Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 29
— Nei, svaraði Áki.
— Það er trúlegt eða hitt þó heldur, en stelpan kem-
ur flengríðandi á honum beizlislausum að auki.
Áki leit til Óla og deplaði augunum.
— Hundfjárinn tók af mér beizlið, þegar stelpan
sagði honum að gera það, sagði Óli.
Guðný leit undrandi á hann. Hún stóð nokkra stund
án þess að segja orð, en sagði svo að lokum og var
þungt í skapi:
— Hamingjan hjálpi henni Sonju minni, lendi hún í
slagtogi með þessum villingi, ég get ekki annað séð, en
hún sé eins og versti strákur.
— Ég hlakka til að kynnast Hönnu Maríu, ég er viss
um, að hún á ekki sinn líka í þessum landsfjórðungi,
sagði Áki brosandi.
— Það er ég líka viss um, svaraði móðir hans, en það
var engin aðdáun í rödd hennar.
VI.
Sverrir og Sonja.
Hanna hafði fataskipti, áður en hún lét ömmu sjá
sig. Hún kveið fyrir yfirheyrslunni vegna ferðarinnar
fram að skipinu, en amma hafði í bili gleymt öllu
slíku. Hún var önnum kafin við að hafa ofan af fyrir
Sverri litla og Sonju. Sverrir fiktaði í öllu sem hann
náði í, og Sonja var lítið betri, en það var þó ekki
eins mikil hætta á að hún bryti eða eyðileggði þá hluti
sem hún fingálpaði við.
Þegar Hanna kom inn, stóð einmitt þannig á, að
Sverrir var að draga köttinn á rófunni aftur á bak fram
baðstofugólfið, en amma var að laga teppið yfir rúm-
inu þeirra afa, sem kisi hafði læst klónum í og dregið
fram á gólf, en Sonja stóð uppi í rúmi Hönnu sjálfrar
og skoðaði ofan í litlu kommóðuna, sem hékk þar uppi
á þilinu.
— Treðurðu upp í rúmið mitt! kallaði Hanna og
bjargaði um leið kisa úr höndum harðstjórans litla.
Sonju varð svo mikið um, að hún missti skúffuna
sem hún hélt á, niður á gólfið, og dótið sem í henni
var valt út um allt. Hanna opnaði fyrir kettinum, sem
tók til fótanna út, síðan stökk hún á Sonju og reif
hana fram úr rúminu.
— Láttu dótið mitt vera, annars skal ég láta Neró
taka til þín, hrópaði hún bálvond. — Sonja, tíndu nú
allt dótið upp í skúffuna aftur, skipaði hún og lagðist
sjálf á fjóra fætur og hóf leit að dýrgripunum sínum
sem lágu hingað og þangað um gólfið.
Sverrir hafði nú komið auga á marglita glerperlu og
ætlaði að ná henni. Sonja vissi að allt slíkt lenti óðar í
litla munninum hans, og að það gat verið hættulegt.
Hún rauk því til og ætlaði að ná perlunni á undan bróð-
urnum litla, en alveg óvart steig hún ofan á hana, svo
hún brotnaði mjölinu smærra.
Hanna stökk á fætur; þegar hún sá hvað skeð hafði,
fór hún að hágráta.
— Perlan mín, stamaði hún. Svo stökk hún á Sonju
og sló hana á kinnina, henni nægði ekki eitt högg, þau
voru orðin þrjú, áður en amma náði taki á handlegg
hennar. — Nú skaltu fá ærlega flengingu í kveld, kelli
mín, mundu það, sagði amma og lét Hönnu fram fyrir
dyrnar.
Sonja öskraði eins hátt og hún gat, og Sverrir tók
undir af öllum mætti. Amma reyndi að hugga þau, gaf
þeim kandís og súkkulaðimola og reyndi með öllu móti
að gera þessum litlu hljóðabelgjum til hæfis.
Það er ekki gott að vita, hvað frú Guðný hefði sagt,
ef hún hefði komið að í þessum svifum. Til allrar ham-
ingju var það Áki. Hann mætti Hönnu fyrst, hún lá
fyrir utan vegg og grét fögrum tárum ofan í loðna
feldinn á Neró. Harpa vildi líka vera nálæg vinkonu
sinni og tróð ofan á Neró í ákafanum við að koma sér
sem næst henni.
— Hvað er að? spurði Áki hissa.
Hanna svaraði engu.
Áki gekk því inn. Þar gaf á að líta. Amma lá hnján-
um og var að reyna að sópa upp glerbrotunum. Sverrir
vildi óður og uppvægur fá brotin, en Sonja reyndi að
aftra því.
Amma sá að Áki horfði á eldrauða kinnina á Sonju
og roðnaði af blygðun.
— Ég veit ekki hvað þið hugsið um hana Hönnu, að
hún skyldi berja telpuna svona, sagði hún afsakandi,
en þessi perla var nú það fallegasta, sem hún átti, svo
henni hefur sárnað það að sjá hana brotna.
Kisi hafði skotizt inn um leið og Áki opnaði, og
Sverrir var ekki seinn á sér, hann náði taki á rófunni
á vesalingnum, sem nú hélt víst að öll hætta væri liðin
hjá. Hann mjálmaði aumlega, og Áki var ekki seinn á
sér að grípa bróður sinn og frelsa köttinn.
— Ég þekki þessa litlu villinga, þeim er aldrei bannað
neitt, sagði hann, svo sneri hann sér að Sonju.
— Ef þú klagar fyrir mömmu, skal ég aldrei lofa
þér að snerta folaldið mitt, þegar pabbi kemur með
það, heyrirðu það!
— Ég skal ekki segja mömmu neitt, lofaði Sonja.
Hún gat ekki hugsað sér neitt eins yndislegt og litla
háfætta folaldið sem fæðzt hafði nokkrum dögum áður
en þau fluttu. Að fá ekki að snerta það var þyngsta
refsing, sem hún gat hugsað sér.
— Nú ferðu út og biður Hönnu afsökunar á því, að
þú brauzt perluna hennar, þú hefur vonandi gert það
óvart?
Sonja glennti upp augun, hvernig gat honum dottið
í hug, að hún hefði gert það viljandi.
— Hún ætlaði að varna því að litli snáðinn næði í
hana, og þá fór þetta svona, sagði amma.
Sonja gekk hægt út. Hún var ekkert reið við Hönnu,
en það var nú ekkert gaman að láta slá sig fyrir það
sem maður gerir óvart. En þá datt henni í hug, að hefði
Heima er bezt 73