Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 27
MÓÐURÁST
Jónasar Hallgrímssonar.
1) Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
7 í fjallinu dunar, því komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda.
2) Hver er in grátna, sem gengur um hjarn,
götunnar leitar og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum? En mátturinn þver.
Hún orkar ei áfram að halda.
3) „Sonur minn góði! Þú sefur í værð,
sér ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér
saklausa barninu að bjarga.
4) Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt.
Sofa vil ég líka þá skelfingarnótt.
Sofðu! Eg hjúkra og hlífi þér vel.
Hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga.
5) Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,
fannburðinn eykur um miðnætur skeið.
Snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá
beljandi vindur um hauður og lá
í dimmunni þunglega þýtur.
6) Svo þegar dagur úr dökkvanum rís,
dauð er hún fúndin á kolbláum ís.
Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík
líknandi vetur, en miskunnarrík
sól móti sveininum lítur.
7) Því að hann lifir og brosir og býr
bjargandi móður í skjólinu hlýr
reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó
barninu værðir og lágt undir snjó
fölnuð í frostinu sefur.
8) Neisti guðs líknsemdar, ljómandi skær,
lífinu beztan er unaðinn fær,
móðurást blíðasta, börnunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt ráð
guð, sem að ávöxtinn gefur.
Margir hafa hrifizt af hljómplötunni Dominique með
hinni syngjandi nunnu. Frú Herdís Guðmundsdóttir á
Siglufirði hefur gert eftirfarandi ljóð við þetta ljúfa lag.
Ljóðið heitir:
NUNNAN
Ég vissi að þú myndir reyna að koma og kveðja mig.
Ég kveð þig strax, því enginn hér má vita neitt um þig.
En bráðum, þegar frá mér siglir burtu skipið þitt,
þá brestur hjarta mitt.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.
Ég veit, að allur hugur þinn hann verður kyrr hjá mér,
þú veizt að þessir klausturmúrar skilja mig frá þér.
En bráðum, þegar frá mér siglir burtu skipið þitt,
þá brestur hjarta mitt.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.
Þú ert með lítinn stiga, sem við gætum gripið til.
Ó, guð minn, þessa freistingu ég ekki standast vil.
Ég finn að hvað, sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.
Hún verður okkur hlíf og skjöldur vetrarnóttin dimm,
við vitum okkar geta beðið örlög þung og grimm.
Ég finn að hvað sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.
I gegnum skógarkjarrið hér við göngum undur hljótt,
við gleymum öllum sorgum þessa fögru vetrarnótt.
Ég finn að hvað sem skeður enginn framar aftrar mér,
ég fer á burt með þér.
Því án þín getur lífið hér mér enga gleði veitt,
ég elska þig svo heitt.
Að lokum er hér lítið Ijóð, sem heitir Geimfarið.
Höfundur Ijóðsins er Jenni Jónsson og hann hefur líka
samið lagið. Anna Vilhjálms hefur sungið ljóð og lag
í útvarp.
Við ferðumst með geimfari frjálsa um braut.
Við förum með dynjandi gný
og óðar er horfið vort ættjarðarskaut
við óskum að koma á ný.
Við vitum að leiðin er löng og ströng
og lífið að veði, ha — ha.
Hið langþráða takmark að lenda á tunglinu,
lifa og sigra, húrra.
Hið langþráða takmark að lenda á tunglinu,
lifa og sigra, húrra.
Fleiri ljóð birtast ekki að sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
Heima er bezt 71