Heima er bezt - 01.02.1963, Page 5
íbúðarhúsið að Ósi i Borgarfirði. Þar hefur Jóhann átt heima siðastliðin 24 ár.
firði bjargaði málinu við og hefur höndin vel dugað
Jóhanni síðan.
Frá Sandbrekku fór Jóhann að Höfn í Borgarfirði
til Magnúsar Þorsteinssonar og var þar eitt ár. Á því
ári dó Helgi í Njarðvík faðir Jóhanns. Fór hann þá
heim aftur í Njarðvík vorið 1911 og tók þar við bús-
forráðum með móður sinni og systkinum, er heima
voru þá. Dvaldist hann nú heima í sex ár, eða til 1917
að hann fór alfarinn úr víkinni, að Bakkagerði í Borg-
arfirði (verzlunarstaður og þorp).
Veturinn 1915 var Jóhann oft í sendiferðum á milli
Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar. Voru sumar þær ferðir
með áríðandi bréf fyrir Sameinuðu ísl. verzlanir, sem
höfðu þá eitt útibú sitt á Borgarfirði, og Ólafur Gísla-
son var settur yfir. Hefur Jóhann sagt mér, að hann
hafi farið 13 ferðir alls þennan vetur á Seyðisfjörð og
í hverri ferð haft á bakinu heim aftur þetta frá 70—80
pund, en þar er yfir tvo bratta fjallvegi að fara, Kækju-
skörð og Hjálmársdalsheiði, sem er fullkomin dagleið
með svo þungan bagga, þó gangfæri sé gott, en oft var
verið miklum mun lengur í slíkum ferðum, þegar tíð
spilltist, svo byljir og kafald heftu för manna.
Annars fækkaði nú mjög ferðum landleiðina á milli
Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar, og má segja þær tækj-
ust alveg af, þegar Borgarfjörður komst í símasamband
1919.
Einnar ferðar, sem Jóhann fór á Seyðisfjörð að áliðn-
um vetri frostaveturinn 1918, vil ég samt geta, af því
hún varð dálítið söguleg. Var þá með honum Stefán
Þórðarson tengdasonur Árna í Bakkakoti — röskur
maður. Var þá harka mikil á fjöllum, en talsverð lausa-
mjöll ofan á. Lögðu þeir af stað í stilltu veðri, en er
þeir komu suður fyrir Kækjuskörð rann á norðvestan
kaldi, sem sópaði mjöllinni fljótt sarnan í skafla. Er þeir
komu að Stakkahlíð í Loðmundarfirði var orðið all-
hvasst, svo skara reif á fjöllum. Þótti veðurútlit heldur
ljótt, en af því orðið var áliðið dags gistu þeir í Stakka-
hlíð um nóttina.
Þegar Jóhann reis upp um morguninn, gat hann þess
við samferðamanninn, að hann hefði haft erfiða drauma
um nóttina, og sér fyndist ekki neitt ótrúlegt, þó eitt-
hvað óvenjulegt kæmi fyrir sig í dag. Var nú komið
stillt veður aftur, og þeir félagar héldu nú áfram ferð
sinni strax er þeir höfðu þegið góðgerðir hjá hjónun-
um í Stakkahlíð.
Þegar þeir komu stutt út fyrir Sævarendakrók, seg-
ist Jóhann hafa stungið upp á við Stefán að fara beint
upp undir kletta utan í Gunnhildarfjallsendunum og
komast á hjalla, sem liggur þar allhátt í fjallinu sunnan-
verðu og suður eftir honum. Með því móti er hægt
að ganga af sér nokkuð af Strandbrekkum og Hjálmár-
dalinn, sem oft er vond færð á og stytta líka leiðina að
mun.
Er þeir félagar áttu skammt ófarið upp þessa snar-
bröttu brekku, var Jóhann stuttan spöl á undan Stef-
áni. Kvað þá allt í einu við dynur mikill eða brestur og
hann sá fönnina rétt fyrir ofan sig rísa upp eins og brim
og byltist hún yfir hann á augabragði. Enginn þarf að
ætla sér að lýsa þeim hraða, þegar snjóflóð fellur, enda
vissi Jóhann ekki af sér á leiðinni niður, fyrr en hann
varð eftir í dæld eða skoru, sem snjóflóðið hljóp yfir
og alla leið á sjó út.
Fyrst í stað var hann svo ringlaður, að hann vissi
naumast hvar hann var kominn og honum var erfitt um
andardrátt. Honum fannst líka sem einhver ógnar
þungi hvíldi á brjóstinu. Hann fann sig ekki færan um