Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 20
55. Bjarni Stefánsson og Elín, hjón.
56. Ögmundur Ögmundsson og Þorbjörg, hjón.
57. Ólafur Ólafsson, ekkjumaður (frá Vatnsenda við
Elliðavatn).
58. Magnús Magnússon (frá Hnausum) og Margrét,
hjón.
59. Magnús Magnússon (yngri) og Guðrún, hjón.
60. Jón Þórðarson og Guðfinna, hjón (frá Akranesi).
61. Asmundur Þorsteinsson og Ragnheiður, hjón (frá
Akranesi).
II. FÖRIN FRÁ ÞINGVALLABYGGÐ TIL
MANITÓBAVATNS
Það var árla morguns einn heiðan sólskinsdag í fyrstu
viku septembermánaðar 1893, að miðaldramaður og
tveir tánaldra drengir hófu ferð sína og stefndu suð-
vestur yfir sléttuna. Þeir voru að Ieggja af stað frá
Þingvalíabyggð. Fyrsti áfangastaður þeirra var smábær-
inn Milhvood, Manitóba, á bökkum Shell-árinnar, en
lokaákvörðunarstaðurinn var Vatnslanda (Lakeland)-
nýlendan við Manitóbavatn, um 320 km í suðvestur frá
Þingvallabyggð.
Miðaldrinn hét Jón Guðmundsson. Hann hafði kom-
ið frá íslandi þrem árum áður. Drengimir voru Marsi
Johnson, einnig nýlega kominn frá Islandi, og sjálfur
ég, sem í samanburði við hina mátti kallast maður
gömlu tímanna, með því að ég hafði komið til Kanada
árið 1878.
Við rákum dálitla gripahjörð, sumpart kýr og ung-
neyti, alls um 40 hausa. í Millwood slóst í för með
okkur Þórður Kolbeinsson frá Qu’Appelle-dalnum
með nokkrar tylftir gripa.
Þegar í maí hafði faðir minn farið á undan til Vatns-
landa. Með honum fór Einar Jónsson Suðfjörð, einn af
fyrstu landnemum Þingvallabyggðar. Guðný systir mín
var kennari Þingvallaskólans þetta sumar. Hafði þess
vegna verið ákveðið, að móðir mín og aðrir meðlimir
fjölskyldunnar — þar á meðal Sumarliði, 5 ára, og
Doddi (Þórður), ársgamall, — skyldu halda kyrru fyrir,
unz skóla væri slitið. En með nautfé varð að fara, með-
an hagar voru góðir.
Fátt var sagt, er við þrömmuðum þarna og hnapprák-
um gripina um þessa óendanlegu sléttu. Það var eins
og að bjargi væri af okkur lyft við það, að vera nú að
kveðja þessa byggð, þar sem árangurinn af harðsnúinni
viðleitni hafði orðið svo raunalega lítill, — og var þó
þessi tilhugsun, auðvitað, söknuði blandin. En þessi
varð endirinn á sjö ára landnámsbúskap í Saskatchewan.
Nú beindust framtíðarvónirnar að nýbyggð, sem Vatns-
lönd var kölluð, um 20 km norður af bænum West-
bourne, sem stendur við Manitóba- og Norðvesturlands-
járnbrautina.
Þegar faðir minn var þangað kominn í maí, samdi
hann við mann nokkum, AUbright að nafni, um kaup
á landdeildarkvarti, tæpan kílómetra frá vatninu. Var
bújörð þessi afsöluð honum til fullrar eignar í skiptum
fyrir hestasameyki, aktygi og vagn. Eftir þessum sólar-
merkjum að dæma, var faðir minn orðinn fyrsti íslenzki
innflytjandinn og landeigandinn á vesturströnd Mani-
tóbavatns.
Byggði hann nú kofa allvænan, með bjálkaveggjum
og torfþaki. Að því búnu fékk hann atvinnu á Hend-
erson-nautabúinu, um mílu vegar norðan við hans eig-
in bújörð. Vinnan var sú, að reisa gripaskýli og heyja.
Ráðsmaður á búinu var Joseph H. Metcalfe, vel mennt-
aður Engléndingur, aðlaðandi maður og drengur hinn
bezti.
Víkur nú sögunni aftur til smáþorpsins Millwood,
þar sem við, þessir þrír frá Þingvallanýlendu, hittum
Þórð Kolbeinsson á tilteknum degi. Höfðum við þar
náttstað og sváfum vært eftir langa dagleið. Að morgni
vorum við snemma á fótum, óðfúsir að halda sem fyrst
áfram þessu langferðalagi.
Gripirnir voru þægilegir í rekstri, og komumst við
óhappalaust yfir litlu Shell-brúna, rákum gegnum þorp-
ið og upp bratta dalbrekkuna hinum megin. Vorum við
þá komnir upp á jafnsléttuna, sem að meginstefnu ligg-
ur í áttina til bæjarins Binscarth.
Þórður Kolbeinsson varð nú óumdeilt leiðangurs-
stjórinn, enda átti hann bæði uxana og vagninn. Sam-
þykkt var að við skyldum skiptast á um það, að reka
hjörðina og sitja í vagninum, tveir og tveir á víxl. Við
Marsi vorum saman. Þetta hefði verið mjög vel við-
unandi tilhögun, ef henni hefði verið fylgt með jafn-
skiptum tíma fyrir báða. En þess er ekki að dyljast, að
við félagarnir hlutum lengri göngutíma og færri hvíld-
arstundirnar í vagninum en karlarnir, enda virtust þeir
gleyma sjálfum sér og öllu í kringum sig við að rifja
upp og ræða allt það, sem sögulegt hafði drifið á daga
þeirra heima á gamla landinu. Gagnslaust var að mögla.
Við vorum bara minntir á, að við værum ungir og fót-
fráir og að það ætti að vera okkur einskær skemmtun,
að hlaupa eftir gripunum í þessu Ijómandi veðri, sem
við fengum.
Þannig plömpuðum við áfram víðavanginn endalaust,
yfir gil og grafninga, tókum dýfur niður snarbrattar
brekkur dalverpanna og héldum svo áfram langa sléttu-
kafla. Þar voru sum svæðin vaxin allstórum hvirfingum
af sortupílviði, og þá fyrst gerði nautféð okkur skrá-
veifur, er það tvístraðist í skóginum. Þó höfðu grip-
irnir reyndar þegar eftir fyrsta daginn vanizt á að
þræða slóðina á eftir vagninum, og þurftum við lítið
fyrir því að hafa. Hver mílan eftir aðra þokaðist tíð-
indalaust hjá, og eftir stöku erfiðisstundir, komu kafl-
ar tómláts áframhalds.
Framhald.
454 Heima er bezt