Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 19
svangir en þröngt í búi hjá hjónunum. Kvaðst húsfreyja hafa orðið að gefa gestum grasalímsgraut með sykri út á, því enga höfðu þau kúna né mjólkina. Talið er að ver- menn hafi í þetta skipti verið 80—90 talsins, og því öllu fleiri heldur en bílverjarnir sem gistu fyrir fáum árum í sæluhúsinu og sendu Gagarin heillaskeyti. Dauðsmannssteinar. Þótt Holtavörðuheiði sé hvorki há né brött og held- ur ekki löng, miðað við það að hún tengir saman Norð- ur- og Suðurland, er hún samt sem áður vettvangur vá- legra atburða langt aftan úr öldum. Gamlir annálar og aðrar heimildir herma oftlega frá því að menn hafi orð- ið úti eða frosið í hel á Holtavörðuheiði. Skammt aust- an Fornahvamms, efsta bæjar í Norðurárdal og þess næsta við heiðina, eru margir stórir steinar sem Dauðs- mannssteinar heita. Draga þeir nafngift sína af því að undir þá hafi villtir eða örþreyttir ferðalangar leitað skjóls í náttmyrkri og hríðum og ekki risið á fætur framar. Þar hafi líkin fundizt löngu seinna, stundum helfrosin og fannbarin. Hafi allt að sjö lík fundizt undir einum og sama steini. Fimm dægur inni í hrossskrokk. Kunn er þjóðsagan af Hólamönnum sem héldu 18 saman suður yfir Holtavörðuheiði á leið í verstöðvar á Suðurnesjum. Allir urðu þeir úti á heiðinni nema tveir. Annar þeirra var fyrirliðinn sem Ari hét. Hann komst suður af heiðinni og niður að Sveinatungu, reiddist þar við bónda og ætlaði að berja hann, en handleggurinn var þá svo gaddfrosinn, að hann hrökk í sundur. Hinn, sem af komst, var óharðnaður unglingspiltur. Hann greip til þess ráðs að slátra reiðhesti sínum, risti hann á kvið og ruddi innyflunum út, en skreið sjálfur inn í hrossskrokkinn. Þar hafðist hann við í fimm dægur unz hríðinni létti og komst þá til mannabyggða. Fauk í tvennt. Onnur þjóðsaga er til um Vellygna-Bjarna sem bend- ir til vetrarharkna á Holtavörðuheiði. Bjarni var á leið yfir heiðina í þvílíkum gaddi að hann vissi slíks engin dæmi áður. Reið hann jarpri hryssu og teymdi bleikan hest. En Bleikur fraus eða fauk sundur á leiðinni og datt í tvennt. Þegar Bjarni fór að svipast um eftir klám- um sá hann að hann teymdi aðeins hausinn. Og hvass- viðrið var svo mikið í ferðinni að Bjarni fauk af baki, en náði haldi á merartaglinu og dinglaði þar eins og strá fyrir vindi í þrjú dægur samfleytt. Kæfði dóttur sína í læk. Nær allar sagnir um atburði, sem gerzt hafa á Holta- vörðuheiði, eru á einn eða annan hátt samtvinnaðar slarkferðum í vetrarveðrum og ófærð. Þó er ein saga, sem færð hefur verið inn í íslenzkar dómabækur á 18. öld, annars eðlis. Er hún um mann, Jón Jónsson að nafni, sem ýmist var kallaður Jón Astuson eða Kjörseyrar-Jón. Hann hafði um vorið eða sumarið 1750 farið með 8 ára gamalli dóttur sinni, Guðrúnu að nafni, upp á Holta- vörðuheiði til grasa. Jón kom einn niður af heiðinni og þótti það ekki með felldu. Einhver taldi sig um sama leyti hafa séð svip dóttur Jóns og hafi hún þá verið skorin á háls. Gaus upp sterkur orðrómur um að Jón myndi hafa fyrirfarið dóttur sinni í þessari heiðarferð og þegar hann skynjaði að í óefni var komið, flýði hann heimabyggð sína, Snæfellsnes, og fór um skeið huldu höfði. Var lýst eftir Jóni, enda þótti flótti hans staðfesta gruninn. Jón fannst árið eftir vestur í ísafjarðarsýslu, var handtekinn og fluttur til sýslumanns Snæfellinga, Guðmundar Sigurðssonar á Inggjaldshóli. Við réttar- höld þótti sannast að Jón hafi drekkt dóttur sinni í læk á norðanverðri Holtavörðuheiði og dysjað síðan. En þar sem atburður þessi hafði skeð innan marka Strandasýslu þótti rétt að yfirvald þeirrar sýslu fjallaði um málið og dæmdi í því. Einar Magnússon var í þann tíð sýslumaður Stranda- manna og kvað hann upp dóm í máli Kjörseyrar-Jóns. Dómurinn var ómildur, sem títt var á þeim árum. Skyldi hægri hönd Jóns afhöggvin, hann skyldi klipinn fjórum sinnum með glóandi töngum og að því búnu hálshöggv- inn. Árið 1752 var Jón fluttur í fjötrum til alþingis og þar réttaður, en höfuð hans og hönd fest upp á stöng. Framhald. Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.