Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 17

Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 17
hafði ég engan umhugsunartíma, heldur brá á sprett eins og Brúnka, til að reyna að komast í veg fyrir hana. Ef hún slyppi úr greipum mér þarna kostaði það mig tveggja daga ferð á eftir henni norður í Miðfjörð og síðan aðra tvo daga suður yfir heiði. Það yrði hneisa sem ég fengi ekki undir risið. Eklti þýðir annað en setja keðjur d bilana. Þarna hljóp ég harðast, sem ég hef hlaupið á ævi minni og ég komst á síðasta augnabliki fyrir Brúnku við stóran og langan skafl. Hún vildi ekki gefa sig og hentist út í skaflinn sem var mátulega laus til að hryss- an sat föst í honum á miðjar síður, en nægilega þéttur til að hann héldi mér. Þar náði ég Brúnku til allrar gæfu og eftir það teymdi ég hana alla leið suður í Hálsa- sveit. Þannig voru fyrstu kynni mín af vetrarferð yfir Holtavörðuheiði. Síðan hef ég farið yfir hana mörgum sinnum, bæði á vetri og sumri, nú síðast sem farþegi í bílalest um miðjan janúar s.l. Gagarín sent skeyti. í þessari ferð sagði bílstjórinn, sem ók mér, frá mestu slarkför sem hann hafði lent í á Holtavörðuheiði frá því er hann tók að aka milli Suður- og Norðurlands fyrir tæpum áratug. Þessi bílstjóri, Kristján Grant að nafni, var þá í bílalest norður yfir heiði í svartasta skamm- deginu og mikilli þyngslafærð. Heiðin var öll ein snjó- dyngja. , Kristján mundi ekki hvaða ár þetta var, en það var sama ár og svo til samtímis og Gagarin, sá hinn rússneski fór í geimfari út fyrir gufuhvolf jarðar. í bíllestinni voru 24 bílar af ýmsum stærðum og gerð- um og í þessum 24 bílum um 80 manns. Lagt var af stað frá Fornahvammi kl. 1 eftir hádegi og ef allt hefði verið með felldu átti bílalestin að vera komin klukku- stundu síðar norður í Hrútafjörð. En því láni var engan veginn að fagna. Umbrotaófærð var alla leiðina frá Fornahvammi og nokkru eftir að lagt var af stað tók veður að versna, fyrst með ofan- hríð og seinna að hvessa. Áður en varði var komin iðu- laus stórhríð og bílalestin stóð ýmist föst í sköflum, eða mjakaðist áfram hægar en hestur á lestagangi. Iðu- lega urðu bílstjórar og farþegar að fara út og moka eða ýta bílunum áfram eftir því sem hentaði í hvert skipti. Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.