Heima er bezt - 01.02.1963, Page 11
brigðin í allri ferðinni voru, að yfir Noregi var þoka
og súld, svo ekkert sást, og Þýzkaland og jafnvel Sviss
flöttust svo út séð úr lofti, að mér þótti lítið til koma.
Og sjálf Alpafjöllin voru svo hulin mistri, að af þeim
sáust einungis þokumyndir, sem einstaka tindur teygði
sig þó upp úr. Átti ég eftir að kynnast því betur.
Flugferðin og gistingin í Hamborg voru tíðindalaus-
ar, en kl. 3 síðdegis 2. sept. var ég kominn til Genfar,
og að morgni var ferðinni heitið til Montreaux við aust-
urenda Genfarvatns, en þar var mér búin dvöl meðan
fundarhöldin stæðu.
Við Genfarvatn.
Jæja, þá var maður kominn suður í Sviss og hina
margumræddu borg Genf, sem skráð hefur nafn sitt
slcýru letri í sögu samtíðar vorrar, sem stöðvar Þjóða-
bandalagsins sáluga, sem raunar varð aldrei nema
skuggamynd af friðardraumi styrjaldarþjáðs mannkyns.
Og nú situr þar í Genf ráðstefna stórveldanna um af-
vopnun og bann við kjarnorkuvopnum, þar sem Rúss-
ar leika sinn venjulega hráskinnsleik með friðarorð á
vörum, hvað sem þeir hugsa undir niðri. Margir munu
þó þrátt fyrir allt ala þá von í brjósti, að einhver lausn
þeirra mála kunni að finnast. Og þá mun nafn Genfar
verða skráð ódauðlegu letri á söguspjöld mannkynsins,
sem þess staðar, þar sem tekizt hefði að láta siðferðis-
styrk og mannúð sigrast á helstefnu yfirgangs og of-
ríkis. Framtíðin mun leiða það í ljós.
Borgin Genf stendur við vesturenda Genfarvatns,
þar sem stórfljótið Rhone fellur úr því og síðan inn
í Frakkland. Stendur borgin báðum megin við ós ár-
innar og eru borgarhlutarnir tengdir saman með brúm.
Norður af borginni er sléttlendi með lágum ásum, en
sunnan vatnsins rísa snarbrött fjöll með nöktum hamra-
veggjum og sérkennilegum hjöllum. Jafnskjótt og ég
hafði gengið frá dóti rnínu, hóf ég gönguferð um borg-
ina. Miðbærinn er nýtízkuborg, þar sem hótel og veit-
ingastaðir setja svip sinn á. Eg lagði leið mína yfir eina
brúna. Þar á suðurströndinni eru undurfagrir skrúð-
garðar, með marglitum, litsterkum blómabeðum og
skuggsælum trjám, hlynum, kastaníum, eikum o. fl.
Alls staðar var fullt af fólki, sem naut sunnudagshvíld-
arinnar. Þegar ég hafði reikað þar um og var tekinn að
þreytast, gekk ég niður á eina bryggjuna og tók mér
far á skemmtibát, sem fór á hálftíma fresti hringferð
um höfnina. Eitt af því, sem setur svip á höfnina, er
gosbrunnur mikill, sem þeytir vatnssúlu tugi eða jafn-
vel hundruð metra í loft upp. Lagði af henni kuldagust
og mikinn þyt, er framhjá var siglt. Víða eru bað-
staðir, einkum við hafnargarðana, sem teygja sig langt
út í vatnið. Þar voru þúsundir manna að njóta vatns og
sólar. Bökuðu þeir sólbrennda kroppana á bekkjum og
steinum, og minnti hörundslitur og klæðleysi á, að
komið væri til Suðurhafseyja. Utanvert við borgina
blasti höll Þjóðabandalagsins við sjónum mitt inni í
víðáttumiklum skrúðgörðum, en ekki fékk ég skoðað
hana nema í fjarska.
Síðar um kveldið, er skyggja tók, fór ég aftur út og
niður að vatninu. En jafnskjótt og kvölda tekur er
kveikt þar á þúsundum og aftur þúsundum skrautljósa,
svo að dimmur vatnsflöturinn endurspeglar lita- og
ljósahaf, og gosbrunnurinn mikli lýsti eins og eldstólpi
upp af dökkum fleti vatnsins. Síðar kynntist ég því, að
sams konar skrautlýsing er í flestum bæjum við strönd
Genfarvatns, og gosbrunnar líkir þessum, en þó lægri,
eru þar víða.
Uppi í borginni voru veitingastaðir nú hvarvetna
fullir af fólki. Voru þeir opnir út á götuna, svo að vel
sást hvað innifyrir gerðist. Ekki fannst mér þar mikið
um dýrðir, þrátt fyrir mannfjöldann. Hvergi sást þar
dansað, lítið um hljómlist, nema útvarp og sjónvarp.
Fólkið sat yfir kaffibollum, bjórkollum eða vínglösum
og rabbaði saman eða þagði. Allvíða, einkum á hinum
smærri stöðum, sátu menn að spilum, og á stöku stað
höfðu nokkrir menn, karlar og konur, safnazt um borð
og sungu þar fullum hálsi jafnframt því sem það hressti
sig á hinu rauða víni. Ég dvaldi ekki lengi við þetta, en
hélt heimleiðis. Því að kl. 9 að morgni skyldi ferðinni
haldið áfram.
Um þrjár leiðir er að velja til Montreaux, áætlunar-
bíl, járnbraut eða skip, valdi ég skipið, þó að það væri
bæði nokkrum krónum dýrara og tæki lengstan tíma.
Um vatnið ganga stór farþegaskip, búin öllum þægind-
um, flytja þau hundruð manna, en að þessu sinni var
fremur fátt fólk og náði ég mér' í gott sæti, þar sem
bæði var útsýn yfir umhverfið og skipið sjálft. Fyrst
var siglt austur með suðurströnd vatnsins, en þar er
franskt land. Þar er bærinn Evjan, þar sem samninga-
nefndir Frakka og Alsírmanna sátu á fundum fyrir
skemmstu. Síðar er beygt norður yfir vatnið og rennt
að bryggju í Lausanne, sem kunn er af ýmsum alþjóð-
legum ráðstefnum. Það er allmikil borg, og ber þar
mikið á ýmsum stórbygging-um, einkum kirkju einni
forkunnar fagurri.
Utsýn frá skipinu er hin fegursta til beggja handa.
Suðurströndin er víðast miklu brattari. Þar er raunar
lítið undirlendi, og víða naktir hamraveggir niður í
vatn, einkum austan til, en að norðanverðu er undir-
lendi meira og fjöllin víða lægri og meira aflíðandi.
En alls staðar eru skógar, vínekrur og skrúðgarðar, þar
sem nokkur fótfesta er. En öll eru fjöllin vafin hinu
bláleita mistri, sem að vísu gefur landinu mildan og
dulúðgan blæ, en stelur um leið allri skerpu úr formum
og línum. Hversu mikið mundi maður ekki gefa hér
fyrir íslenzkt hreinviðri og heiði.
Komið er við á nokkrum stöðum, farþegum hleypt
í land og aðrir teknir. Hver bærinn virðist þar öðrum
líkur. Meðfram vatninu liggur aðalgatan og þar blasa
við hótel og baðstaðir. Víða eru smábátahafnir og
skemmtiskútur sveima hvarvetna um vatnið. Laust eftir
hádegið er komið til Montreaux. Framan af vatninu
þóttist ég sjá hótel það, sem mér hafði verið fengið.
Heima er bezt 47