Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 9
sannarlega þreyttur orðinn og hvíld feginn. En það er önnur saga. 2. Einn á báti í skcmnndegisbyl. Hinn 9. des. 1919 fór ég ásamt fleiri mönnum á vél- bátnum Friðþjófi — 7—8 lesta þilfarsbát — frá Húsavík austur að Lónsreka. Aðalerindið var að fara með lækni, sem símleiðis var beðinn að koma til sjúklings að Lóni í Kelduhverfi. Til þess að gjöra sjúklingnum læknis- förina ódýrari, voru fluttar vörur frá K. Þ. til Keld- hverfinga á bátnum um leið. Þegar austur að Lónsreka kom, var Friðþjófi lagt úti fyrir ströndinni þar. Læknirinn var strax fluttur í land á árabát, sem við höfðum meðferðis, en síðan farið að flytja vörurnar á árabátnum í land, meðan beðið var þess að læknirinn lyki sjúkravitjuninni, því hann ætlaði til baka með okkur. Það kom í minn hlut að vera um borð í Friðþjófi, en félagar mínir fóru með vörurnar á árabátnum í nokkrum ferðum og báru varninginn á land upp. Þetta tók nokkurn tíma. Síðan dokuðu þeir við í fjörunni eftir lækninum. Allt í einu breyttist veðrið og á brast snögglega ofsa- leg stórhríð með stórfelldu hafróti. Félagar mínir og læknirinn komust ekki fram í Friðþjóf. Bát þeirra hvolfdi, þegar þeir reyndu að ýta frá landi. Komust þeir þó heilir upp í fjöruna aftur með bátinn. Þetta greindi ég frá borði vélbátsins, þar sem ég var nú einn míns liðs. Um tyennt virtist mér vera að velja fyrir mig. Ann- að var að hleypa Friðþjófi í strand á Lónsreka og að líkindum eyðileggja skipið. Hitt var að freista þess að ná til Húsavíkur um þá hættusömu og vandrötuðu siglingarleið, sem er „kring Tjörnes“ í stórsjó, roki og myrkviðri. Eg tók seinni kostinn, — þótti hann manndómlegri. Tókst mér með hjálp hamingjunnar að ná heilu og höldnu til Húsavíkur. Sjálfsagt liefur þá legið nærri að dagar mínir yrðu ekki fleiri, eða svo mun almennt hafa verið talið af þeim, er með þessum atburðum fylgdust. Ekki var auðveld aðstaðan, sem ég hafði á þessari blindviðrissiglingu, því ég varð bæði að stýra bátnum og annast bátsvélina, sem var að sjálfsögðu undir þilj- um. Áttaviti bátsins var mér ónothæfur. Allýtarleg frásögn af þessari sjóferð er í bókinni Brim og boðar, sem gefin var út 1949. 3. Nýtt segl fer í tætlur. Eitt árið, sem ég átti heima í Héðinsvík, var ég eitt sinn við hákarlaveiðar vestur undir Víknafjöllum á 5 manna fari. Með mér var Guðni Magnússon smiður og þrír aðrir dugandi menn. Guðni mun hafa átt heima í Sandholti við Héðinsvík. — Gekk þá skyndilega í suðvestan fárviðri. Við höfð- um alveg nýtt léreftssegl, sem við settum upp. Fg sett- ist undir stýri, en Guðni tók að sér að hagræða segl- um. En brátt herti veðrið svo óskaplega, að seglið tætt- ist sundur í mörg stykki — og sum smá. Var eins og þetta gerðist að sumu leyti í höndunum á Guðna, sem vildi hindra eyðilegginguna og var handlaginn maður. Þó að ég hafi oft séð Kára hamast í seglum, hef ég hvorki fyrr né síðar séð hann leika segl svona grátt. Við illan leik tókst okkur að ná landi vestan undir Héðinshöfðanum, þar sem heitir Tófugjá. Vorum þá allhraktir orðnir, en sammála um það samt, að vel væri sloppið. 4. Einn boði rís óvænt. Einu sinni sem oftar er ég í selaróðri, staddur inn undir Sjávarsandi, þ. e. við botn Skjálfandaflóa, eins og kallað er. Veður er kyrrt, en norðan lognalda tals- vert að færast í aukana. Ekki er sel að sjá. Við — bát- verjar — látum árar liggja á þollum. Tökum upp nesti okkar og förum að borða, — og rabba saman um dag- inn og veginn á meðan. Allt í einu verður mér litið upp og sé að djúpmegin við okkur rís fyrirferðarmikil alda og skuggaleg, sem stefnir á okkur. Eg aðvara félaga mína. Við fleygjum frá okkur nestinu, hlaupum á árarnar og beinum bátn- um, svo hratt sem okkur var unnt, beint á ölduna. Seinna mátti ekki vera. Hún reisti bátinn á endann og virtist vera í þann veginn að endastinga honum á hvolf aftur á bak, þegar hann komst þó yfir, um leið og hún hóf sig enn hærra að baki okkar og sprakk með mikl- um hamförum og gný. Þetta var eins og galdrasending. Ég hef aldrei séð staka báru svo hamhleypulega sem þessa. Vafalaust hefði hún fært bátinn í kaf, ef seinna hefði verið grip- ið til áranna. Hólmgeir Árnason mágur minn var annar af háset- um mínum að þessu sinni. Við rifjuðum upp þennan atburð í samtali fyrir nokkrum dögum. Ég þakka Einari Sörenssyni fyrir þessar fjórar svaðil- farasögur og heyri að hann á fleiri þess konar sögur til. En sný mér samt að öðru til fjölbreyttni, af því að hann hefur frá margs konar reynslu að segja. Spyr, hvort hann vilji greina frá þeim sorglega atburði, þeg- ar faðir hans, Sören Einarsson, lézt af slysi. Voðaskot. Hann segir: — Þetta gerðist 2. júní 1902. Þá fór faðir minn síðla dagsins út í Mánáreyjar á bát sínum. Ég fór með hon- um ásamt öðrum manni, Sigurði Jónssyni á Fjöllum í Kelduhverfi. (Sonur Sigurðar er Jón núverandi borg- arlæknir í Reykjavík.) Heima er bezt 53

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.