Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 29
og veru ekki hugmynd um, hvað ég vildi. Bak við glæsi- lega mynd Hans sá ég annað andht, toginleitt og alvar- legt. Ég tautaði nöfn þeirra beggja fyrir munni mér eins og til að vita, hvernig þau hljómuðu. Ég varð að efna loforð mitt við pabba, en Hans var svo ákafur og ör, og ég vissi ekki, hvort mér tækist, eða kærði mig um að standast ágengni hans. Loforð mitt var mér eins konar skjól og skjöldur, meðan ég var að átta mig bet- ur á sjálfri mér. En ég vissi, að gæfi ég Hans enga von, væri ég búin að tapa honum til annarrar eftir 3 ár. En var það ekki einmitt það, sem pabbi hefði viljað? Ég var með höfuðverk af þessum flóknu hugsunum og ákvað að sigla milli skers og báru, segja aldrei neitt ákveðið, en slá úr og í. Við Hans fórum saman á skíði og skauta. Það var ágætt skautasvell í útjaðri þorpsins, og oftast var þar fjöldi af ungu fólki á góðviðriskvöldum. Hans vildi ekki slást í hópinn og fara í leiki með unglingunum, heldur hélt hann sig alltaf sem lengst frá landi, og ég varð nauðug viljug að fylgja honum. Oneitanlega vöktum við athygli. Ég var í nýtízku skautabúningi, og Hans í svörtum buxum og svartri peysu. Það sló oftast þögn á hópinn, meðan við skautuðum framhjá. Hans bað mín nærri því á hverjum degi, en mér tókst alltaf að slá því upp í gamanmál. En eitt kvöldið, þeg- ar við vorum lengst út á vatninu, krafðist hann ákveð- ins svars. „Gifstu mér strax, Sóley, strax,“ sagði hann og hélt mér eins og í heljargreipum. Ég reyndi að snúa mig af honum, en hann var svo miklu sterkari. „Svaraðu mér strax, nú duga engar undanfærslur lengur!“ Mér virtust augu hans loga, og fingur hans læstu sig inn í handleggi mína eins og járnklær. „Pabbi lét mig lofa sér að giftast ekki, fyrr en ég væri orðin tuttugu og eins árs,“ stamaði ég upp úr mér, mér var orðið um og ó að vera ein með honum. Þegar hann var í þessum ham, sveifst hann einskis. Hann losaði tökin á mér og tautaði eitthvað, sem ég gat ekki greint. Við lögðum af stað heimleiðis, Hans úfinn og vonzkulegur á svip, ég dauðfegin að hann hætti þessum tilgangslausu samræðum. Á miðri tjörninni snarstanzaði hann allt í einu. „Þú getur þó lofað, að það skuli aldrei verða neinn annar en ég, því þú ert mín, skilurðu það.“ „Við getum beðið,“ sagði ég, ákveðin í að láta hann ekki þvinga mig til neins. „Ég finn, að það er eitthvað öðruvísi á milli okkar en áður var, Sóley, segðu mér hver er hann, þó ekki sá gamli?“ Ég fór að hlæja og renndi mér aftur af stað með Hans á hælunum, en hann vildi, að ég svaraði sér hreint út. „Er það gamli!“ hvæsti hann, og augu hans skutu gneist- um. Ég varð bálvond og sleit mig af honum. „Eg er ekki enn orðin þín, Hans, og verð líklega aldrei. Og hvað þeim „gamla“ viðvíkur, hefur hann marga kosti, sem ekki finnast hjá þér. Ég væri ekkert á móti því, að hann færi að líta mig hýru auga!“ Ég flýtti mér allt hvað af tók yfir ísinn og alla leið inn á milli húsanna, sem stóðu á tjarnarbakkanum. Hans reif vonzkulega af sér skautana, en bauð mér enga hjálp. Ég fór beina leið upp í herbergi mitt, og Hans fylgdi mér fast eftir. „Góða nótt,“ sagði ég og reyndi að hafa vald á rödd- inni, en Hans tók um handlegginn á mér og opnaði hurðina með hinni hendinni, og hægt en ákveðið reyndi hann að ýta mér innfyrir dyrnar. „Hans, ég vil ekki, að þú komir inn með mér,“ sagði ég og var orðin hálf smeyk, þó ég reyndi að bera mig vel. Fótatak heyrðist í ganginum niðri. Hans bölvaði lágt, sleppti mér og skauzt inn í sitt herbergi. Ég stóð og gat mig ekki hreyft. Björn kom upp stigann. Hann leit á mig alvarlegur. „Góða nótt, Sóley. Ég vona að þú sért ekki strax bú- in að gleyma loforði þínu.“ Hann horfði fast á mig, en ég leit ekki undan. Svo rétti hann út höndina, eins og hann ætlaði að snerta mig, en hætti við það. Svipurinn mildaðist, svo brosti hann og ýtti mér hægt, en ákveðið inn í herbergið og lok- aði hurðinni. Ég heyrði hann opna hurðina að herbergi sínu. Svo opnaðist önnur hurð. Ég sneri lyklinum hægt. Hand- fanginu var ýtt niður, en of seint. Ég myndi ekki opna hurðina í nótt. Ég var reið við þá báða, því þurftu þeir að kvelja mig, sinn með hvoru móti. Björn virtist skjóta upp kollin- um á ólíklegustu stöðum, værum við Hans þar tvö ein. Það var eitthvað grunsamlegt við þetta. Hvað hafði fólkið hérna á móti Hans? Anna og jafnvel Páll höfðu það til að rekast inn í herbergi mitt á ólíklegustu tím- um dags, og stundum var erindi þeirra svo smávægi- legt, að ég fór að hafa það á tilfinningunni, að ég væri vöktuð. Það var fleira, sem mig langaði til að fá skýringu á. Einn daginn þegar ég hafði verið að segja Hans litla á sjúkrahúsinu sögu um Ijóta galdranorn, sagði hann allt í einu ákafur: „Veiztu að það er vitlaus kona uppá háaloftinu héma?“ Ég fór að hlæja og hélt, að þetta væri bara bull, en Hans litli var nú ekki alveg á því. „Ég heyrði, þegar Anna á Læk var að segja við Gunnu systur, og þær héldu að ég væri sofandi, að henni væri víst ekki neitt að batna.“ Gömlu mennirnir hóstuðu báðir í einu ákaflega, og annar þeirra bað mig að sækja fyrir sig vatn í glas. Þeg- ar ég kom inn aftur, hlustaði ég við dymar. Þeir vora að láta strákinn lofa einhverju og þeir lofuðu honum súkkulaði í staðinn, ef hann segði ekki neitt, þegar ég kæmi inn. „Víst er hún vitlaus,“ maldaði Hans litli í móinn, en Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.