Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 11
að krókinn og tók ég undir það. Frá þeim umræðum
sofnaði ég.
Um nóttina dreymir mig, að fundum okkar Áskels
ber saman. Spyr ég hann eftirvæntingarfullur, hve
marga seli hann hafi fengið. Hann er seinn til svars,
glottir dálítið stríðnislega, en segir loks: „Fjögur voru
andlitin.“ — Mér þótti hann heldur en ekki hafa skák-
að okkur.
Ég sagði félögum mínum drauminn strax um morg-
uninn, þegar við vöknuðum.
Þetta reyndist rétt. Áskell hafði fengið fjóra seli, —
en það voru allt smáselir.
Hugskeyti.
— Viltu að ég segi þér eitt dæmi um hugskeyti? Já,
segir þú, og þá skal ég gera það.
Ég var eitt sinn staddur út við Grímsey á handfæra-
veiðum snemma vors. Var þá formaður á vélbátnum
Víkingi, sem Kaupfélag Þingeyinga átti — 11 lesta báti.
Hann var öðrum þræði, einkum á vetrum, notaður til
flutninga og sendiferða í þágu félagsins og félags-
manna þess, — og reyndar hverra sem var, ef þeim lá á.
Upp úr miðjum degi fór að sækja á mig hugboð um,
að ég þyrfti að fara heim til Húsavíkur strax, — eitt-
hvað mikilsvert lægi við. Ágerðist óróleiki minn af
þessum sökum meir og meir eftir því, sem á daginn leið.
Loks stóðst ég ekki mátið, þegar kvöldaði, lét ganga
frá öllu til heimferðar og tók strildð til Húsavíkur.
Við komum til Húsavíkur um kl. 4 að nóttu. Eng-
inn vélbátur var á höfninni. Enginn maður sást á ferli
í þorpinu. Enginn virtist hafa beðið eftir okkur.
Ég spurði konu mína, sem vaknaði, þegar ég kom
heim, hvort nokkur hefði spurt eftir mér. Nei, enginn.
Ég fór því strax að sofa. En varla var ég búinn að
festa svefninn, þegar barið var að útidyrum. Þar var þá
kominn Aðalgeir Sigurðsson á Máná, til þess að biðja
mig að sækja systur sína á Víkingi. Hún þurfti að kom-
ast til læknis strax, en sjóleiðin eins og á stóð eina
færa leiðin frá Máná til Húsavíkur með rúmliggjandi
sjúkling.
Sigurður Jónsson, bóndi á Máná, gamall og góður
kunningi minn, faðir þeirra systkina, sem hér er getið,
— sagði mér seinna, að hann hefði allan daginn verið
að reyna að senda mér hugskeyti um að koma heim frá
Grímsey. Jafnframt hefði hann lagt spil og reynt að
sjá í þeim, hvort ég yrði við beiðni sinni. Loksins sagð-
ist hann hafa þótzt sjá, að ég væri kominn á heimleið,
og þá sent Aðalgeir af stað til Húsavíkur að hitta mig.
Fjölskylda Einars: Efri röð: Njáll, tengdasonur hans, Einar,
Sören. Neðri röð: Arnina, Guðný, Kristjana, tengdadóttir
hans, og móðir hennar.
— Manstu ekki einhverja sögu til þess að segja mér
af átökum þínum við aðra menn?
— Nei, alls ekki.
— Þá skal ég segja þér eina slíka sögu af þér, Einar,
þar sem ég var sjónarvottur:
Þú varst dyravörður á skemmtisamkomu hér á Húsa-
vík. Drukkið ofstopamenni, ungur maður, stór vexti
og áflogagjarn, veittist að þér. Þú reyndir með prúð-
um orðræðum að sefa hann og stilla, en það gagnaði
ekki. Hann flaug á þig. Þú brást hart við, tókst hann
hryggspennutökum og lagðir hann, eins og Jóhannes
frændi þinn mundi hafa gert.
En maðurinn var ofsareiður og brauzt um. Krækti
fingri upp í þig og ætlaði að taka á þér munnvikstak.
Þú varst þá ekki seinn né hikandi, og beizt í fingurinn
áður en honum yrði nokkuð úr takinu.
Þá gafst svolinn upp og hljóðaði hátt. En þú lézt
hann standa á fætur, skyrptir éinhverju smávegis út úr
þér og sagðir við okkur, sem á horfðum: „Skrattakoll
svíður víst.“ Kannastu ekki við þennan atburð?
— Ég verð víst að meðganga. Þú ert talinn vel vitn-
isbær.
— Þegar þetta skeði var Einar kominn nærri sextugu.
Skrattakoll sveið.
— Varstu ekki áflogagjarn, eins og Jóhannes á Borg,
frændi þinn?
— Nei, það var ég ekki. Æfði aldrei glímur og flaugst
lítið á. Var ekki áflogasterkur, að ég held.
Aldrei til mennta settur.
— Varstu nokkurn tíma í skóla?
— Nei, aldrei. Ég var sannarlega ekki til mennta sett-
ur. Efnahagsástæður voru ekki til þess, enda annar ald-
arháttur þá en nú.
Ég lærði að lesa hjá foreldrum mínum, aðallega hjá
Heima er bezt 55