Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 7

Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 7
Þessi mynd er af börnum þeirra Jóhanns og Bergrúnar nema einn drengur, sem er nákominn fjöl- skyldunni og oft hefur verið hjá þeim. tók vatnið honum í beltisstað, hafði hann broddstaf traustan, sem hann setti von sína mikið á. Þungt segir Jóhann áin hafa legið á sér, og lengi hafi hann verið að fikra sig yfir hana. Ekki telur hann sér hafa orðið neitt kalt eða orðið meint af volkinu. Heim komst hann um kvöldið. Næsta vor, 1920, fluttist Jóhann með konu sinni að Hjarðarhaga á Jökuldal, til stórbóndans Þorvaldar Bene- diktssonar, og voru þau þar árið. í mörgu þurfti að vas- ast á stórbúinu. Kom í hlut Jóhanns að hafa alla að- drætti til heimilisins. Verzlunarviðskipti lágu til Vopna- fjarðar. Er þá farin Smjörvatnsheiði, sem er afar löng leið og torsótt í iilviðrum. Jóhann fór allar lestaferðir fyrir heimilið, æfinlega með 12 hesta undir reiðingi (þungar lestir voru taldar að vera með 8 hesta), og ein- hverjar lestaferðir fór hann líka fyrir fleiri á dalnum. Stuttu fyrir jól þann vetur, var Jóhann enn sendur á Vopnafjörð eftir bagga. í þeirri ferð reyndi mikið á karlmennsku hans og þrek. Frá þeirri ferð segir í Hrakn- ingum og heiðavegum eftir Pálma Hannesson, III. bindi, bls. 103. Nefnir hann söguna „Kuldaleg gisting“. Geta þeir sem vilja lesið hana þar. Munu þeir sannfærast um, að enginn aukvisi var þar á ferð. „Römm er sú taug, er rekka dregur“, og mun nú heimþráin hafa vaknað upp hjá þeim Jóhanni og Berg- rúnu. Ekki undu þau sér lengur á hinum búsældarlega Jökuldal en fluttu nú að Brúnavík við Borgarfjörð á jarðarkorn, sem iosnaði úr ábúð þar. Byrjuðu þau þar sjálfstæðan búskap með fáar skepnur vorið 1921. Stund- aði Jóhann svo nokkuð sjóróðra líka þau tvö ár sem þau áttu þar heima, þótt hann væri því lítt vanur og hugur hans hneigðist lítið að sjósókn. Frá Brúnavík fluttust þau hjónin að Kjólsvík í vond- an bæ. Er það kot eins og víðar í víkum, langt frá al- faraleiðum og einmanalegt. Heyfengur er þar reytings- samur, lending vond og aðdrættir úr kaupstað oft erf- iðir. Fyrra árið þeirra þar, óþurrkasumarið 1923, þorn- aði enginn eldiviðarköggull í Kjólsvík, en gamalla manna mál var, að litlu betra væri að vera eldiviðarlaus en matarlaus. Leiddi þetta til þess, að fyrst var brennt öll- um trjávið, sem fannst á rekafjörum, en er ekki fannst lengur morkefli á fjörunum var eina úrræðið að kaupa kol í eldinn. Eftir að vetur lagðist að með snjó og hríð- ar, varð þeim ekki komið suður í Kjólsvík með öðru móti en leggja þau á bakið. Sú leið er 3—4 stunda gang- ur úr kaupstað, þegar ófærð er komin, og vfir brattan fjallveg að fara með bagga á baki. Kom nú Jóhanni vel að hafa vanizt baggaburði og hafa sterk bein í sínum skrokk, því nú lagði hann á bakið heila kolapoka um 130 pund, suður í Kjólsvík, ekki einu sinni, heldur oft, og hafði venjulega dálítinn olíubrúsa í hendinni líka. Árið 1925 fluttust þau Jóhann og Bergrún frá Kjóls- vík og í Bakkagerðisþorp. Áttu þau þar í 10 ár heima á Hrauni og í Tungu. Stundaði Jóhann þá eitthvað sjó, þegar fiskihlaup komu, heyskap í ígripum og svo alla aðra vinnu, sem til féll í þorpinu og stundum var ltka leitað til hans úr sveitinni. Það mun hafa verið einhvern- tíma á þeim árum, að ég, sem skrifa þetta, kom þar sem Jóhann var að byrja á að grafa fyrir hlöðu. Þar þurfti fyrst að sprengja með járni ofan af um tveggja feta þykkt frost. Mér er enn í minni hvað Jóhann vann að þessu knálega og af miklum móði, eftir því sýndist mér verkinu skila vel áleiðis. 1935 keypti Jóhann smábýlið Ós skammt sunnan við Bakkagerðisþorp og hefur hann búið þar síðan. Ibúð- arhúsið, sem þá var, hefur rnikið verið stækkað og end- urbætt, myndarleg útihýsi hafa verið byggð og ræktun aukin að mun, annars er þar fremur erfitt að rækta. í þessum framkvæmdum eiga þó uppkomnir synir Jó- hanns drjúgan þátt. Þrjátíu sinnum hefur Jóhann farið á vertíð til Vest- mannaeyja og oft komið heim með drjúgan skilding. Þá hefur konan, með hjálp elztu barnanna, orðið að sjá um heimilið og búskapinn. En um það starf hefur löngum verið hljótt. Þau Jóhann og Bergrún hafa eignazt 14 börn, af þeim Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.