Heima er bezt - 01.02.1963, Side 33

Heima er bezt - 01.02.1963, Side 33
um leið og vandamálin voru hugsuð og rædd. Það var bakað pottbrauð, það voru bakaðar kökur eða flat- brauð. Það voru steiktar flatkökur. Það var bakað jóla- brauð, það voru steiktar kleinur og lummur bakaðar á laugardagskvöldið. Hangikjötið var soðið á föstudag. Aðalveizlumaturinn átti að vera stórsteik og hangikjöt, flatbrauð, pottbrauð, og svo ostur, smjör og flot, að ógleymdum kakkþykkum rúsínugraut. Þá hafði hús- bóndinn komið með hressingu handa gestum, er hann kom úr kaupstaðnum. Já, það var mikið að snúast. Svo mikið, að húsfreyj- an vissi naumast, hvað hún átti að gera. Lá við að henni fyndist sér vera ofaukið, kannske ekki alveg að ástæðu- lausu. Því að svo var mál með vexti, að raunverulega voru húsfreyjurnar þrjár þessa dagana á Bökkunum. Jafnaðarlega mátti heita svo, að þær væru tvær, Kristín og Guðrún. Og nú hafði sú þriðja bætzt við, nefnilega Ólöf á Syðri-Völlum, sem þessa stundina var allt í öllu á Bökkunum eins og heima hjá sér. Kristínu fannst allt í einu hún vera aftur orðin heimasæta. Þegar tvíbur- arnir voru sofnaðir, fór hún austur í skemmu til Brynj- ólfs. Var hún létt á fæti og hélt á legli í annarri hendi með köldum drukk. Hún vissi, að fátt þótti Brynjólfi betra að fá en sýrudrukk, er heitt var í veðri og hann að keppast við vinnu. Enda tók hann nú við leglinum tveim höndum og setti á munn sér og teygaði stórum; sagði síðan og dæsti: „Þetta var gott.“ Kristín litaðist um í skemmunni. Hafði hún tekið stakkaskiptum. Var Brynjólfur að Ijúka við að slá sam- an borðum og bekkjum. Ekki seinna vænna, því að nú var langt liðið á laugardag. Gengu þau nú út í sumar- blíðuna og löbbuðu norður á tún. Þar voru nokkrir flekkir, sem Brynjólfur ætlaði að fara að taka saman. Þau voru að ræða um veizluna og undirbúning henn- ar. Brynjólfur fór eitthvað að minnast á kostnaðarhlið- ina. En Kristín vildi ekki heyra um það talað. „Það situr illa á þér,“ sagði hún í fullri alvöru, „að tala svona, og þurfa ekkert að kosta til brúðkaupsveizl- unnar okkar. Veiztu hvað mamma sagði við mig, og ég veit, að pabbi er líka sömu skoðunar.“ „Hvað var það?“ sagði Brynjólfur. „Það var það,“ sagði Kristín, „að með þessari veizlu eigum við að skapa okkur sess í hreppnum. Frá og með deginum á morgun á heimili okkar að komast í tölu myndariegustu bæja sveitarinnar. Er það kannske ekki nokkurs virði?“ Ekki gat Brynjólfur neitað því. Þau voru nú komin norður að á og settust niður á sama blettinn og sunnudaginn góða í fyrravor, þegar þau skruppu fram að Bökkunum rétt fyrir brúðkaup- ið. Þau minntust þess nú og rifjuðu upp hitt og þetta, er borið hafði fyrir þau þann dag. „Manstu, þegar við lágum hér á blettinum? Manstu eftir flugusöngnum? “ sagði hún, „hvað hann var yndis- legur.“ Jú, Brynjólfur var ekki búinn að gleyma því. „Og manstu líka eftir lambinu mínu og árans hrafn- inum? “ „Já,“ sagði Brynjólfur, „og þarna sérðu annan koma,“ bætti hann við og benti á hrafn sem kom svífandi með útbreidda vængi og renndi sér í boga yfir flekkina, sem Brynjólfur ætlaði að fara að raka saman. „Já, þetta er góður hrafn,“ sagði Kristín, „og spáir þerri.“ Brynjólfur horfði um stund eftir hrafninum. Svo stóð hann á fætur, leit til fjalla og í kringum sig og sagði: „Það bregzt ekld, það verður þerrir á morgun.“ „Sem betur fer,“ sagði Kristín. Hún var nú staðin upp líka og bjó sig til að fara. Þó staldraði hún enn við til þess að ræða við hann um morgundaginn. Þegar fólk kæmi frá kirkjunni, átti það að setjast til borðs. Að sjálfsögðu myndi borðhaldið standa yfir all- langan tíma. Að því búnu var meiningin, að fólk skemmti sér úti á túni fram eftir kvöldi. Var það aðal- lega með það fyrir augum, að dregið var að skíra þang- að til sunnudaginn í 14. vikunni, því að þá var gert ráð fyrir, sem og varð, að búið yrði að hirða af túninu. Seint um kvöldið átti svo að setjast til borðs aftur og drekka kaffi með bakkelsi. Var ekki búist við, að því yrði lokið fyrr en komið væri fram á nótt. Myndu menn þá fara að tínast á brott. „Og mjaltimar,“ sagði Brynjólfur, „hvernig fer með þær?“ „Það er búið að ganga frá því öllu saman,“ sagði Kristín. „Manga vill endilega mjólka æmar, en Gvend- ur smala. Sveinld ætlar að sækja beljumar og Gunna mjólkar þær. En nú verð ég að fara heim, tvíburarnir era kannske vaknaðir.“ Og svo sveif húsfreyjan af stað til bæjarins, baðandi út höndunum eins og vængjum. En húsbóndinn tók hrífuna sína og fór að raka saman flekldna. Snemma morguns sunnudag var fólkið farið að hreyfa sig á Bökkunum. Margt var enn ógert. Og snemma þurfti að leggja af stað til kirkju, því að ekki kom til mála að ríða hart með ungbömin. Og alveg bannað, að menn kæmu á harða spretti á eftir þeim, sem reiddu bömin. Því að þá gætu hestamir, þótt stilltir væru og vitrir, ef til vill gleymt sér og tekið sprettinn líka áður en nokkurn varði. í stuttu máli, það gæti valdið slysi. Þetta sagði hún Ólöf, og ekki meira um það. Enda gekk ferðin til kirkju slysalaust. Nema hvað Skjóni hnaut í ánni á heimleið, öllum til mildllar undr- unar. Það var ekki einleikið. Það lá við, að Ólöf hryti úr söðlinum með Kjartan litla í fanginu. Ekld var þetta því að kenna, að neinn kæmi á harða spretti á eftir. Það var öll varúð viðhöfð með það. í fyrsta lagi höfðu þau Ólöf og Brynjólfur lagt af stað frá kirkju um leið og búið var að blessa yfir söfnuðinum. Hafði maður haft hestana tilbúna við sálarhliðið. Þurfti ekki annað en stíga á bak. Þá lögðu og af stað Kristín og Guðrún. En þær riðu strax á undan. Kjartan aftur á móti, á Syðri-Völlum, fylgdist með þeim Ólöfu og Brynjólfi, Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.