Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 32

Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 32
— Me-e-e, jarmaði Harpa enn hærra, ákveðin í að svara með þessu eina orði öllu því sem Hanna segði við hana. Þá var bankað í rúðuna, og Hanna leit við. Höfuð ömrnu kom í ljós, hún var reiðileg á svipinn, og Hönnu þótti vænlegast að þau þremenningarnir hefðu sig sem fljótast á brott. Uppi í bæjarsundi lauk Hanna loks við að klæða sig. Neró var latur, lá fram á lappir sínar og lézt sofa. Hann var þó vel vakandi í hvert sinn, sem fluga gerðist of nærgöngul við trýnið á honum, skellti hann þá skolt- um, svo small hátt í, oftast slapp þó fórnardýrið, en fyrir kom að Neró varð fengsæll og brosti þá með ánægjusvip. Hanna lagðist endilöng með hendur yfir augunum, — en hve tíminn var lengi að líða. Ætlaði fólkið aldrei að vakna? Hana dauðlangaði svo til að sjá, hvort strák- arnir hefðu breytt um lit um nóttina, en hafði þó óljós- an grun um, að það gæti þó ekki átt sér stað. Aldrei hefði hún séð grænan mann fram að þessu, ekki gulan heldur. En hve golan var hlý og grasið í bæjarsundinu mjúkt. Það var varla hægt að halda sér vakandi, enda fór svo fyrir Hönnu litlu, að hún steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en Sonja stóð hrópandi niður á hlaðinu, og þá var komið langt fram yfir fótaferðatíma. — Halló, vinkona, hæ, hæ, komdu nú! hrópaði Sonja. — Sæl! sagði Hanna María feimin, hún kom sér hvorki að því að segja halló eða hæ. Hún var ekki vön svona kveðjum. — Hvað varstu að gera þarna uppi? spurði Sonja forvitin. — Ekkert, svaraði Hanna. — Það var skrítið, en nú skulum við koma og leika okkur við Neró og Hörpu, þangað til ég þarf að fara að passa Sverri. Það eru nú ljótu vandræðin að verða alltaf að drasla honum með sér. — Er hann óþægur? spurði Hanna. — Jahá, það er hann, geri ég ekki allt sem hann vill, þá bítur hann mig bara. Hanna varð alveg undrandi, hún hafði ekki haft hug- mynd um, að lítil börn gætu átt það til að bíta eins og hundur. Sonja tók í hönd Hönnu, og þær leiddust upp túnið. — Nú eru pabbi og Ninna komin, og líka strákarnir. Þau komu í nótt masaði Sonja. Hanna María stakk allt í einu við fótum: — Nú ætla ég ekki heim í bæ, sagði hún ákveðin. Hvers vegna ekki? — Það er ekki hægt að vera þar, sem allt er troðfullt af strákum, muldraði Hanna. — Hvaða vitleysa, eins og maður taki nokkuð mark á þó strákar stríði manni, sagði Sonja með fyrirlitningu. — Annars eru þeir ekki sem verstir, hélt hún áfram, að minnsta kosti eru Áki og Benni ágætir. Áki er nú skárstur, það er líklega af því hann er Ijótastur af okk- ur. Þegar ég gifti mig, ætla ég að fá mér ljótan mann. — Nei, því trúi ég ekki, sagði Hanna undrandi. Mundirðu vilja eiga eins ljótan mann og Hinrik? — Hvaða Hinrik? spurði Sonja. — Hann Hinrik sem bjó hérna í heimabænum. Hann var svo ljótur, að það er ekki til Ijótari maður. — En var hann þá ekki góður? Hanna hugsaði sig vel um, en svo varð hún að játa, að Hinrik væri bezti maður sem hún þekkti, fyrir utan afa, auðvitað. Látra-Sæmundur . . . Framhald af bls. 66. -------------------------- En misjafnt um ævi þú margt hefur reynt, hver mundi það allt vilja greina? Það allt er nú búið og liggur ei leynt, að líf fyrir brauð gaf þér steina. Þó gat það á veg þinn þær blómrósir breitt, sem báru þér dýrra en kóngar fá veitt, og ánægju áttirðu nó(g)a, þótt auðæfin fylltu ekki ló(f)a. Á ólgandi hafinu er ekkert að sjá. Skal enginn nú þora að veiðum? Hún Póla er naustuð með reiða og rá og ryðguð er byssan í skeiðum. Þeir efa það margir, að eigirðu hrós, en ég hygg að berlega komi í ljós, að fallinn er farkappinn snjalli og forðinn er minnkandi í hjalli. Og sæirðu leikinn, sem hrepparnir há1) um, hver eigi leifarnar þínar, — til virðingar sér, hvort þeir vilja þeim ná, það veit ég ei, óðar en dvínar —. Þeir berjast nú um það, hvar borinn þú sért sem bam inn í heiminn, því mikils um vert er, að gefa ekki eyri með gati, þótt gnægð sé af krásum á fati. En samvistum lokið við Sigurð er nú; hann sjálfur er horfinn í geiminn. Að eilífu hggur nú brotin sú brú, sem batt ’ann við lífið og heiminn. Nú allir við vottum þér þakklætisþel, því þú skemmtir okkur svo Ijómandi vel, og hundraðfalt húrra við köllum, svo hátt, að það dunar í fjöllum. (Kvæðið er eftir munnlegri heimild, aðallega frá Trausta Jóhannessyni, Ásgarði, Hauganesi.) 76 Heima er bezt 1) há r= heyja.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.