Heima er bezt - 01.02.1963, Side 26
Hér koma svo að lokum tvö ljóð. Höfundur Ijóðanna
er Jenni Jónsson og hann hefur líka samið lögin. Al-
freð Clausen hefur sungið Ijóðin í útvarp. Jenni Jóns-
son er vel þekktur dægurlaga- og Ijóða-höfundur. Ljóð-
ið Ommubæn er mikið sungið í óskalagaþáttum útvarps-
ins. — Fyrra Ijóðið heitir:
KVEÐJA SJÓMANNSINS.
Kæra kveðju sendi ég heim af sænum.
Sækir heimþrá löngum huga manns.
Heim á leið mig flytur fley,
til feðra minna draumalands.
Tíminn er á stundum lengi að líða.
Ljúfir heima ástvinirnir bíða.
Heim á leið mig flytur fley,
til feðra minna draumalands.
Þar sem allar óskir rætast,
elskendur og vinir mætast.
Astarheitur kysstur koss.
Glaðir heim með góða veiði,
glatt skín lífsins sól í heiði.
Heima að vera er hjartans hnoss.
Kæra kveðju sendi ég heim af sænum.
Sækir heimþrá löngum huga manns.
Heim á leið mig flytur fley,
til feðra minna draumalands.
Síðara ljóðið heitir:
MAMMA MÍN.
Ég man það elsku mamma mín, hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér, var kærust óskin mín.
Þá söngst þú við mig lítið lag, þín ljúf var rödd og vær.
Ó elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær.
Ró ró, ró ró, o. s. frv.
Ég sofnaði við sönginn þinn, í sælli aftanró.
Og varir kysstu vanga minn, það var mín hjartans fró.
Er vaknaði ég af værum blund, var þá nóttin fjær.
Ó elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær.
Ró ró, ró ró, o. s. frv.
Og ennþá rómar röddin þín, svo rík í huga mér.
Er nóttin kemur dagur dvín, í draumi ég er hjá þér.
Þá syngur þú mitt litla lag, þín Ijúf er rödd og vær.
Ó elsku hjartans mamma mín, þín minning er svo kær.
Ró ró, ró ró, o. s. frv.
Amdís á Fosshólum hefur spurt um kvæðið Þorgeir
í Vík. Höfundur kvæðisins er Henrik Ibsen, en Matthías
Jochumsson hefur þýtt kvæðið á íslenzku. Þorgeir í
Vtk er talið eitt stórbrotnasta kvæði, sem til er á Norð-
urlandamálum. Hafa þeir lagst á eitt með að fullkomna
þetta mikla listaverk, höfundurinn Ibsen og þýðandinn
Matthías Jochumsson. Kvæðið er mjög langt og ekki
af þeirri gerð, að það geti birzt í þessum þætti.
Það er sama, hvort Haukur Morthens syngur gam-
alt Ijóð við nýtt lag, eða nýtt ljóð við gamalt lag, eða
gamalt ljóð við gamalt lag, eða nýtt lag við nýtt ljóð.
Ljóð og lag verður strax á allra vöram. Síðustu vikurn-
ar hafa tvö lítil ljóð og lög verið mjög vinsæl í útvarps-
dagskránni, en það eru ljóðin: Blátt lítið blóm eitt er
og Vinarkveðja. Fyrra Ijóðið kunna allir, en hitt ljóðið
birtist hér:
VINARKVEÐJA.
Bezti vinur bak við fjöllin háu,
blærinn flytur mín kveðjuorð til þín,
hvíslar í eyra ljúfu Ijóðin smáu,
löng er biðin unz kemur þú til mín.
Manztu ekki sumarkvöldin sælu,
er við sátum við dalsins tæru lind
og hlýddum undurhljóð á hörpu minnar óð
og ortum fögur ástarljóð.
Er ég vaki um nætur og vænti þín,
það vorar, allt grætur þig, ástin mín.
Þegar vorfuglar kvaka, komdu vina til baka,
og við vökum og dönsum
meðan vornóttin dvín.
Höftindur þessa ljóðs er Theodór Einarsson.
Þeir, sem muna ljóð og dægurlög frá árunum 1935—
1940, kannast eflaust við ljóð og lag, sem þá var mikið
sungið og nefnt var Heyr mitt Ijúfasta lag. Enn eru
hljómplötur með þessu ljóði leiknar í útvarpi:
Heyr mitt ljúfasta lag,
er ég lék forðum daga
fyrir ljóshærða stúlku, sem heillaði mig,
þegar ungur ég var.
Þá var sumar og sól,
og við sátum í lundi.
Ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt,
þegar hjarta mitt stundi.
Og þegar strengimir túlka mitt Ijúfa ljóð,
þá leitar hugur minn ætíð á forna slóð.
Heyr mitt ljúfasta lag,
þar sem hjarta mitt kallar
hinar ljóshærðu stúlkur, sem hlusta á mig,
ég vil heilla þær allar.
Stefán Jónsson.
62 Heima er bezt