Heima er bezt - 01.02.1963, Side 25
Ljóðaþáttur
Tvær frúr á Akranesi senda þættinum bréf og segj-
ast jafnan lesa ritið Heima er bezt og þakka efni þess. I
bréfinu segja þær meðal annars þetta:
„Nú langar okkur til að vita, hvort þið getið ekki
haft upp á gömlu kvæði fyrir okkur og birt það í blað-
inu og jafnframt, hver sé höfundur þess. Við látum hér
fylgja fyrstu vísuna, sem við lærðum, þegar við vorum
litlar stelpur. Við höldum að kvæðið sé mikið lengra,
en höfum ekki getað haft upp á því. — Fyrsta vísan er
svona:
Segðu mér söguna aftur,
— söguna þá í gær, —
um litlu stúlkuna ljúfu
með ljósu flétturnar tvær.“
Þetta var kafli úr bréfinu frá þessum tveimur ágætu
konum. Ég get sagt sama og þær. Þetta ljúfa ljóð lærði
ég, þegar ég var smábarn og enn í dag er það raulað
með sínu lagi, einkum við litlar Ijóshærðar stúlkur, eins
og t. d. „Stígur hún við stokkinn" og fleiri slíkar barna-
gælur. En aldrei hafði ég leitt hugann að því, hver væri
höfundur Ijóðsins, fyrr en ég fékk þetta bréf. Fór ég
þá að forvitnast um þetta ljóð í vísnasöfnum, sem gefin
hafa verið út og fann það í Vísnabókinni, sem dr. Símon
Jóh. Ágústsson safnaði ljóðum í og út var gefin 1948.
Þar er Ijóðið prentað á bls. 81, en höfundar ekki getið.
Ég átti svo símtal við dr. Símon og sagðist hann nú
vita hver höfundurinn væri. Höfundurinn er Jóhann
Magnús Bjarnason þjóðskáld Vestur-íslendinga. Kvæð-
ið er birt í litlu ljóðakveri hans, sem gefið var út árið
1898.
Hér verður kvæðið birt allt, en fyrsta vísan, sem
borizt hefur víða um land, er aðeins öðruvísi, en hún
er í bókinni. Þetta ljúfa litla ljóð er upphaf á sorgar-
kvæði eða sorgarsögu um litla stúlku, sem send er nauð-
ug til Ameríku. — Kvæðið heitir:
LITLA STÚLKAN.
Segðu mér söguna aptur — söguna þá í gær —
um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og
ljósu flétturnar tvær.
Var hún ekki fædd úti’ á íslandi, og alin þar upp á sveit,
og send hingað vestur á sveitarinnar fé —
með saknaðartárin heit?
Hún var þrettán ára, ’eða þar um bil. —
Jú það voru þín orð.
Þú sagðir, að sárt hefði’ ’ún grátið,
er settu þeir hana um borð;
Og þá gusurnar gengu’ yfir skipið,
sem gnötraði og veltist á hlið,
þá bað hún svo vel, og þá bað hún svo heitt:
„æ blessaðir snúið þið við!“
Aumingja barn! Það var ósköp sárt!
en átakanlegra var hitt,
þegar vestur kom til Vinnipeg,
og vildi sjá skyldfólkið sitt,
að fólkið hennar var farið — hún fann það ekki þar.
Þú sagðir, að þér hefði runnið til rifja,
hve raunaleg hún var
í innflyténda-salnum, er sat hún
svo sakleysisleg og hljóð,
og reyndi að hvlja með hyrnunni sinni’
’ið heita táraflóð.
Var kyn þó væri” hún döpur?
Og víst var það nokkuð hart,
að segja við ’ana: „Hættu að hrína!
Hestarnir koma nú snart. —
Með karlinum keyrirðu út á land,
og kemst þar í góða vist.
Skældu ekki meira! — Skárr’ er það! —
Jeg skal nú verða bist!
Svo fór hún einhverja langa leið út á land. —
Eða var ekki svo?
Og fremur gott var fólkið við hana fyrstu dagana tvo.
En svo þrutu gæðin meir og meir;
Og margsinnis var það hún grét,
þá kerlingin kreppti hnefann, og karlhrófið fólslega lét.
Þau börðu’ hana, trúi’ jeg, svo bólgin hún var,
og blæddi’ undan svipunni þrátt;
þau létu’ hana vinna, þó væri hún sjúk —
já, vinna allt stórt og smátt.
Henni leiddist svo mjög; hana langaði heim.
Já, láttu mig heyra um það,
þegar hún tók til þess barnslega bragðs,
að búast um nótt af stað.
Hún komst út um gluggann með kistilinn sinn; —
en koldimm var nóttin og löng —
svo hljóp ’hún til skógar, eins hart og ’hún gat. —
Hún hræddist ei myrkviðar-göng.
Hún þekkti’ enga leið, eins og vonlegt var.
Hún villtist. Hún missti þrótt.
Og hver getur sagt, hvert hún lenti,
eða hvað hún leið þá nótt?
En líklega hefur hún lagt sig til svefns,
þá lúin hún orðin var,
og ef til vill aldrei vaknað — já, andast í skóginum þar.
Já, hver- getur sagt, hvaða þrautir hún leið,
eða hvernig hún lífinu sleit?
Opt hefur verið að því spurt, en enginn maður það veit.
Æ segðu mér söguna aptur — söguna þá í gær —
um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og
og Ijósu flétturnar tvær.
Heima er bezt 61