Heima er bezt - 01.02.1963, Side 20

Heima er bezt - 01.02.1963, Side 20
Ég deyði svo með áhyggju stórri, fékk þó legstað að Ljósavatni. Fimm hundruð síðan finnast ára og átta betur, að ég meina. Ónáttúran því ollað hefur, að hugurinn fylgdi huldu góssi. Eg hef þess vitjað oft og tíðum og getað ei legið ljúft í næði. Nú er fram komið það fyrr um kveðna, vil ég því héðan af værðar njóta. Þú ert sá, sem þínum föður aðstoð veittir hans efstu tíðir, eru þér heimilir aurar fornir, en gæfuraun nokkur get eg að verði, utan þig flyttir að Felli syðsta, ekkert mundi þá uppá saka, lóð sú mundi þér lukku tæra ekki síður en annars staðar. Þó féð ei snertir fingri þínum líka ég einu læt mig gilda. Farðu nú vel, eg fer að sofa fólgin í vígðu foldarskauti. Þetta var nú það, sem ég mundi fyrir víst, og lét ég það halda sér og tók ekkert frá. Mér þótti draumur þessi nokkuð undarlegur og sögulegur, svo ég sagði hann stöku manni. Nú fór ég að heyra sagnir og munn- mæli um það, að orð hefði leikið á, að það hefðu átt að sjást svokallaðir fjáreldar nálægt Felli, og það oftar en einu sinni. Einu sinni var maður á ferð þar nálægt um nótt. Þykkt var loft en veður blítt. Flann sá loga nálægt bænum í Felli, og ímyndaði hann sér, að eldur væri kviknaður annaðhvort í töðu eða bæjarhúsum, og fólk væri í svefni. Og í góða meining flýtti (hann) sér þangað, ef hjálpar þyrfti við. En þegar hann nálgaðist, hvarf log- inn. Hann gekk í kringum bæ og hús og varð einskis var, þótti þetta kynlegt, og fór svo leiðar sinnar. Það sem maður getur borið saman við drauminn er það, að faðir minn sálaðist sumrinu áður, og var hann eftir því sem hann minnti 86 ára, og hafði verið hjá mér í 13 ár. Það annað, að Fell hefur sjálfsagt sótt Ljósa- vatnskirkju frá því hún var byggð og kristni lögtekin. Annað verður ekki neitt sagt um. Nú voru flestir á því, að ég endilega fengi Fell til ábúðar, en ég lagði aungvan trúnað á þetta rugl og bjó á Rauðá til 1851 og vegnaði ekkert síður eftir en áður, og dreymdi aldrei neitt þessu viðvíkjandi framar. E. S. Handrit að draum þessum léði Þórður Jónatansson, bóndi á Ongulsstöðum mér, og mun það úr safni föður hans, Jónatans Þorlákssonar fræðimanns á Þórðarstöðum. Fróðlegt þætti mér, ef einhver, sem til þekkti, gæti gefið mér upplýsingar um dreym- andann, Erlend Sturluson eða afkomendur hans, og hvort nokk- ur möguleiki væri á að rekja ættir hans aftur í tímann. Draum- urinn er prentaður orðrétt, en stafsetning breytt til nútímahorfs. Þó hefi ég látið orðmyndir eins og hönum, hvörjum og aungv- um, haldast. St. Std. Daprir eru haustdagar Daprir eru haustdagar og dimmar nætur, dauðinn býr í leynum. Langt er að líta til ljósra nátta og blómvara á bala brosa mót sól. Hrollsvöl er jörðin í haustsins kyljum, naktar hnípa greinar, nár er gróður allur. Hvar er að finna fegurð, sem töfrar, er færir huga birtu og hjarta djúpa ró. Jú, þú átt sama ljómann lokkabjarta kona í kalsa hausts og hreggi og hlýju vorsins kveldi, þú fölnar ei sem fjólan, þinn faðmur sífellt angar, því krýp ég þér ldökkur og kyssi þínar varir. Þá er sól í suðri þótt söngli hríð við glugga. Már Snædal. Það vorar fyrir norðan Því hrópar þú í heimsins ysi? Hver heyrir það í múgsins fótataki og hásu glamri á grjóti í fjöldans borg? Það skynjar enginn bæn í brjósti þínu né brostna von er ræður hjarta þínu. Það ríkir vor í voröld fyrir norðan vindar hlýir strjúka tún og engi og munablóm úr moldu skjóta rótum. Það nemur enginn hróp ins særða hjarta í hásum glaum á köldu borgarstræti. Hver flutti boð til Berghildar í dalnum að brjóst þitt sé týnt og þrái að leita hvíldar í ómynni því, er aðeins hún gat búið útlægri sál.------ Nú vorar fyrir norðan. Már Snædal. 56 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.