Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 26
verkum, láta inn kýr, gefa þeim og brynna. Sumir aka vatninu heim á hestvögnum úr ánni, en aðrir sækja vatnið í brunna. Hópur unglinga ekur þarna um á reið- hjólum. Þeir stíga af reiðhjólunum og fara að spjalla við okkur, eða réttara sagt, þessir unglingar töluðu við félaga minn en ég stóð hjá eins og glópur og skildi ekki neitt. En krakkarnir störðu undrandi á mig, er þau heyrðu að ég væri frá íslandi. ísland fannst þeim ógur- lega langt í burtu. Þegar klukkan var orðin tíu, kom loksins gamall maður róandi á lítilli bátsskel. Sagði hann að vélin væri biluð í hinum bátnum, sem sótt hafði okkur um morg- uninn, og yrðum við því að fara yfir á þessari litlu kænu. Hann talaði finnsku, en félagi minn þýddi fyrir mig. Karlinn fór úr jakkanum og settist undir árar, en fékk mér breiða ár eða árarblað og sagði mér að stýra. Hann hefur víst haldið, að afkomandi hinna norrænu víkinga kynni þá list. En þar skjátlaðist honum, því að ég efast um að ég hafi nokkurn tíma fyrr stýrt með árarblaði. Þetta tókst þó vonum betur, og mér heppn- aðist að forða bátnum frá árekstri, þótt ég yrði að stýra í gegnum trjáflotann. Eftir rösklega hálftíma róð- ur, — þeir skiptust á að róa á tvær árar — komum við loks að landi Svíþjóðarmegin. — Var þá ferðinni til Finnlands lokið. Maður kynnist vitanlega lítið stóru, strjálbýlu landi, þótt maður dvelji þar einn sólbjartan, vorlangan dag, en mér er þó Finnland kærara eftir þessa stuttu dvöl þar. Börnin, sem ég sá í þessum eina barnaskóla, sem ég heimsótti, eru mér Ijóslifandi í minni. Þau voru broshýr og glöð þótt þau væru fátæklega klædd og byggju við þröngan kost. Stefán Jónsson. þess koma, heldur svo að þú sjáir, hvað ég vildi að hinn maðurinn hefði forðazt að segja.“ Hér birtast svo þessi kvæði, sem um er rætt, hlið við hlið. — Kvæðið Móðurást úr Sunnanpóstinum og kvæð- ið Móðurást úr ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar. — Er þarna lítill vandi að greina snilldarverkið frá Jjóða- hnoðinu. MÓÐURÁST t Sunnanpóstinum. 1) Allt er jafnslétt, ís yfir tjörnum, andi næðir kaldur á hjörnum; stjörnur dauft í snjóþoku skína, stefnunni því hægt er að týna. 2) Fátæk móðir fór með tvo krakka fram á leiðis verður að flakka; erfiður er aumingja gangur, einkum þegar vetur er strangur. 3) Tvíburar um háls móður hanga, henni verður megn um að ganga, fóta — kann ei fram róa — árum; frosnum særist þunn kinn af sárum. 4) Annist guð, segir hún, aumingja þessa, eg er villt, en farið er að hvessa; hvernig má eg börnunum bjarga, bitran svo þeim ei nái farga? 5) Spjarir af sér taka ei tefur, tjörgum þessum börnin hún vefur, frelsist þau frá nístingi nætur nístings hel ei vinnur á sætu. 6) Komið vetrar náköldu nauðir, nú hún tér; þig hræðist ei dauði, börnunum er borgið, skalt vita, brjóstsins móður glóðar af hita. Allir unglingar þekkja kvæðið Móðurást, eftir Jónas Hallgrímsson, en sem kunnugt er á þetta kvæði nokkuð sérstæða sögu. Þegar það birtist fyrst í Fjölni árið 1837, er það kallað Grikkur. Kvæðinu fylgir kafli úr bréfi frá Jón- asi. í bréfinu segir hann, að hann hafi séð kvæði í Sunn- anpóstinum, sem var ort út af sorglegum atburði, er gerðist í Noregi á þessum árum. Jónasi þótti kvæðið svo illa ort, að hann orti nýtt ljóð um sama efni, til að reyna að opna augu manna fyrir því, hvernig ekki ætti að yrkja, og á hann þar við kvæðið í Sunnanpóstin- um. Hann segir svo í bréfinu: „Ég er ekki skáld, eins og þú veizt, og sendi þér ekki kvæðið mitt í því skyni, að þér muni þykja nokkuð til 7) Niður á kjakann synina sína, síðan leggur, vindarnir hvína, áveðurs sig að þeim hún vefur, yl það nokkurn sveinunum gefur. 8) Að næsta morgni menn hana finna, í megnis frosti dána, helstinna. En þá stranga upp taka reifa, í þeim bæði börnin sig hreyfa. 9) Móðurást! sem aldrei kannt þverra, elsku muntu líkust vors Herra, meðan neisti lífs einhver Iifir, líknar móðir barnið sig yfir. 70 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.