Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 22
4. Ólafsvíkurdals-ölkeldu undir Jökli.
5. Tvær litlar ölkeldur. Önnur nálægt bænum að
Hrísum í Fróðárhreppi, en hin í nesinu milli
Hellnafells og Grafar í Eyrarsveit.
6. Ölkelda á túninu á Eiði í Eyrarsveit, og heitir
Eiðis-ölkelda.
Eina ölkeldu nefna þeir félagar Eggert og Bjarni ekki,
sem alkunn var um og eftir síðustu aldamót, en mun nú
horfin að mestu, en það er Oddastaða-ölkelda í Hnappa-
dal. Þeirri ölkeldu lýsir Guðlaugur Jónsson lögreglu-
þjónn í Reykjavík þannig, að hún hafi verið í lítilli
vík í Oddastaðavatni á milli bæjanna Ölvis-kross og
Oddastaða. Þegar Guðlaugur var lítill drengur á Krossi,
var hann oft látinn sækja ölkelduvatn til drykkjar í
þessa ölkeldu, en vikin, sem ölkeldan var í, var kölluð
Ölvík eða Ölvik.
En hvernig því víkur við að allar þessar ölkeldur eru
á Snæfellsnesi, en lítið eða ekkert annars staðar á land-
inu, er mér óleyst ráðgáta, og lítið held ég að ölkeld-
urnar hafi verið rannsakaðar síðustu áratugina. Þeir fé-
lagar Eggert og Bjarni segja hið sama um Rauðamels-
ölkeldu og Þorvaldur Thoroddsen, að ölið í henni sé
tærara, bragðbetra og léttara en í öðrum ölkeldum.
Ein er sú ölkelda, sem þeir Eggert og Bjarni segja að
sé horfin að mestu, en hafi áður verið talin merkileg,
en það er Hítardals-ölkelda í Hítardal. En frá henni er
mikið sagt í Konungsskuggsjá. Er þar sagt að menn
geti orðið ölvaðir eða ringlaðir, ef þeir drekka ölið úr
henni á fastandi maga. Sama var sagt um ölið úr Ósa-
kots-ölkeldu. Hítardals-ölkelda mun nú alveg horfin
eða þornuð upp.
En þrátt fyrir þær sögur er svona mynduðust fyrr á
öldum um einstakar ölkeldur, þá er það auðfundið á
Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, en þeir ferðuðust
um landið laust eftir miðja 18. öld, að þá hefur fólk
almennt haft tröllatrú á ölinu úr ölkeldunum, og yfir-
leitt hafa þeir, sem nærri bjuggu ölkeldunum drukkið
ölið, jafnvel daglega með mat.
Fyrir 8—10 árum kom ég oft að Ölkeldu í Staðarsveit,
gisti þar og naut frábærrar gestrisni. Þegar fólkið var
tilbúið að setjast að matborði, hljóp einhver út í ölkeld-
una með stóra könnu eða brúsa, — en ölkeldan er í miðju
túninu, — og sótti öl til að drekka með matnum. Ef ein
flaska af sitrón var látin út í svo sem 3—4 lítra af ölinu,
varð það bragðgóður og sérlega hressandi drykkur.
Flúsbóndinn, Gísli Þórðarson, sem nú er látinn, hafði
tröllatrú á ölinu, bæði fyrir menn og skepnur. Taldi
hann að ölið forðaði frá kvefi og ýmsum kvillum í
fólki, og fyrir skepnur taldi hann ölið mjög heilnæmt.
Einu sinni kom ég að Ölkeldu í Staðarsveit að sum-
arlagi með fjölskyldu mína. Við drukkum ölið óspart
hjá sjálfri uppsprettunni. Nú langaði okkur til að fá öl
með okkur. Nóg var til af því, og ekki sá á uppsprett-
unni, þótt af henni væri ausið. Við vorum með hita-
brúsa og flöskur, sem við reyndum að loka sem bezt.
Við fylltum öll ílátin og ókum svo í skyndi í gististað
að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Leiðin þangað
er um 30 km, eða um hálftíma akstur, en þegar þangað
var komið, var ölkelduvatnið orðið alveg bragðlaust.
Venjulegt öl hefði ekki dofnað á svo skömmum tíma
í þessum ílátum.
Þeir félagarnir Eggert og Bjarni lýsa í bók sinni
hryggð sinni yfir því, hve íslendingar geti lítið notið
þessara heilsubrunna, og sakna þess sárt, að aðrir þegn-
ar ríkisins — þ. e. Danir, skuli ekki geta notið þessa heil-
næma öls, en því miður segja þeir, dofnar það við flutn-
inga. í Þýzkalandi segja þeir að víða séu reist heilsu-
hæli við slíka heilsubrunna. Um lækningamátt ölsins
segja þeir: „Það læsir sig í gegnum líkamann, styrkir
sinarnar, örvar og eykur útgufunina, dregur úr sýru
magans, gerir líkams-saftirnar þunnar o. s. frv.“
Þá ætla ég að lokum að rekja nokkuð sögu Rauða-
mels-ölkeldu og fer þar að mestu eftir heimildum þeim,
sem Guðlaugur Jónsson lögregluþjónn hefur dregið
saman:
Ölkeldan liggur, eins og að framan er sagt, skammt
frá kirkjustaðnum og sögufræga bænum Rauðamel ytri
í Eyjahreppi, norðanvert við „inelinn rauðau. En undir
þeim mel lagðist hryssan Skálm undir klifjum, eins og
segir í Landnámu. Enn er ekki bílfært alveg að ölkeld-
unni, og koma þangað færri þess vegna. Ölkeldan lætur
ekki mikið yfir sér og hún var upphaflega uppspretta
lítil að ummáli undir mýrarþúfu. Seinna var ölkeldan
grafin upp og hlaðin upp, eins og brunnur og er sú
hleðsla enn við líði. Fyrr á öldum fylgdi ölkeldan jörð-
inni Rauðamel, og er svo að sjá af gömlum skjölum og
sögnum, að öllum hafi verið heimil dvöl þar, án endur-
gjalds. En þeir, sem þar vildu dveljast, sér til hressing-
ar, urðu að búa í tjöldum, eða koma sér fyrir á næstu
bæjum. Hefur það verið erilsamt fyrir hálflasið fólk,
að ferðast daglega fram og aftur til ölkeldunnar, en
allir vildu helzt drekka ölið ferskt á bökkum ölkeld-
unnar. En þó eru til sagnir um það, að menn hafi kom-
ið langt að með ílát á klifjahestum undir ölið, sem menn
ætluðu að drekka sér til heilsubótar. Hefur það fólk
trúað því, að ölið héldi sínum lækningamætti, þótt
bragðið hyrfi og ölið dofnaði, og liti út eins og venju-
legt vatn.
Sagnir eru um að ýmsir merkismenn hafi dvalið við
Rauðamels-ölkeldu sér til heilsubótar. Má þar fyrstan
nefna Pétur Hafstein amtmann, föður Hannesar Haf-
steins ráðherra. Er sagt að hann hafi dvalið hjá prestin-
um í Miklaholti. Ef hann hefur ætlað sér að drekka öl-
ið ferskt, daglega við ölkelduna, hefur hann orðið að
fara 12—15 km leið fram og aftur daglega, um veg-
lausa, blauta flóa, og grýttar götur um hlíðar og mela-
börð. Ekki fylgir það sögunni, hvort hann fékk nokkra
heilsubót við ölkelduna, en talið er, að hann hafi eftir
þetta sent árlega eftir öli frá Möðruvöllum í Rauða-
mels-ölkeldu, og hét sá Jóhann, sem ölið sótti. Var hann
jafnan nefndur Öl-Jóhann. Frá þessu sagði háöldruð
kona, Kristín Benjamínsdóttir á Snorrastöðum, en hún
er látin fyrir fáum árum hátt á tíræðis-aldri. Fleiri
mönnum mundi hún eftir, sem sóttu öl langt að. Þor-
58 Heima er bezt