Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 34
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Jack London: I Iangferð með Neistanum. Reykjavík 1964. Isafoldarprentsmiðja h.f. Hér segir frá ferð um Suðurhöf á bánum Neistanum. Eins og í öðrum bókum J. L. andar frá henni manndómi og kjarki. Hér er og nóg um sjávarseltu og svalk, jafnframt því sem furðuheim- ar Suðurhafseyja opnast lesandanum. Allt þetta gerir hana að ánægjulegu lesefni. Það er erfitt að gera upp á milli bóka J. L., en þessi er þó ein hinna skemmtilegustu, en flestar eru þær löngu sígildar skemmtisögur, hvað sem líður nýrri tízku og breyttum bókmenntasmekk. Stefán Jónsson, námsstjóri, þýðir söguna á gott og hressandi mál. Einar Ól. Sveinsson: Ferð og förunautar. Reykjavík 1963. Helgafell. 1 bók þessa hefir höfundur safnað allmörgum greinum, sem hann hefir skrifað í blöð og tímarit og viðar um tveggja áratuga skeið. Efni greinanna er fjölbreytt og allsundurleitt ekki síður en aldur. Þar eru ferðalýsingar, bókmenntaþættir, greinar um menn, bæði látna og lifandi, ræðustúfar og hugleiðingar. Þannig er víða komið við, og lesandanum fengið margt til umhugsunar, og er það vissulega kostur. Vitanlega eru greinar, sem svo eru til komnar, misjafnar að gæðum, sumar eru dægurflugur, skrifaðar eftir pönt- un líðandi stundar, aðrar þaulhugsaðar frá öndverðu og ætlaðar til geymslu. En þótt svo ólíkt sé til stofnað, hafa allar greinarnar reynzt geymslunnar verðar, því að E. Ó. S. er einn þeirra lánsömu manna, sem naumast stingur svo niður penna, að ekki sé einhver fengur í því, sem hann flytur fram. Stundum verður hann þó óþarflega langorður, og frásögnin ber efnið ofurliða. Ég veit naum- ast, hvar niður ætti að bera til að velja úr greinasafni þessu. En gleggstar og beztar mannlýsingar þykja mér ritgerðin um föður höf. og um Guðmund Finnbogason. Skemmtilegastar þóttu mér hinsvegar ferðalýsingarnar frá írlandi, sem opna lesandanum inn í einn af hium mörgu heimum þessa merkilega lands og þjóðar. Og raunar er E. Ó. S. hvergi betur í essinu sínu en þegar hann skyggnist um í ævintýraheimi þjóðtrúar og dularvætta. Og eitt er það, sem einkennir allar greinar hans, það er hlýjan, sem frá þeim stafar, en af henni er E. Ó. S. svo furðulega ríkur og miðlar þeim auði af örlæti hjartans. Merkir Islendingar. Nýr flokkur III. Reykjavík 1964. Bókfellsútgáfan. Ekki leikur það á tveim tungum, að ritsafnið Merkir Islendingar, báðir flokkarnir, eru með merkustu ritsöfnum, sem nú eru gefin út á vora tungu. Þar er úr ýmsum áttum safnað ævisögum íslend- inga frá öllum öldum, og þá vitanlega einkum þeirra manna, sem spor hafa markað og á einhvern hátt skarað fram úr samtíð sinni. Merkir íslendingar eru þegar orðnir stærsta íslenzka ævisögusafn- ið, og gefur það á marga lund yfirlit um sögu og menningu þjóð- arinnar á öllum öldum sögu hennar, því að svo mjög hafa margir þeirra manna, sem hér er frá sagt komið við þjóðarsöguna. Þetta síðasta bindi flytur 12 ævisögur frá 13. öld til hinnar 20. Vitanlega eru þær misjafnar að gerð og gæðum. Sumar byggðar á heimildum liðinna alda, aðrar ritaðar af samtxmamönnum söguhetjanna. Til- komumest og lengsta sagan í þessu bindi er ævi Konráðs Gísla- sonar eftir Björn M. Ólsen, samin bæði af hlýhug og þekkingu. Merkileg er saga síra Páls í Selárdal eftir Hannes Þorsteinsson, og ágætar eru sögur Bjarna Sæmundssonar eftir Arna Friðriksson og Eiríks Briem eftir Guðmund G. Bárðarson. Tilkomulitlir eru þættir þeir, sem skráðir eru um Ara sýslumann i Ögri og Hall- grím Scheving, yfirkennara, og gegnir nokkurri furðu, að þeir skuli teknir í safn þetta. Ekki er mér kunnugt, hversu lengi verður haldið áfram með Merka fslendinga, en vel mætti efni endast enn í nokkur bindi, þótt einungis yrði valið af betri endanum. Síra Jón Guðnason annast útgáfuna. Frágangur allur er með ágætum. Því gleymi ég aldrei. Reykjavík 1964. Kvöldvökuútgáfan. Þetta er þriðja bindi greinasafns þessa, sem þegar hefir getið sér góðan orðstír og hlotið vinsældir að maklegleikum. Hér segja 20 höfundar frá margvíslegri minnilegri reynslu, stórum atburðum og smáum, en þó öllum persónulegum fremur öðru. Þar eru bæði skin og skúrir mannsævinnar, en meira þó af því síðarnefnda, enda er það löngum svo, að mönnum verða þeir atburðir hugstæðari til frásagna en gleðistundirnar. Allir eru þættirnir læsilegir, þótt misjafnir séu þeir eins og við er að búast, allt frá ósvikinni frá- sagnarlist niður i hversdagslegt flatrím. Ef til vill er ekki rétt að fara hér í mannjöfnuð en sýnu beztir þykja mér þættir þeirra Kristjáns Jónssonar og Bjartmars Guðmundssonar. Þáttur Bjarna Benediktssonar er vel gerður, og frásögn Arnórs Hannibalssonar hin fróðlegasta. Þegar annað bindi af safni þessu kom út var ég í nokkrum vafa um, að unnt yrði að halda því áfram, án þess að af yrði slegið, og nálgaðist flatneskju. Þetta bindi sýnir, að sá ótti var ástæðulaus, og sennilega má halda nokkuð áfram enn. Gísli Jónsson hefir búið þetta bindi til prentunar eins og hin fyrri. Ingimar Óskarsson: Lífið í kringum okkur. Reykjavík 1964. Leiftur h.f. Þetta eru frásagnir úr ríki dýranna. Er þar margs getið bæði úr sjó og af landi, hér á landi og erlendis. Höfundur segir vel frá og er lagið að gera efnið svo úr garði, að það veki áhuga lesandans. Bókin er því ágætlega fallin til lestrar, einkum fyrir unglinga, til þess að vekja áhuga þeirra á undrum náttúrunnar. Um efnisval í slíkar bækur má deila í hið óendanlega, og kemur þar til ólíkur smekkur lesenda, en kosið hefði ég, að meira hefði verið þarna sagt af íslenzkum dýrum, þótt það yrði ef til vill ekki eins ævin- týralegt og hitt. Nokkur galli er, að höf. skuli hvergi geta heim- ildarrita, því að lítill vafi er á, að marga mundi fýsa að fræðast meira um efnið en þarna er kostur, þegar þeir eru komnir á bragðið. St. Std. 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.