Heima er bezt - 01.02.1963, Page 15

Heima er bezt - 01.02.1963, Page 15
JON SIGURÐSSON, YZTAFELLI: / ii. FIRÐIR. ökull ísaldarinnar hefur markað með þjöl sinni þrjár skorur norðan í hamraskagann milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda. Árþúsundir hafa sorfið Keflavíkurdal , Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð, jökullinn ekið svarfinu til hafs, unz sjór lyfti sporði hans. Þessi æki eru enn á sínum stað sem rif um þveran Þorgeirsfjörð og í Hvalvatnsfirði sem eiðið milli fjarð- arbotnsins og Hvalvatns. Keflavíkur-dalskoran hefur naumast verið fullsorfin, er jökullinn hvarf, en þá voru firðirnir fullmótaðir til sveitar, með vel sorfnum af- líðandi hálsum að breiðum, sléttum dalbotnum, en yfir byggðina rísa einstakir hamratindar og halda þar vörð. Keflavík bak við Látur hafði staðið mér fyrir sjón- um sem tröllaskál í hamrafangi, opin fyrir Dumbshaf- inu, ísheimum þess og illviðrum, byrgð fyrir sól, í ná- grenni tröllabyggða Gjögurs, Hnjáfjalls og Blæju- bjargs, — en lokuð leiðum manna á sjó og landi. Ég hafði séð þangað heim af sjó í úfnu norðanveðri, svip- mynd af vallargarði um lítið tún með bæjarrústum, þar sem brimið barði við varpann, síðan björgin aftur, þar sem særinn nagaði fætur undan fjöllum. Ég hafði heyrt kynjasögur um einangrun þar; einnig þá sem nýlega var lesin í útvarpi í skáldlegum búningi Guðmundar Friðjónssonar, söguna um litlu stúlkuna, sem dvaldi 10 vikur ein hjá dauðum föður. En nú vildi ég eignast meira lifandi fræðslu um Fjörðu og Keflavík. Ég sit í stofu, sem búin er að nýrri tízku, í nýju steinhúsi inni í Höfðahverfi. Hinum megin við borðið situr virðulegur þulur, hærugrár. Viðræður hefjast. — „Eigum við ekki að byrja á Keflavík?11 Nei, geymum hana.“ Síðan fylgist ég með honum um Þönglabakka- sókn. Mál hans var skrúðlaust, en mótað og myndríkt. Ég sá allt, er hann lýsti, Ijóst og lifandi, vegina, myndir landslagsins. Atburðir er hann sagði frá, gerðust fyrir augum mínum; horfnir bændur og húsfreyjur í Fjörð- um stóðu mér fyrir sjónum. Hér var ekki orði of eða van, mál hans minnti á þulina fornu, sem lásu fyrir það, er festa skyldi á hið dýra skinn. Ég fann, að orð- gnótt Ara og Snorra lifði enn á vörum hins aldna þular, sem alinn var upp í einangrun útskagabyggðar. Penni minn var aðeins of seinfær að festa á blað, því að hér mátti ekkert niður fella. Þegar rætt hefur verið um stund yfir kaffiborði, seg- ir bóndi, að nú megi spyrja um Keflavík. Ég segi þeim frá mínum hugmyndum um þann stað. Húsfreyja bros- ir: „Þú hefur aldrei komið þar. Ég er þar uppalin, fór þaðan fullorðin árið, sem þú fæddist. Samt bý ég enn að ylnum þaðan. Enginn staður finnst mér hlýlegri.“ Lýsingin á Keflavík er eftir frásögn þessarar konu, og leynir sér ekki, að þar gætir nokkurrar gyllingar á æskustöðvunum. Leiðin frá Látrum liggur norður Fossárdal, austur dalinn að botni, síðan lægð austur yfir fjallið, sem nefnist Uxaskarð (500 m.), og komið ofan í botn Keflavíkurdals. Norður dalinn er talinn stundargangur úr botni til bæjarins, sem stendur á sjávarbakkanum í dalsmynninu. Leiðin frá Látrum er um þriggja stunda gangur milli bæja, öll klettalaus og án stórra torfæra nema snjóþung á vetrum og snjóflóðahætt. Keflavíkurdalur er gróinn í miðjar brattar hlíðar. Undirlendi nær ekkert. „Jörðin kemur hvanngræn und- an snjónum, það sölnar aldrei í Keflavík. Allt var vaf- ið kjarngresi á sumrum og engjar nægar, en grasið svo kjarngott, að sauðamjólkin var rjómaígildi, en kvíaærn- ar urðu feitar sem gamlir sauðir inni í sveitum.“ (Þetta eru ekki ýkjur gömlu konunnar, heldur staðfest af fleiri samhljóða sögnum.) „Já, það var gaman að eiga kindur í Keflavík. Þær áttu svo gott bæði í landi og í fjörum, sem aldrei brást, ef ekki var ís við land. En þó var sjórinn ennþá gjöfulli. Rekinn var mikill og skil- aði mörgu skrýtnu og skemmtilegu. Fiskurinn oftast uppi í landsteinum, og blessað heilagfiskið. Ég man eftir 300 punda lúðum. Að vísu var brimasamt. En það þurfti ekki langa lygna stund til að sækja góðan feng. Sjórinn var aðalsamgönguleiðin. Það var mikill gestagangur. Sæfarendur hleyptu oft í land og lágu og biðu þess, að fært yrði fyrir Gjögur eða Hnjáfjall. Oft komu Fjarðamenn með bagga á baki frá Látrum og gistu.“ „Það var ljúft að veita og af nógu að taka: Harðfisk- ur, hákarl og rafabelti í hjalli; súrt skyr og smjör í búri og feitt hangiket í eldhússrót. Við áttum bara einn óvin, hafísinn, sem lokaði sjóleiðum og byrgði fjör- una. ísaþokumar hlóðu oft ysjusnjó í dalina, svo að ill- fært varð. En faðir minn var jafnan birgur af björg Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.