Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 40
Ætluáuá |)ér ekki Ifka aá mála
íuúáina ySar í sumar?
Takið þátt í hinni spennandi verðlaunagetraun „Heima er bezt44,
því þá getur verið að þér fáið alla málninguna alveg ókeypis.
1. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 3.500.00
2. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 1.500.00
3. verðlaun: Málningavörur fyrir kr. 500.00
Þá erum við komin að öðrum þætti í hinni spennandi
verðlaunagetraun um hin glæsilegu verðlaun, sem eru
málningarvörur eftir eigin vali frá Efnaverksmiðjunni
Sjöfn. Þér getið sem sagt ráðið því algjörlega sjálf, hvaða
Sjafnar-málningarvörur þér viljið helzt nota og sömu-
leiðis hvenær þér takið þær út. Það getið þér gert eftir
hendinni, hvenær sem það hentar yður bezt á næstu
þremur árum. Og það er úr nógu að velja: POLYTEX-
plastmálning, REX-olíumálning, REX-lökk, REX-skipa-
málning ásamt miklu úrvali af alls konar öðrum máln-
ingarvörum, svo sem dúkalími, spartli, plastíleggi o. fl.
Það er aiveg makalaust, hvað allar þessar Sjafnar-vörur
eru þægilegar og auðveldar í meðförum, og þess vegna
þarf enginn að vera hræddur við að leggja í að rnála
sjálfur íbúðina sína. Með Sjafnar-málningarvörum, REX
og POLYTEX er það bókstaflega enginn vandi, og þér
getið fyrirfram reiknað með góðum árangri. Reynið
þetta sjálf og sannið til, að heimili yðar mun Ijóma af
björtum og endingargóðum litum.
í þessu hefti birtum við þrjár næstu forsíðumynd-
irnar af „Heima er bezt“, og nú er það enn sem fyrr
vandinn, sem þér eigið að glíma við, að segja til um,
hvaða heiðursfólk það er, sem prýðir forsíðuna á þess-
um blöðum.
í næsta hefti birtum við svo þrjár síðustu myndirnar
og gefum yður nánari upplýsingar um frest til að skila
svörunum.
Nr. 4
Nr. 5
Nr. 6
180 Heima er bezt