Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1963, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.02.1963, Qupperneq 10
STEINDOR STEINDORSSON FRÁ HLÖÐUM: Samarauki / i Suðurlöndum Gosbrunnurinn í höfninni í Genf. Aðdragandi og upphaf. Sagan hefst í ág'ústbyrjuii 1962. Ég hefi dvalizt um hríð austur á Hallormsstað. Frá morgni til kvölds hefi ég ásamt samstarfsfólki mínu hafzt við úti í skógi, þar sem við teljum plöntu tegundir, mælum trjávöxt, ákvörðum og berum saman ólík gróð- urfélög. Veðrið er svalt og regnúði öðru hverju, en við finnum lítt til þess inni í skjóli skógarins. Verk- efnin blasa við, og við verðum að nota hverja stund til að grynna á þeim og fá lokið viðunanlegu starfi. Þá er það eitt kvöldið, er við komum heim, að fyrir mér liggja strengileg boð um að vera við landsímann að morgni til viðtals við Menntamálaráðuneytið. Ég tók þessari kvaðningu með litlum fögnuði, því að ég sá eftir hverri stund, sem eytt yrði til ónýtis þá fáu daga, sem ég gat unnið þar eystra. Hinsvegar var í mér nokkur eftirvænting um hvað gæti verið á seyði, því að mér var ókunnugt um nokkurt brýnt erindi, sem hið háa ráðuneyti ætti við mig. Ég þurfti ekki lengi að bíða. Síminn hafði naumlega verið opnaður um morg- uninn, er ég var að honum kvaddur. Þar var fulltrúi úr ráðuneytinu, sem spurði mig umsvifalaust, hvort ég gæti farið suður í Sviss á fund kennara til að ræða um líffræðikennslu í menntaskólum, sem byrja ætti 4. sept- ember. Mér lá við að hoppa af ánægju og svaraði ját- andi án þess að hugsa málið. „Þá sendum við þér eyðu- blöð til útfyllingar, sem þú endursendir svo fljótt sem þú getur“, sagði fulltrúinn. Og ferðin var ráðin. Þetta var í rauninni meira ævintýri en mig hafði dreymt um. Okeypis ferðalag og dvöl í Sviss, og um leið möguleiki á að hitta gamla kunningja í Kaupmanna- höfn á leiðinni. Mánaðarsumarauki undir suðrænni sól, þegar hausta tæki hér heima. Var eiginlega hægt að gefa mér betri afmælisgjöf á væntanlegu sextugsafmæli? Ég held varla. Þegar ég hugsaði málið nánar fékk ég að vísu smávegis eftirþanka af því, hversu fljótt ég svaraði. En töluð orð verða ekki aftur tekin. Og nú er kominn fyrsti september. Flugvélin svífur með mig ofar skýjum áleiðis út í ævintýrið, og í vasan- um er heil bók með farseðlum alla leið suður til Ítalíu og heim aftur. Svo einkennilega vildi til, að ég varð að fara allmikla krókaleið eða fljúga yfir Bergen—Osló— Kaupmannahöfn og Hamborg, til þess að komast suð- ur til Genf, en þar var næsta flughöfn við ákvörðunar- staðinn. En það var svo sem ekkert á móti því að tylla sér sem snöggvast niður á þessum stöðum og gista eina nótt í Hamborg. Og satt að segja hlakkaði ég til að sjá Noregsströnd úr lofti, og fljúga síðan yfir Evrópu þvera að kalla mátti. En fyrstu og raunar einu von- 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.