Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 34
eða var í humátt á eftir til öryggis, til að gera aðvart, ef einhver skyldi koma í loftinu, sem þó var ólíklegt. Var svo lullað af stað og þess vænzt, að þau næðu heim að Bökkunum áður en hitt fólkið riði fram á þau, með því að prófastur hafði valið langan útgöngu-sálm, og meðhjálparinn, er bæn las í kórdyrum eftir messu, var mjög stirðmæltur. Þótti sumum sem hann ætlaði aldrei að geta lokið við bænina. Nú, og svo þurftu menn alltaf að spjalla saman eftir messu, og alllangan tíma tók að tína saman hrossin og leggja á þau. Þegar tekið var til- lit til alls þessa var búizt við, að þau yrðu komin heim að Bökkunum með hvítvoðungana á undan veizlufólki, enda tókst það. Þegar þau stigu af baki, voru fyrstu veizlugestir að koma fyrir hraunnefið norðan við á. Svo það var ekki vegna styggðar, að Skjóni hafði hnotið. Og Olöfu hafði orðið mikið um, með því að henni fannst, að hér væri eitthvað að verki, sem enginn gæti gefið skýringu á. Allir vita, að fall er farar-heill. En er menn koma að bæ sínum, þá .... Það gat ekki átt við hana. Hún átti ekki heima á Bökkunum. En drengur- inn? Annars tókst veizlan ágætlega. Og veðrið gat ekki betra verið, sólskin og þerrir allan daginn, eins og hrafn- inn hafði spáð. En ýmislegt var í sambandi við veizl- una, sem suma furðaði nokkuð á og pískrað var um. Til að mynda þetta, að þeir voru þarna bæði hreppstjór- inn og signorarnir af Uppbæjunum. Satt að segja vakti það einna mest athygli af öllu því, sem bar við í veizl- unni. Menn höfðu ekki búizt við, að þeir yrðu þarna. Enda er óhætt að fullyrða, að þeir bjuggust ekki við því sjálfir. Nema hreppstjórinn, hann hafði hvorki bú- izt við því né hinu, ekkert hugsað um það. Öðru máli var að gegna um Uppbæja-bændur. Þeir urðu hlessa, er þeir fengu boðið; vissu raunar ekki, hvern skilning þeir áttu að leggja í það. Þegar Jón fekk skilaboðin, þá varð honum það fyrst fyrir, að hann hló. Svo hrækti hann. Því næst fór hann að hugsa málið. Hvem sjálfan ekkisen átti þetta að þvða? Hvað bjó undir þessu? Ábyggilega kom þetta frá Kjartani á Syðri-Völlum. Átti þetta að vera storkun, eða hvað? Eða stríðni? Ögr- un? Átti að auglýsa, hvað tengdasonurinn var búinn að búa vel um sig þarna fyrir sunnan brunann? Öll sveitin átti að sjá það, og hann Jón Bárðarson sjálfur að standa álútur og horfa á alla dýrðina? Auðvitað var það meiningin hjá Kjartani með meiru enn verra. Hann þekkti peyja! Ekki skyldi hann fara fet og ekki spor. En eftir á að hyggja, þetta hlaut að vera misskilningur: „Hver kom með þessi skilaboð?“ kallaði hann fram. „Hann Sveinki,“ var svarað. „Hann Sveinki?“ át Jón eftir, „hálfvitinn? Það lá að! Nú fer ég að skilja. Er hann farinn?“ Nei, Sveinki var ekki farinn. „Látið hann koma hingað til mín.“ Og Sveinka litla veittist sú virðing að standa frammi fyrir Jóni ríka á Skarði inni í hans eigin kamersi. Strák- ur horfði niður á tæmar á sér. Jón hvessti á hann aug- un. „Varstu með skilaboð til mín?“ „Já.“ „Hvernig voru þau?“ „Skarðsbóndinn er beðinn að koma fram að Bökkun- um á sunnudaginn kemur og verða þar í skírnarveizlu." „Og hver biður Skarðsbóndann um það?“ „Hjónin á Bökkunum.“ „Heldurðu að þú hafir ekki villst, karlinn, með skila- boðin?“ „Nei.“ „Ertu viss um það?“ „Já.“ , „En ef ég trúi nú ekki, hvað þá?“ Sveinki fálmaði niður í vasa sinn og dró upp bréf. Hann fletti því í sundur og las: „Signor Jón Bárðarson bóndi á Skarði er beðinn að heiðra hjónin á Bökkunum með nærveru sinni á sunnu- daginn kemur. — Brynjólfur NikuIásson.“ „Hverslags er þetta!“ hrópaði Jón. „Og þykist þú kunna að lesa?“ Hann hrifsaði blaðið af stráknum oe las það sjálfur. Svo sagði hann: „Og hvers vegna Iéztu mig ekki hafa þetta blað strax? “ „Vegna þess, að húsbóndinn sagði mér að fara með skilaboðin. En um leið og ég var að leggja af stað bað hann mig að hinkra við. Kom svo með þennan miða til mín og sagði: — Fáðu honum þetta, ef hann trúir þér ekki. — Ég gerði eins og hann bað mig.“ Jón var engu nær. Svo lét hann strákinn fara sína leið. En þegar Sveinki kom að Hvammi, var Guðinund- ur ekki heima. Var strákur með sams konar miða til hans og skildi hann eftir. Fekk Guðmundur miðann, þegar hann kom heim um kvöldið. „Upp á öllu getur Brynki tekið,“ varð honum að orði. Fór honum eins og Jóni, að hann vissi ekki, hvað hann átti að hugsa. Allt þetta endaði með því, að þeir Jón og Guðmundur urðu samferða til kirkju á sunnu- dagsmorguninn. Varð það úr, að þeir ákváðu að fara báðir að Bökkunum eftir messu. Satt að segja rak for- vitnin þá báða af stað. Þeir höfðu ekki enn heimsótt Brynjólf og fannst nú bera vel í veiði, er öllu var á botninn hvolft. „Ekki skulu þeir geta hæðst að því, að við höfum ekki þorað að koma,“ sagði Jón. Svo þau urðu málalokin, að báðir fóru. Og sátu nú í stofu, sitt hvorum megin við Kjartan á Syðri-Völl- um. Hver skyldi hafa trúað því í fyrravor? Já, eða í vor, þegar Gvendur var að byggja. Já! Hver skyldi hafa trúað því? Áreiðanlega enginn í baðstofunni. Og fæstir í skemmunni. Það kynni að vera ýkjur að halda því fram, að boðsgestir almennt hafi verið gramir yfir þessum málalokum. Hitt mun sanni nær, að maður og maður hafi verið síður en svo ánægður. Oft hafði ver- ið gott að koma að Skarði eða Hvammi með fréttir frá Bökkunum. Óhætt að segja, að góðgerðir voru þá ekki skornar við nögl. Og nú? Nú óttuðust fréttamenn, að þeir hefðu ef til vill misst spón úr aski sínum. Það var 70 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.