Heima er bezt - 01.02.1965, Page 4

Heima er bezt - 01.02.1965, Page 4
KARL KRISTJÁNSSON, alþingismaður: Einar Sörensson, Húsavík — Viétalsþættir - Merknr öldungur. E'Í ixar Sörensson heitir merkur öldungur á Húsa- vík. Hann var lengi í fremstu röð sjómanna j staðarins. Einar er fremur lágur maður vexti, en þrek- inn vel. Var karlmenni að líkamsburðum og einnig í lund. Þótti því úrræðabetri og tilþrifameiri á sjó sem meira reyndi á. Alltaf fyrirhyggjusamur og gætinn. Aldrei hræddur, hvað sem á gekk. Skotfimi hans var - mikið rómuð. Hann er hæglátur maður í fasi, en glaðlegur í við- móti. Greindur vel og átti auðvelt með að gera grein fyrir skoðun sinni í viðræðum — og á mannfundum. Samvinnuþýður maður og tók mikinn þátt í félagsmál- um meðan heilsa entist. Einar var heilsuhraustur þar til í okt. 1961, að hann fékk heilablæðingu og lamaðist þá stórlega um tíma, en rétti við svo undrum sætti, þótt ekki hafi hann að fullu náð sér sem varla er von um svo háaldraðan mann. Kona Einars er Guðný Árnadóttir frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Þau eignuðust tvö börn: 1. Sören, sem fædd- ist 8. sept. 1914. Hann er búsettur á Húsavík, giftur Kristjönu Benediktsdóttur. 2. Arnínu, sem fædd var 29. júní 1918, dáin 4. okt. 1959. Hún var gift Njáli B. Bjarnasyni, kennara á Húsavík. Einar og Guðný eiga heima að Hringbraut 11 á Húsavík. Ég hafði einhvern tíma dregizt á það við útgefendur tímaritsins „Heima er bezt“, að segja í því riti eitthvað frá Einari Sörenssyni. I því skyni að búa mig undir að standa við þann ádrátt, gekk ég heim til Einars ágústkvöld eitt í sumar sem leið. Mér hafði dottið í hug, að viðtalsformið gæti hér átt vel við. „Betra gat erindið verið“. Einar Sörensson tók brosandi á móti mér. Brosið er svo glaðlegt, að engu er líkara en brosi ungs manns, sem hlakkar til ævintýra komandi daga. — Nýtt að þú komir í heimsókn, segir hann. Vertu velkominn og fáðu þér sæti. — Ég segi honum, að ég hafi ætlað að heimsækja hann fyrir hádegið, en þá hafi hann verið að heiman í vinnu. — Hvað heldurðu, maður? Áttu von á því, að ég liggi heima beztu stundir dagsins um hábjargræðistím- ann? segir hann. Ég var auðvitað við netabætingar í ákvæðisvinnu. „Ákvæðisvinnan rekur eftir manni, það er meinið,“ sagði vinur okkar N. N. Hins vegar þykir mér hún ágæt, af því að þá sel ég bara það, sem ég geri, en ekki það, sem ég hefði átt að gera, og nú er svo komið afköstum mínum, að á þessu tvennu er tals- verður munur orðinn. — Ég minnist á það, að erindi mitt við hann sé að ræða við hann fyrir „Heima er bezt“ um æviferil hans, og fá hann til að segja, í stuttu máli þó, frá ýmsu, sem fyrir hann hafi borið á hans löngu ævileið á þeirri öld, sem hefur breytingaríkust verið allra mannlífs- alda. — Betra gat nú erindið verið, vinur góður! mælti Einar. Ég hef meira gaman af að tala um annað en sjálfan mig og minn lífsróður. En ef til vill getum við kembt eitthvað af forvitnilegra frásagnarefni saman við. Um hvað viltu fyrst spyrja? Aldur, ætt og uppruni. Ég spyr fyrst um aldur, ætt og uppruna, og hvar hann hafi dvalizt áður en hann kom til Húsavíkur. Einar segir: Ég er jafnaldri elzta kaupfélagsins á ís- landi, Kaupfélags Þingeyinga. Fæðingardagur minn var 3. janúar 1882, en K. Þ. var stofnað 20. febrúar sama ár. Mér telst þess vegna svo til, að við séum orðin 82 ára. Sá er þó hinn mikli munur m. a. á mér og K. Þ., að ég eldist nú, hrörna og minnka með hverju ári sem líður, en félagið yngist upp, vex og eflist sem betur fer. Eitt af því, sem glatt hefur mig bezt um dagana, hefur verið að sjá, að varanleiki góðra málefna er þó til í okkar annars — að því er virðist — um of velti- gjörnu veröld. Þetta var nú útúrdúr, sem þú verður að fyrirgefa. Ég er fæddur að Hraunkoti í Aðaldal og Þingeying- ur í húð og hár langt í ættir. Faðir minn var Sören (f. 7. sept. 1861) Eiriarsson bónda á Sandi í Aðaldal, Sörenssonar bónda á Geir- 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.