Heima er bezt - 01.02.1963, Page 14
og moraði því vatnið af hraðbátum, sem teymdu skíða-
mennina um vatnið, en sælöðrið lék um þá eins og hvít-
fextir öldutoppar væru.
Allmargt mun vera þar um skemmtistaði, en lítt varð
maður þess var um þetta leyti, enda ferðamönnum tek-
ið mjög að fækka, og ekki gat ég varizt því, að mér
fyndist einhver þyngslablær yfir öllu umhverfinu.
Ofan við bæina taka við vínekrur og síðar hávaxnir
barrskógar alveg upp á fjallabrúnir, ef ekki er brattara
en svo að trén fái tyllt þar rótum sínum, en svo er
hvergi nærri alls staðar. Suður yfir vatnið er geysifögur
fjallasýn, eru þar Savoyen-alpar og fjallabálkurinn um-
hverfis Mont Blanc, fjallakóng Evrópu, en þau skyggðu
á sjálfa hátignina.
Mjög dáðist ég að því hversu hver ræktanlegur blett-
ur var gjörnýttur til ræktunar, og af hve mikilli kost-
gæfni matjurtagarðar og blómræktarstöðvar voru hirt-
ar og- haldnar. Ein slík gróðrarstöð var í brekkunni
meðfram stígnum niður frá hótelinu, þar sem ég gekk
daglega. Þar var maður að verki frá morgni til kvölds
að reita arfa, hlúa að skrúðblómum og taka þau og mat-
jurtir til að senda á markaðinn.
Fólkið á þessum slóðum er allt frönskumælandi, og
víða erfitt að bjarga sér áfram á öðru máli. Fólkið er
fremur smávaxið, dökkt á hár og móeygt og fremur
frítt í andliti. Ekki fannst mér það glaðlegt eða beint að-
laðandi en kurteist í viðmóti. Afgreiðsla í búðum sýnd-
ist mér með sama hætti og á hótelinu, kurteis en ekki
hpur. Allir hlutir voru dýrir, svo að ég hafði litla löng-
un til að verzla þar.
Þegar leið að kvöldi fyrsta daginn, prikaði ég upp
stíginn að hóteli mínu. í steinveggjunum, sem lágu víð-
ast fram með honum, hitti ég gamla kunningja, smá-
vaxna burkna sömu tegundar og finnast hér á landi
einungis suður í Öræfum og náskylda skeggburknanum,
sem þeir EUéskógabræður sýndu mér fyrir nokkru og
einungis vex þar í einni ldettasprungu. Mér og fleirum
hefur til hugar komið, að hér á landi séu burknar þess-
ir leifar frá þeim tíma, er loftslag var hér hlýrra, og að
þeir hafi tórt af heljargadd ísaldar í sólríkum suður-
hlíðum undir Kaldbak og Öræfajökli. En þarna voru
þeir sýnilega heima hjá sér.
Um kvöldið bættust okkur tveir félagar í hópinn.
Danskir menntaskólakennarar, Lange og Sporring. Tók-
ust góð kynni með okkur þessum hótelfélögum, enda
eru þeir báðir glaðlyndir menn og viðmótsgóðir. Not-
uðum við kvöldkyrrðina til að skoða okkur um niður
við vatnið og fá okkur hressingu á veitingastað við
ströndina, þar sem við skemmtum okkur við að horfa
á fólkið og leiftrandi gosbrunninn úti í vatninu. En
snemma var gengið til náða, því að fundir skyldu hefj-
ast snemma næsta dag, og okkur grunaði að fast yrði
áfram haldið eins og raun bar síðar vitni um.
(Framh.)
Fjósa-Jón
(Framhald af bls. 45.) ---------------------------
í hægðum sínum og fór þjóðveginn. Innan stundar
komu menn á eftir honum og fóru geyst. Þeir leituðu
þess er peningana hafði tekið en grunuðu ekki þennan
tómláta silakepp. Þeir spurðu hvort hann hefði orðið
var mannaferða. Jú, maður hafði hlaupið fram úr hon-
um og flýtt sér ákaflega. Er leitarmenn heyrðu það,
hröðuðu þeir sér sem mest, en Jón fór út af veginum,
er þeir vöru horfnir, komst í hraun og faldi sig þar í
gjótu meðan hann hélt að leit væri sem áköfust og slapp
svo með þýfið.
Það var eitt sinn að Fjósa-Jón var í lestaferð og hafði
með sér peninga í skjóðu. í för með honum var óreiðu-
maður ófrómur, er Torfgarðs-Jón var kallaður. Fjósa-
Jón bar lítið traust til ráðvendni nafna síns og var
hræddur um peninga sína fyrir honum. Tók hann það
ráð, að láta járnarusl í aðra skjóðu, batt hana fyrir aft-
an sig við hnakkinn og hafði undir höfði sér, er hann
svaf í tjaldi sínu. Peningaskjóðuna batt hann við klyf-
beraboga og var skeytingarlaus um hana.
Með þessu bragði bjargaði Jón peningum sínum.
Torfgarðs Jón leit hýrara auga til hinnar, er svo vand-
lega var gætt. Og áður en þeir skildu nafnar tókst
honum að hremma hana og hafa brott með sér.
(Sögn Jónasar Illugasonar frá Brattahlíð).
BRÉFASKIPTI
Guðlaug Ólafsdóttir, Víðihóli, Hólsfjöllum, N.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—20 ára. Mynd
fylgi.
Elin S. Guðjónsdóttir, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal,
Eyjafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku
á aldrinum 13—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Sumarrós Guðjónsdóttir, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal,
Eyjafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku
á aldrinum 12—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Hulda Emilsdóttir, Bjargi, Flatey, S.-Þing., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—18 ára.
Ingunn Emilsdóttir, Laugaskóla, S.-Þing., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Svanhildur Stefánsdóttir, Karlsstöðum, Vaðlavík, Helgu-
staðahreppi, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldr-
inum 19—28 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Emilía Svavarsdóttir, Árgötu 2, Húsavík, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta í Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur á aldr-
inum 15—18 ára. Mynd fylgi.
Páll Þorgeirsson, Hringbraut 8, Húsavík, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára.
50 Heima er bezt