Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 5

Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 5
Guðný Arnadóttir og Einar Sörensson ásamt börnum sinum Sören og Arnínu. bjarnarstöðum í Köldukinn Jónssonar. Sören á Geir- bjarnarstöðum var á sinni tíð talinn slyngur hagyrðing- ur. Hann var systrungur við hinar kunnu Ljósavatns- systur, Júdit og Rut, — móðir hans var Elser Sörens- dóttir systir Maríu móður þeirra. Kona Einars á Sandi afa míns var Guðleif Magnús- dóttir bónda á Sandi Guðmundssonar frá Kasthvammi Arnasonar. Móðir mín var Elín frá Hólkoti í Reykjadal ísleifs- dóttir bónda þar, Magnússonar bónda þar, Grímssonar, sem var lengi bóndi á Stórulaugum í Reykjadal, Björns- sonar. Þú spyrð, hvort við Jóhannes Jósefsson glímukappi séum ekki skyldir. Jú, ekki er laust við það. Við erum systkinasynir. Móðir hans, Kristín, og faðir minn voru alsystkin. Systir þeirra var Sigurfljóð á Grund í Höfða- hverfi, ljósmóðir, sem hetjusögur hafa af farið. Foreldrar mínir giftust ekki, en bjuggu saman í nokk- ur ár á ýmsum stöðum á jarðarpörtum eða í hús- mennsku við litlar landsnytjar, og var hann þá stund- um vinnumaður. Þau eignuðust þrjú börn saman og var ég elztur, — yngri voru: Guðrún Sigríður og Sig- urhanna (kona Jóns heitins Bergmanns Gunnarssonar í Móbergi á Húsavík). Þegar ég var átta ára, slitu for- eldrar mínir samvistir. Kom faðir minn mér þá fyrir í eitt ár á Granastöðum í Köldukinn hjá ágætishjónun- um Guðrúnu Oddsdóttur og Baldvin Sigurðssyni, ömmu og afa Baldurs oddvita á Ofeigsstöðum. Arið 1891 giftist faðir minn Sigurbjörgu Friðbjarn- ardóttur frá Hafralæk Jónssonar, og fór að búa í Salt- vík, sem nú telst til Reykjahrepps. Fór ég þá aftur til hans. Þar áttum við heima í fjögur ár. Þaðan fórum við að Máná á Tjörnesi, og þar bjó faðir minn þangað til hann beið bana af slysförum 1902. Þá fluttist ég hing- að til Húsavíkur og hef átt hér heima óslitið síðan, nema 1907—1910, þá var ég til þeimilis í Héðinsvík á Tjörnesi. — Já, ég man eftir þér í Héðinsvík, Einar. Þá var ég stráklingur í Eyvík. Þú varst formaður á vélbátnum Héðni, sem gekk frá Héðinsvík til fiskjar. Þetta var einn af fyrstu vélbátunum, sem ég sá, og fékk að koma um borð í. Mér fannst mikið til hans og þín koma. Enn fremur man ég vel eftir því, að þú varst oft í land- legum að heimsækja kærustuna þína, Guðnýju Árna- Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.