Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.05.1962, Blaðsíða 43
64. „Jæja, karlinn, það ert þá þú, laumupúkinn þinn, sem ert hérna á ferð- inni!“ þrumar hann og dregur mig út úr felustað mínum. En ég set hnykk á mig, slít mig lausan og hleyp til dyra. 67. Ég hleyp í spretti ofan eftir bakk- anum og er nú farinn að þreytast. Ætti ég að gefast upp? Nei, þarna sé ég tré, sem stormurinn hefur rifið upp og mynd- ar nú eins konar brú yfir í lítinn hólma í flóðinu. Ég hleyp yfir á trjábolnum. 70. Ég sný aftur heim til kofans. Fyrir utan dyrnar mæti ég gamla manninum. „Hvernig hefur þetta gengið hjá þér?“ spyr hann furðu lostinn. Ég segi honum söguna, en hann hlær að. 65. Fúsi flakkari þýtur á eftir mér. „Þú skalt nú eiga mig á fæti!“ þusar hann rétt á hælunum á mér, þegar ég hleyp gegnum skóginn. „Þú hleypur ekki frá Fúsa flakkara. Það máttu bóka!“ 66. Með því að þverbeygja og hlaupa sitt á hvað, er ég alltaf dálítið á undan honum. En það er samt minnst á mun- unum. Loks kem ég að straumharðri á í vexti; það er stórhlaup í skógarlæknum. 68. En Fúsi flakkari lætur sig ekki. Hann hikar andartak, en arkar síðan á eftir mér og stiklar gætilega yfir ána á trjástofninum. Síðan hefst eltingarleik- urinn á ný umhverfis hólmann. Allt í einu hrasar hann og dettur. 69. Ég gríp tækifærið og hleyp aftur yfir kvíslina á trjábolnum. Með því að beita öllum kröftum mínum get ég velt rótarenda trésins ofan í ána, og þar tek- ur straumurinn við honum. Nú fæ ég þá loksins ofurlitla hvíld. 71. „Það er bezt að flýta sér héðan," segir hann. „Fúsi flakkari mun finna ráð til að komast úr hólmanum, og þá er okkur hollast að vera horfnir héðan sem allra lengst!“ 72. Frændi gamli rekur nú götuslóðann gegnum skóginn. Allt í einu heyrum við í einhverjum á eftir okkur. Við lítum við, og sjáum, að þar kemur Fúsi flakk- ari á harða spretti. Heima er bezt 183

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.