika og skilningi, og þótt efnið sé harm- sögulegt, hvílir ljúfur og bjartur blær yfir allri sögunni. Þó er móðir telpunnar ef til vill enn athyglisverðari persóna, meðal annars af því, að hún er raunsannari mynd úr daglega lífinu. Andstæðurnar, sjóbúðarskriflið og kaupmannshúsið og örlög fólks- ins í báðum húsunum, er dregið með skýrum dráttum, og höf. kann að segja mikla sögu i fáum orðum og láta lesandann skynja við- burðina að baki orðanna. í stuttu máli sagt er þetta Ijúf bók og yfirlætislaus. Guðmundur Daníelsson: Sonur minn Sinfjötli. Reykjavík 1961. Isafoldarprentsmiðja. Ég tók þessa bók með hálfum huga, því að ég óttaðist, að skáld- saga um eddusagnir og fornaldarsöguhetjur yrði aldrei annað en innantóm endursögn og glansmyndir. En við lestur hennar varð annað uppi á teningnum. Höfundur hefur skapað hér stórbrotið skáldverk. Hann lieldur fullu sjálfstæði sínu gagnvart arfsögninni, notar hana að vísu sem uppistöðu og bakgrunn, en ívafið er hans sjálfs svo og þær myndir, sem dregnar eru innan ramma sögunnar fornu. Persónur sögunnar eru stórbrotnar og viðbrögð þeirra eðlileg eftir því sem sagan skríður fram. Og ef til vill tekst höf. ekkert betur en þar sem hann sýnir, hvernig Óðinn heldur í alla örlagaþræðina og veldur einn öllu bölvi, eins og segir í fornum fræðum. Frásögnin er hröð, og sagan er spennandi frá upphafi til enda. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.