Heima er bezt - 01.02.1965, Page 7
að mestu laus við glímuskjálfta, og þó með nokkurt
kapp í skapi.
— Jóel Friðriksson, bróðir Theodórs Friðrikssonar
rithöfundar, átti lengi heima á Húsavík. Hann orti um
Einar þessa hringhendu:
Einar fríðum beitir brand,
berst með prýði og sóma.
Setur tíðum sel á land,
svo að lýðir róma.
— Áttir þú eitthvað við hákarlaveiðar?
— Já, ég fór stundum í hákarlalegur. Mér fannst
skemmtilegt og spennandi að veiða hákarlinn, enda
ekkert viðkvæmnismál að aflífa hann, heldur nærri því
eins og svalandi hefnd, af því að svo oft skellti sú
skepna sundur fiskilínurnar fyrir manni.
Laxveiðarnar.
— Mér er sagt, Einar, að þú sért farinn að fást við
laxveiðar með stöng.
— Jú, jú! Ég fór að fikta við þetta, þegar ég var
kominn um sjötugt, og varð fljótlega vitlaus í það.
Laxinn er skemmtilegur fiskur. Hann er þorskinum
miklu fremri í viðkynningu.
Ég hef skroppið með stöng í Laxá í Suður-Þingeyjar-
sýslu á hverju sumri síðan ég byrjaði þennan leik;
stundum nokkra daga og orðið töluvert var. Fer nú
sjálfsagt senn að hætta því, og kemur ekki af góðu.
Ellin er hvimleið fyrir þá, sem hafa gaman af að lifa,
skal ég segja þér. Betra að vera á verði gegn henni,
svo lengi sem hægt er. Bjóða henni alls ekki heim. Hún
kemur nógu fljótt óboðin.
Þátttaka í félagsmálitm og trúnaðarstörf.
— Viltu segja mér eitthvað um þátttöku þína í fé-
lagsskap og nefna trúnaðarstörf, sem þú hefur gegnt?
— Fyrsta félagið, sem ég gekk í var Lestrarfélag
Tjörnesinga. Það félag er enn við lýði. Mér er alltaf
hlýtt til þess. Hjá því fékk ég að láni marga góða bók,
þegar ég unglingurinn átti heima á Máná, og að lestri
þeirra sumra bý ég enn. Það var svo notalegt í fásinni
útskagans að fá nýja bók til að lesa. Þar var næði til að
sökkva sér niður í lesturinn og njóta hans.
Næsta félagið, sem ég gekk í, var Fundafélag Húsa-
víkur. Þar voru til umræðu dagskrármálefni þeirrar tíð-
ar og ræðumennska æfð. Á fyrstu árum mínum í fé-
laginu man ég bezt eftir sem málshefjendum og deilu-
fjörsmönnum á fundum félagsins: Þórði Sveinssyni,
seinna bankamanni í Reykjavík, föðurbróður Bjarna
Benediktssonar núverandi forsætisráðherra, og Bene-
dikt Guðmundssyni frá Hringveri á Tjörnesi, síðar
bónda í Skagafirði, góðum hagyrðingi.
Þá er mér og minnisstæður frá fundufn félagsins Ari
gamli Jochumsson, faðir séra Jóns þáverandi sóknar-
1 Húsavíkurfjöru.
prests á Húsavík, bróðir jVlatthíasar skálds. Ari tók oft
til máls, greindur maður og skáldmæltur en skrýtilega
sérkennilegur.
Steingrímur Jónsson sýslumaður mætti þar einnig og
beitti crlæsilegri mælsku. Marga fleiri mæta félagsmenn
gæti ég nefnt, en tel mig verða að sleppa þyí, til þess
að verða ekki of langorður.
Fundafélagið átti stundum upptök að framfara og
framkvæmdamálum, sem Húsvíkingar tókust á hend-
ur. iVIan ég ekki betur en svo væri t. d. um byggingu
barna- og unglingaskólahússins, sem hér var þá reist af
miklum myndarskap.
Þetta félag er fyrir löngu liðið undir lok, en eitthvað
af gjörðabókunyþess er enn til.
Ég var einn af þeim, er stofnuðu Verkamannafélag
Húsavíkur 11. apríl 1911, og hef að sjálfsögðu verið í
því síðan. Var í stjórn þess ellefu ár og gjaldkeri þess
þann tíma.
Árið 1911 gekk ég í Kaupfélag Þingeyinga og hef
ekki kvikað þaðan. Ur K. Þ. gengur enginn heilbrigt
hugsandi maður, ef hann flytur ekki burt af félags-
svæðinu. Deildarstjóri var ég í félaginu frá 1935 þang-
að til 1962, að ég baðst undan endurkosningu áttræð-
ur, vegna heilsubilunar.
Ég tók þátt í að stofna fiskideildina „Garðar“ árið
1914, — og starfaði lengi í stjórn hennar, oft sem rit-
ari eða formaður.
Trúnaðarmaður Fiskifélags íslands var ég á Húsavík
fjölda ára.
Mörg ár mætti ég sem fulltrúi Húsvíkinga á fjórð-
ungsþingum Fiskifélagsdeildar Norðlendingafjórðungs.
Var gjaldkeri sóknarnefndar Húsavíkur 1938—1963.
Mætti eitt kjörtímabil nokkuð stöðugt í sveitarstjórn
Heima er bezt 51