Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 8
Úr Njarðvíkurskriðum. Þær liggja á milli Njarðvíkur og Borg-
arfjarðar. Áður voru aðeins götuslóðar í skriðunum, sem
menn og skepnur gátu rakið sig eftir. A meðan Jóhann átti
heima i Njarðvik var hann sjálfkjörinn fylgdarmaður yfir
skriðurnar og þá sérstaklega á vetrum, þegar þær voru ekki
fcerar nema kuni\ugum.
hafa 12 komizt til fullorðinsára, 7 piltar og 5 stúlkur.
Öll hafa þau alizt upp heima nema ein stúlka, sem þau
létu frá sér unga, og öll komizt vel til manns og eru
hið mesta dugnaðarfólk. Þau eru nú flest gift og barna-
börn þeirra Oshjóna nú orðin 32. Þá hafa þau Óshjón
líka alið upp dótturdóttur sína, sem er á fermingaraldri.
Öllum mætti Ijóst vera hvílíkt feiknalegt starf liggur
á bak við að ala upp eins stóran barnahóp og hér um
ræðir, og það einmitt á erfiðustu kreppuárunum á milli
1930 og 1940, þá mun ómegðin hjá Óshjónum hafa
verið einna þyngst. Þegar skórinn kreppti mest að efna-
lega og skuldir söfnuðust hjá bændum og búalýð.
Jóhann Helgason er ljóshærður með ljósgrá augu,
rúmlega meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, svipurinn
djarflegur og einbeittlegur. Að taka í hönd hans er lík-
ast því að taka í járnkrók. Hann hefur þjála lund og er
oft gamansamur.
Naddakross i Njarðvíkurskriðum.
Á heimili Óshjóna hefur ávallt ríkt gestrisni, glað-
værð og ánægja. Sambúðin ágæt og þeim mun hafa
verið samhent um margt. Stóra barnahópnum sínum
hafa þau verið eftirlát og hlý og eru nú í ellinni farin
að njóta ávaxtanna af sínu vandasama, veglega starfi,
uppeldisstarfinu.
Állmargir vinir og kunningjar Jóhanns komu heim
til hans á sjötugsafmælinu til að áma honum heilla í
ellinni og drekka með honum minni liðinna ára í kaff-
inu góða og „guðaveigum, sem lífga sálaryl.“ Gaman
var þá að veita því eftirtekt, hvað hann er ennþá hraust-
legur og burðalegur, eftir að hafa glímt og borið sigur
úr býtum við þær þrautir allar, sem lífið hefur lagt
honum á herðar í 70 ár.
„Norður stranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.“
Árna ég svo Jóhanni, konu hans og heimili þeirra
allra heilla.
Börn Jóhanns og Bergrúnar eru þessi:
Árni Björgvin, f. 4. júlí 1918. Dó ungur.
Helga, f. 29. des. 1920. Gift Ólafi Ágústssyni.
Árný Ingibjörg, f. 2. jan. 1921. Gift Ólafi ÞórðarsynL
Sigursteinn, f. 3. sept. 1923. Kv. Þórdísi Sigurðard.
Ólöf Þóranna, f. 26. sept. 1924. Gift Finni Benediktss.
Magnús, f. 6. marz 1926. Kv. Láru Árnadóttur.
Hannes Óli, f. 3. marz 1927. Kv. Erlu Sigurðardóttur.
Anna Guðný, f. 31. júlí 1928. Gift Áskeli Bjamasyni.
Jón Þór, f. 11. ágúst 1930. Kv. Bryndísi Þorleifsd.
Þorgeir Stefán, f. 25. marz 1932. Kv. Valgerði Magn-
úsdóttur.
ída Borgfjörð, f. 1. júlí 1933. Gift Braga Eggertssyni.
Gunnar Sigmar, f. 11. júní 1934. Dó ungur.
Sveinn, f. 20. sept. 1935. Konuefni Geirlaug Sveinsd.
Guðmundur, tvíburi á móti Sveini. Ókv. heima.
Skrifað í janúar 1962.
BREFASKIPTI
Þórður Þórarinsson, Mánaseli, Jökulsárhlíð, N.-Múl., óskar
eftir bréfaviðskiptum við stúlkur á aldrinum 17—22 ára. —
Mynd fylgi bréfi.
Hildur Sverrisdóttir, Anna Valgarðsdóttir og Sigurhanna
Ólafsdóttir, allar að Löngumýri, Skagafirði, óskum eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Gisli Viðar Björnsson, Laugaskóla, S.-Þing., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—16 ára.
Benedikt Guðmundsson, Saurum, Skagahreppi, A.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 20—35 ára.
Æskilegt að mynd fylgi.
Sigurjón Jósep Friðriksson, Felli, pr. Þórshöfn, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 20—25 ára.
44 Heima er bezt