Heima er bezt - 01.02.1965, Side 31
Hanna læddi höndinni undir koddann sinn og náði í
perlufestina, svo fór hún fram úr og gekk hikandi yfir
að rúminu til afa.
— Sonja gaf mér þetta í tryggðapant, ef við hætt-
um að vera vinkonur, á ég að láta hana fá hana aftur.
— Það er bara svona, |>ið eruð orðnar vinkonur og
skiptist á gjöfum, nú þykir mér týra í tíkarskottinu.
Hvað gafstu henni?
— Ofurlítið í Neró, sagði hún hikandi.
Afi skellihló, svo amma kom inn í gættina til að vita
hvað gengi á.
— Það gengur ekkert á annað en að hún dótturdótt-
ir þín hefur eignazt vinkonu, sem gaf henni forláta
perlufesti í tryggðapant, að því hún segir.
Amma kom nú inn og skoðaði festina.
— Hún er ljómandi falleg, sagði hún. — En hvað
gafstu henni í staðinn?
Hanna leit á afa, sem veltist um af hlátri.
— Hún gaf henni skottið af honum Neró, sagði
hann, þegar hann sá að Hanna ætlaði engu að svara.
— Hundsskott? spurði amrna steinhissa.
— Nei, amma mín, afi er að skrökva, ég gaf henni
bara pínulítið í honum með mér, hún vildi það sjálf.
— Það er ágætt, sagði amma, bara að þið verðið góð-
ar vinkonur, en ég er hrædd um að þú megir ekki slá
hana oftar, Hanna mín.
Hanna svaraði ekki, stökk upp í rúmið sitt og breiddi
sængina upp að höku. Amma gekk aftur fram að ljúka
við kvöldverkin, svo hún gæti farið að hátta.
— Afi! heyrðist allt í einu hvíslað lágt.
— Já, vina mín?
— Hvernig verða strákar gulir og grænir?
— Eg hef aldrei heyrt talað um græna stráka, nema
þegar það er sagt um þá sem heimskir eru, — en Kín-
verjar ku vera gulir á lit.
— Nei, ég meina bara venjulega stráka, geta þeir allt
í einu orðið gulir og grænir?
— Hvers vegna dettur þér þetta í hug, barn? sagði
afi alveg steinhissa.
— Hún Sonja sagði að strákarnir, bræður sínir, yrðu
bæði gulir og grænir, þegar þeir vissu að hún ætti Neró
með mér.
Nú fór afi að skilja málið, það smátísti í honum. Svo
sagði hann Hönnu að bíða þar til daginn eftir, þá
skyldi hún fara og athuga litinn á strákunum, og sæi
hún ekkert óvenjulegt við þá, gæti hún komið til sín
og spurt, hvernig á því stæði.
— En heldurðu að þeir verði gulir og grænir, af því
ég gaf Sonju part í Neró?
— Mikil ósköp, ég skil varla að annað komi til
mála, en farðu nú að sofa og athugaðu svo strákana
á morgun. Hver veit nerna einn þeirra verði þá orðinn
svartur.
— Afi, ertu að plata mig?
— Góða nótt, Hanna María, og ekki fleiri spurn-
ingar í kvöld.
— Afi -?
— Góða nótt.
— Má ég þá spyrja á morgun?
— Ætli það ekki, nokkurra spurninga, ef þú þagnar
núna.
Hanna breiddi sængina upp yfir höfuð til að vera
viss um að hún spyrði afa ekki meir. En htli kollurinn
á henni var svo yfirfullur af spurningum, að henni
fannst hann myndi bráðum springa. En fyrr en varði
kom Óli Lokbrá og blés ofurlétt á augnalok Hönnu,
svo hún sveif inn á draumalandið með bros á vör.
— Ég á vinkonu, alvöruvinkonu, tautaði hún í svefn-
órunum, þegar amma ltom og kyssti hana á kinnina.
— Jæja vinan, sagði amma og hlúði vel að henni
með sænginni, svo fór hún sjálf að hátta, og brátt sváfu
allir í litiu baðstofunni í Koti.
VIII.
Enn fjölgar á Fellsenda.
Hanna vaknaði eldsnemma morguninn eftir. Jafnvel
afi svaf og sneri sér til veggjar, þegar hún læddist fram
úr baðstofunni með fötin sín undir handleggnum. Uti
var hvítalogn og sól. Það var ekki amalegt að koma út
í þetta indælis veður.
Neró kom röltandi á móti henni yfir hlaðið, auð-
sjáanlega nývaknaður, því hann geispaði stórum, áður
en hann bofsaði í kveðjuskyni.
Hanna María trítlaði áfram á berum fótunum, hún
ætlaði að sitja í gluggatóftinni við að klæða sig. Amma
hafði samt sagt henni ótal sinnum, að vel siðuð börn
klæddu sig ætíð og ævinlega inni á rúminu sínu, þvægju
sér og greiddu, byðu góðan daginn og gengju þá loks
út, stillt og prúð.
Stillt og prúð, það var einmitt orðið, sem amma
notaði oftast við Hönnu: — Vertu nú stillt, eða sýndu
nú, hve prúð þú getur verið.
Æ, hve það var erfitt að vera alltaf góð og þæg,
andvarpaði Hanna, um leið og hún klæddi sig í sokk-
ana. Neró gaf fyllilega í skyn, að hann væri henni sam-
mála, með því að slá stóra skottinu hart og títt í jörð-
ina.
Nú kom Harpa hlaupandi og bauð frekjulega góðan
dag með því að stökkva upp í fangið á Hönnu.
— Þú ert illa upp alin, sagði Hanna. Nú þarf ég endi-
lega að fara að siða þig og kenna þér mannasiði eins
og Neró.
Neró kinkaði ákaft kolli, hann var þessu samþykkur,
lambið var ófyrirgefanlega frekt og illa siðað.
— Heyrðu nú, Harpa litla, sagði Hanna alvarlega og
tók um framfætur lambsins. — Me-e-e jarmaði Harpa
hátt.
— Uss, ekki þennan hávaða, sagði Hanna og leit til
gluggans, — ég veit ekki hvað klukkan er, og afi verður
reiður, ef þú vekur hann.
Heima er bezt 75