Heima er bezt - 01.02.1963, Qupperneq 30
þeir lofuðu honum stórum poka af karamellum og
myndabók að auki, ef hann steinþegði um þetta.
Það var steinhljóð, þegar ég kom inn aftur, en Hans
var íbygginn á svipinn og deplaði augunum til félaga
sinna, þegar hann hélt, að ég tæki ekki eftir því.
Um kvöldið spurði ég Onnu gömlu, hvernig hefði
getað staðið á þessu bulli í drengnum.
Hún horfði á mig svo ósegjanlega raunamædd á svip-
inn, en sagði að ekki mætti taka allt alvarlega, sem börn
segðu, þau bulluðu svo margt. Eg var samt alveg viss
um, að þetta væri ekki eintóm vitleysa í stráknum. Það
væri einhver leyndardómur falinn uppi á háalofti sjúkra-
hússins.
IV.
Nokkrum dögum síðar vaknaði ég eina nótt snemma
við fótatak og hvíslandi mannamál. Ég læddist fram að
hurðinni og kíkti gegnum skráargatið. Ég sá Björn
hörkulegan á svipinn og Hans, sem var að klæða sig í
kuldaúlpu. Hann var þungbrýnn, en þó hálf flóttaleg-
ur. Þeir skiptust á orðum í hálfum hljóðum, en ég
heyrði ekki orðaskil.
Loks var Hans tilbúinn og gekk fram ganginn og
Björn á eftir honum. Mér stóð ógn af svipnum á hon-
um. Það var eins og hann væri að leiða bróður sinn til
aftöku. Ég læddist fram á ganginn, þegar þeir voru farn-
ir út, og horfði út um gluggann á eftir þeim og sá, að
þeir gengu inn veg í áttina til sjúkrahússins.
Tungl óð í skýjum, og allt var svo hljótt og drauga-
legt, sem mest mátti verða. Ónotahrollur fór um mig,
— hvað var að ske? Lengi lá ég í rúminu og skalf af
kulda og kvíða. Þeir komu ekki aftur, og undir morg-
un sofnaði ég loks..
Anna gamla var auðsjáanlega ósofin, þegar ég kom
niður rétt mátulega í hádegismatinn. Hún var rauð-
eygð og föl, eins og hún hefði grátið. Við Björn borð-
uðum tvö. Páll hefði lagt sig, sagði Anna, en Hans
væri úti. Anna leit spyrjandi á Björn, og hann kinkaði
kolli samþykkjandi. Svo sneri hann sér að mér og sagði:
„Sóley mín, Sæunn vinkona þín dó í morgun.“
Ég gat engu svarað, gekk út úr eldhúsinu og upp í her-
bergi mitt. Það var kjánalegt að gráta, þó Sæunn væri
dáin. Hún var búin að þjást svo mikið síðustu dagana
og vikurnar, að dauðinn hlaut að vera fyrir hana eins
og frelsandi engill.
Þó grét ég. Allar bernskuminningarnar leituðu fram
í huga mínum. „Pabbi, mamma,“ snökkti ég niður í
koddann, og einmanatilfinningin gagntók mig. Því fékk
ég ekki heldur að deyja, en Sæunn að lifa? Hún hafði
þráð lífið og vin sinn. Én hver var vinur hennar? Hvers
vegna hafði Björn sótt Hans í nótt? Var það hann?
Illur grunur læddist inn hjá mér, ég varð að fá að vita
þetta.
Björn stóð við gluggann, þegar ég kom inn í her-
bergið hans, ég hafði gleymt að drepa á dyr.
„Sóley,“ sagði hann lágt, þegar hann varð mín var.
„Komdu hingað til mín.“
Ég gekk út að glugganum, og hann lagði handlegg-
inn um herðar mínar. Ég skalf ofurlítið, en ekki af
kulda.
„Hvað langar þig til að spyrja mig um?“ sagði Björn
loks án þess að líta á mig.
„Hvers vegna sóttir þú Hans í nótt? Var hann vinur
Sæunnar? “
Sem snöggvast læsti hann fingrunum inn í handlegg-
inn á mér. Svo sagði hann lágt:
„Sæunni langaði til að kveðja hann. Þau þekktust
sem börn.“
„Var Hans maðurinn, sem hún vonaðist eftir?“
Björn svaraði ekki strax, heldur horfði út um glugg-
ann.
„Þau voru aðeins góðir vinir, held ég,“ sagði hann
loks dræmt.
Það var eitthvað skrýtið við þetta. Því hafði Hans
ekki heimsótt hana fyrr?
Björn sneri mér að sér, tók undir hökuna á mér og
horfði fast í augu mín. Eitt augnablik óskaði ég þess, að
hann kyssti mig, óskaði þess svo heitt og innilega, að
ég fann verk fyrir brjóstinu og átti bágt með að stilla
mig um að leggja hendumar um háls hans. En hann
strauk aðeins fingmnum niður kinn mína hægt og blíð-
lega og sagði:
„Gráttu ekki Sæunni, vina mín, hún er mildu sælli,
þar sem hún er nú, en meðan hún var hjá okkur.“
Svo sleppti hann mér allt í einu og stakk höndunum
í vasana, en ég stóð eftir svona undarlega sorgmædd og
einmana.
Næstu daga dróst varla orð út úr Hans, nema þegar
við vorum tvö ein. Þá gat hann talað og talað, elskuleg-
heit hans vora farin að þreyta mig.
Einn daginn fékk hann litla bílinn lánaðan hjá Páli.
Björn var í sjúkravitjun út í sveit á stærri bílnum. Ég
bjó mig í skyndi, því Hans rak á eftir mér í sífellu.
Veður var frostlaust, en samt kalt í lofti. Vegurinn var
fljúgandi háll, og ég varð strax hrædd. Hans ólc alltaf
eins og glanni, og mér hafði aldrei fundizt hann fara of
hart, hafði heldur eggjað hann en hitt. En nú þoldi ég
ekkert og bað hann því að aka ekki hratt. En þá leit
hann bara stríðnislega á mig og lék ýmsar hundakúnst-
ir, svo ég sat stíf í sætinu og reyndi að missa ekki vald
á sjálfri mér, hve hrædd sem ég varð.
Allt í einu snarstanzaði hann, svo bíllinn rann í hrin°-
, . O
a veginum. Eg æpti og greip dauðahaldi í hurðarhún-
inn, en Hans veltist um af hlátri.
„Hvernig geturðu látið svona, þegar þú ert hjá mér,
kjáninn minn litli,“ sagði hann og tók utan um mig.
„Treystirðu mér ekki lengur? Manstu ekki stundum,
þegar við ókum alla bílana af okkur, þá varstu með í
leiknum!“
„Ég er hrædd og get ekki að því gert, Hans,“ svar-
aði ég með grátstafinn í kverkunum.
Hans kyssti mig og lofaði bót og betrun, en mér leið
hörmulega og óskaði mér svo heitt og innilega heim
aftur.
66 Heima er bezt