Heima er bezt - 01.02.1965, Side 19
sumum nærliggjandi byggðarlögum. Sem dæmi má
nefna stórfelldan hungurfelli, sem bræður tveir urðu
fyrir nálægt Saltcoats. Af ágætri 150 gripa hjörð voru
aðeins 18 eftir, er vetri lauk, og þessir 18 rétt aðeins
skrimtu af.
Þegar leið á vorið, varð það kunnugt, að talsvert
margir höfðu ákveðið að yfirgefa nýlenduna og hætta
þannig baráttunni við það, er mönnum virtist algjört
ofurefli. Höfuðorsök þessarar ákvörðunar var vatns-
skorturinn, og þá jafnframt hin þrálátu sumarfrost.
Þurrkarnir sumar eftir sumar juku mönnum mjög far-
arhug. Fyrir því fór líka svo, að sumarið 1893 gerði
mikill hluti landnemanna brottför sína. Fluttust sumir
norðvestur á Quill-slétturnar (Vatnabyggðir) í Saskat-
chewan. Aðrir sneru til baka austur og settust að á
vesturströnd Manitóbavatns, og var sá hópurinn stærri.
Segja má ýkjulaust, að 75% frumbyggjanna héldi brott.
Ekki verður fólki þessu lagt það út til ámælis, þótt
það tæki þennan kostinn. Reynt hafði á þolinmæði þess
og þrautseigju til hins ýtrasta, og framtíðin var engan
veginn vonbjört. En mikil virðist sú kaldhæðni örlag-
anna, að einmitt þetta brottfararsumar breyttist tíðar-
farið. Úrkoman varð meira en í meðallagi. Raunveru-
lega leiddi þetta aftur til vegs þær hagsældarhorfur, sem
blöstu við þessum landnemum, þegar þeir settust þarna
að sjö árum áður. Þeim, sem eftir urðu, hefur famazt
misjafnlega vel. Sumum búnaðist betur en í meðallagi,
aðrir urðu stórefnaðir.
# # *
Eftirfarandi skrá tekur — eftir því sem ég bezt veit —
yfir alla landnemana í Þingvallanýlendunni árið 1888,
en þá var tala þeirra hæst. Ef byrjað er austast og hald-
ið þaðan um norðurhluta byggðarinnar, verður röðin
þessi:
1. Jón Ögmundsson Bíldfell (frá Bíldfelli) og systir
hans og ráðskona, Elín Scheving, og börn hans,
Gísli, Ogmundur, Jón yngri, Elías, Kristín.
2. Tómas Pálsson og Þórunn, hjón.
3. Kristján Helgason og Halldóra, hjón.
4. Jón Sigfússon og Rósa, hjón.
5. Jón Rögnvaldsson, kona hans og sonur, Stein-
grímur.
6. Jens Laxdal og Guðfríður, hjón.
7. Jens Jónsson og kona hans.
8. Sigurbjörn Guðmundsson, ekkjumaður, og dætur
hans tvær, Þorbjörg og Þuríður.
9. Jón Ólafsson (hómópati), kona hans og böm
þeirra, Björn, Bergþór, Benedikt, Asa.
10. Jón Magnússon, einhleypur.
11. Marteinn Jónsson (frá Reykjavík) og Helga, hjón.
12. Björn Ólafsson (Olson) og Guðrún Jónsdóttir,
hjón, og börn þeirra, Guðný, Guðríður, Þorsteinn
(Steini).
13. Guðmundur Guðmundsson og Þóra, hjón.
14. Jón J. Söðli (Saddler) og Guðbjörg, hjón.
15. Guðbrandur Guðbrandsson, einhleypur.
16. Jósef Ólafsson (Olson) og Margrét, hjón, og synir
þeirra tveir, Oscar Alexander og Victor Emanuel.
17. Arngrímur Kristjánsson, einhleypur.
18. Sigurður Eyjólfsson og Guðrún, hjón.
19. Halldór Eyjólfsson og Sigríður, hjón.
20. Gísli Jónsson og Guðný, hjón (frá Seyðisfirði).
21. Jón Jónsson Hördal og Halldóra, hjón (úr Hörg-
árdal).
22. Árni Jónsson og Margrét, hjón.
23. Guðni Jónsson og Þóra, hjón.
24. Eiríkur Bjarnason og Oddný, hjón.
25. Magnús Eiríksson og Guðrún hjón (frá Seyðis-
firði).
26. Konráð Eyjólfsson og Guðbjörg, hjón.
27. Hjálmar Hjálmarsson og Jófríður, hjón.
28. Bjarni Þórðarson (frá Akranesi) og ráðskona hans,
Guðrún Guðmundsdóttir.
29. Björn Jónsson og Ólafía, hjón (frá Kalmanstungu).
30. Sveinbjörn Loftsson og Steinunn, hjón.
31. Ólafur Árnason og Málmfríður, hjón (frá Kolvið-
arhóli).
Frá austri um sunnanverða byggðina:
32. Pétur Einarsson og Halla, hjón, og börn þeirra, Vil-
hjálmur, Magnús, Guðrún (frá Felli).
33. Hjalti Hjaltason og Margrét, hjón, og sonur þeirra,
Magnús.
34. Ingibjörg Böðvarsdóttir (frá Auðsholti), ekkja, og
börn hennar fjögur, Böðvar, Sæmundur, Guðlaug,
Guðrún.
35. Helgi Sigurðsson og Guðrún, hjón.
36. Sigurður Jónsson og Þóra, hjón.
37. Ámi Hannesson og Guðrún, hjón.
38. Ólafur Guðmundsson (Johnson) og Sigþrúður,
hjón.
39. Þiðrik Eyvindsson og Guðrún, hjón.
40. Helgi Árnason og Guðrún, hjón.
41. Tómas Ingimundarson og Guðrún, hjón (frá
Grímsnesi, Árnessýslu).
42. Sveinn Eiríksson og Guðfinna, hjón.
43. Friðbjörn Sigurðsson og Ingibjörg, hjón (frá Bögg-
versstöðum).
44. Magnús Hinriksson og Kristín, hjón.
45. Narfi Halldórsson og Ástríður, hjón.
46. Guðbrandur Narfason og Anna, hjón.
47. Bemharður Jónsson og kona hans.
48. Einar Jónsson (Suðfjörð) og Guðbjörg, hjón.
49. Þórður Þórðarson og Rós, hjón.
50. Bjarni Ingimundarson og Guðrún, hjón (frá Akra-
nesi).
51. Vigfús Þorsteinsson og Guðríður, hjón (frá Akra-
nesi).
52. Freysteinn Jónsson og Kristín, hjón.
53. Grímur Guðmundsson og Ingibjörg, hjón.
54. Magnús Sigurðsson og Ingigerður, hjón.
Heima er bezt 63