Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 21

Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 21
JOHANNES OLI SÆMUNDSSON: Látra-Sæmundar seöir frá FYRSTU KYNNI AF SÉRA JÓNI REYKJALÍN Sumarið 1882 kom bátur við á Látrum á leið innan frá Akureyri til Ólafsfjarðar, að mig minnir. Með honum var sóknarpresturinn úr Fjörðum, séra Jón Reykjalín. Var hann settur upp í Látur af því að bátur þessi var ekki á leið lengra út austan fjarðar. Ætlaði prestur að bíða þess að ferð félli út eftir, eða þá að fá fyrirgreiðslu hjá Látramönnum, sem og varð raunin á. Jónas og Elíná tóku presti vel, eins og reyndar öll- um gestum, sem til þeirra komu. Atti bóndi eitthvað í staupið handa klerki, en honum var nú víst ekki boðið annað, er betur væri þegið. Næsta dag féll ferð út í Fjörðuna, en þá fékkst prestur ekki til að fara, og olli því einungis löngun hans í meira brennivín, eftir að hann vissi að nóg var af því til á Látrum, en hann var mjög drykkfelldur. Sat hann svo yfir drykkju með Jónasi bónda dögum saman, líklega þar til þraut vínið. Var þá ékki annars kostur en flytja karlinn út fyrir til að losna við hann. Var ég annar þeirra, sem sendur var með klerkinn. Veðrið var ágætt út fyrir, en breyttist snögglega til hins verra á heimleiðinni. Skildum við séra Jón eftir í fjörunni neðan við Þönglabakka. Vorum við þá bæði þyrstir og lúnir eftir róðurinn, en þó bauð hann okkur enga hressingu, karlskömmin. Var ég hon- um fokreiður fyrir það og eins hitt, að ekki þakkaði hann okkur með einu orði fyrir hjálpina. Reyndar urð- um við eftir á fegnir því, að hafa ekki stanzað í Fjörð- um, þegar séð varð hvemig veðrið breyttist. En allir lögðu honum til lasts þessa framkomu og átti hann ekki upp á pallborðið hjá Látramönnum eftir þetta. — Síðar tengdist ég þessum presti allnáið og kona hans, Sigríð- ur, dó hjá okkur í Stærra-Árskógi, södd lífdaga og sam- vista við óreglumanninn. SIGGI PÓLU Maður er nefndur Sigurður Guðjón Guðjónsson. Hann fæddist í Lögmannshlíð við Eyjafjörð hinn 23. dag júlímánaðar árið 1834. Foreldrar hans voru hjón- in Guðrún Jónsdóttir og Guðjón Jónsson, snikkari kallaður, búandi hjón í Lögmannshlíð. Albróðir Sig- urðar var Hans Guðjónsson á Akureyri, en sammæðra við þá var bóndinn í Arnamesi, (Vilhelm) Anton Sig- urðsson. Sigurður Guðjónsson mun hafa verið sjómaður fyrst og fremst og átt alllengi heima út með vestanverðum Eyjafirði, einkum í Hrísey. Hann kvæntist ekki og eignaðist eigi afkomendur, svo að um sé kunnugt og mun hafa verið talinn lausamaður lengi hin síðari ár. Mikill var hann drykkjumaður og talsverður slarkari, en mörgum aufúsugestur þó, því að maðurinn var gam- ansamur, orðheppinn og mikill hrekkjaklápur, en auk þess góður verkmaður, lagtækur á margt, afburða skytta og dálítið hagmæltur. Mörgum þóttu hrekkir hans óþolandi, og sannast að segja voru sumir þeirra af því tagi, að ýtarleg frásögn af þeim yrði naumast prent- hæf talin. Öðrum skemmti hann með tiltektum sínum. Sigurður átti um skeið heima á Syðstabæ í Hrísey, en þá bjó þar Hákarla-Jörundur Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir, kona hans. Þau höfðu mikil umsvif í búskap og útgerð. Sexrónum árabáti var út haldið reglulega vor og haust og ýtt fast á eftir um sjósókn- ina. Sigurði var kunnugt um, að Jörundi var meinilla við að lagt væri innarlega, svo sem á fiskimiði því í Vesturálnum, er Sandhjalli nefnist. Einri morgun koma þeir út jafnsnemma, Jörundur og Sigurður og sjá að piltar hafa nú ekki farið lengra en á Sandhjallann, en hvasst var á sunnan og hafa þeir viljað spara sér þung- an baming heimleiðis frá drættinum. Kastar Sigurður þá fram eftirfarandi stöku til Jörundar: „Kappar sex á Sandhjallann síld með nóga róa. Bátur varla bera kann blöndulóka mjóa.“ Smáfiskinn (þyrsklinginn) kölluðu sjómenn blöndu- lóka. Á vorin fóra margir í selveiðiferðir — selatúra, eins og það var kallað. Eitt sinn þegar komið var langt fram á vor, fór Jón í Arnarnesi, Antonsson (bræðr- ungur Sigurðar Guðjónssonar) á skipi sínu Kómet í selatúr. Átti að elta sel á haf út og gera góða ferð. Voru góðar skyttur með í förinni, þeirra á meðal Sigurður Guðjónsson. En aflabrögðin urðu minni en skyldi, því að það var Kobbi, sem lék á skytturnar, en þær ekki á hann; hann var sem sé kominn lengra frá landsteinun- um en menn höfðu haldið. Aflaföngin (fengurinn) urðu því aðeins einn hringanóri. Gerði Sigurður þá þessa vísu: Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.