Heima er bezt - 01.02.1963, Side 17
og Darri með Þórurnar sínar séu að teyma Dýjahnjúk
á leið til Bjarnarfjalls, sem hefur nægt rými fyrir þau
öll. Þá benda líka bæjanöfnin í Fjörðum frekar til trölla
en manna. Fjórir eru þar „staðir“, bæir kenndir við
Tindriða, Kussung, Kúsvein og Kaðal, og virðast það
allt fremur þursanöfn en manna.
En hröðum okkur nú niður aflíðandi hlíðina, gróna
og grösuga, niður að bæjum.
Botn. Við komum fyrst að Botni í Þorgeirsfirði.
Þetta var talin hin mesta kostajörð, landrými og land-
gæði til fjallsins, gott engi heima við tún og fjörubeit,
„svo að aldrei þurfti sauð að gefa í íslausu“. Fyrr á öld-
um var kapp um eignarráð á Botni vegna rekans. Hóla-
stóll varð aðaleigandi, en að sættum varð þó, að Munka-
þverárklaustur og þrjár höfuðkirkjur við Eyjafjörð
ættu hlutdeild í rekanum með stólnum. Utræði þótti
ágætt á Botni. Þaðan gengu löngum „mörg skip“, og
fékk bóndinn vænsta fisk úr róðri hjá aðkomubátum.
Aflasæll er Þorgeirsfjörður og brimvarinn af rifinu í
fjarðarmynni og uppsátur gott heima að Botni. Rifið
heitir að vestan Hella, að austan Illiboði og er yfirflotið,
en brýtur þó á. Þar á milli er mjótt sund, en þó vel
fært nema í aftökum. Alltaf er brimlaust innan við rifið.
í Botni var löngum vel búið, en ekki eru sagnir mikl-
ar um bændur þar. Theodór Friðriksson rithöfundur
var þar í húsmennsku rétt fyrir aldamótin, nýkvæntur.
Bústofn hans voru þrettán kindur. Þá bjó þar góður
bóndi. Theodór lifði mest á sjávarafla. Þannig var þá
víða í Fjörðum: Allmannmörg heimili bændanna, en
auk þess hjáleigumenn, er reru á bátum þeirra.
Þess getur áður, að Geirfinnur Magnússon, garpur-
inn, sem Theodór nefnir svo, fluttist frá Keflavík að
Botni 1907. Sonur hans Þórhallur tók þar við búi og
bjó í Botni til 1944. Þá fluttist hann til Svalbarðsstrand-
ar og keypti nýbýlið Ásgarð 1947 og hefur búið þar
síðan.
Hóll í Þorgeirsfirði stóð nálægt því 20 mínútna gang
innar í dalnum en Botn. Þetta var landrúm jörð og gras-
gefin, en snjóþung. Hólsbændur sóttu jafnan sjó frá
Botni og höfðu þar fast uppsátur. Hóll var á engan hátt
slík kostajörð sem Botn, en þar var þó oft vel búið.
Rétt um aldamótin voru ung hjón í vinnumennsku
á Halldórsstöðum í Köldukinn, er hétu Hallgrímur
Grímsson og Svanfríður Kristjánsdóttir. Sá er þetta
ritar, man þau glöggt og fannst þau fríð og mannvæn-
leg. Þau hurfu norður í Fjörðu og urðu síðustu bú-
endur á Hóli í Þorgeirsfirði, fluttust þaðan alfarin vor-
ið 1927 með syni sínum Gunnþóri á nýbýlið Jaðar hjá
Svínárnesi á Látraströnd.
Þönglabakki. í Þorgeirsfirði voru aðeins þrír bæir,
og stendur Þönglabakki við austara fjarðarhornið, gagn-
vart Botni. Þetta var höfuðból byggðarinnar, landnáms-
jörðin, prestsetrið og kirkjustaðurinn. Þönglabakki átti
miklar lendur, nesið allt milli fjarða með ágætri fjöru-
beit og reka hvals og viða. Þá átti hann líka allan fjarð-
ardalinn austanverðan og beggja vegna hið innsta. Allt
þetta voru ágæt beitilönd, og sums staðar grösugar engj-
Túnið neðan við Látrabeeinn. Úts'ýni inn Látraströndina.
ar, og eigi svo snjósælt sem víða um Fjörðu, því að ým-
ist reif í austan- eða vestanátt.
Þarna var gott útræði. Klettur heitir Skolli í vallar-
fæti, á honum skellur brimalda og brotnar, svo að var
verður fyrir innan.
Löngum var margt skipa á Þorgeirsfirði í illviðrum.
Var þá gestkvæmt hjá klerkinum á Þönglabakka.
Þönglabakkaprestar þjónuðu einnig Flatey á Skjálf-
anda. Þangað var erfið sókn á sjó og landi. Einn þeirra,
Þorkell Þórðarson, fórst á messuleið og þrír menn með
honum árið 1693. Brauðið þótti bæði erfitt og tekju-
rýrt — oft sátu þar ungir prestar skamma hríð og biðu
betri brauða síðar.
Síðustu þrír prestar á Þönglabakka urðu þó býsna
þaulsætnir á brauðinu. Síra ]ón Reykjalín kom að
Þönglabakka 1863 og sat þar til 1888. Hann var ættað-
ur frá Reykjahlíð við Mývatn, af ætt Jóns Einarssonar,
er þar bjó lengi á 18. öld og var forfaðir fjölda Þingey-
inga; frá honum er meðal annars Gröndalsætt. Síra Jón
Reykjalín var mjög mikils virtur í sóknum sínum,
Fjörðum og Flatey. Á hans dögum reis þar upp mikil
útgerð, fólkinu fjölgaði og efnahagur batnaði.
Næsti prestur á Þönglabakka var síra Ámi Jóhannes-
son (síðar í Grenivík) fram á síðasta tug 19. aldar. Öll-
um gömlum Fjarðamönnum og Flateyingum kemur
saman um að dásama sr. Árna. Hann var glaðvær mað-
ur og ljúfur, hrókur alls fagnaðar og félagsfrömuður.
Meðal annars stofnaði hann lestrarfélag og gaf út sveit-
Heima er bezt 53