Heima er bezt - 01.01.1966, Side 21
nytja mátti verða. Fastaverzlun hafði félagið á tveim
stöðum, Borðeyri og Grafarósi. Var mikið verzlað á
báðum stöðum.
Allt fram til ársins 1874 hafði Húnaflóafélaginu farn-
azt vel. En þá gerðist margt í senn er varð til þess, að
breytti um átt og stormur stóð í fangið: „Hið íslenzka
verzlunarsamlag“ í Björgvin, er svo var kallað, ogFélags-
verzlunin skipti mest við, varð gjaldþrota og taldi til
skuldar hjá Félagsverzluninni 13 þús. ríkisdali (26 þús.
kr.). Vöruskip félagsins strandaði þá um haustið (1874)
við Melrakkasléttu. Átti nú félagið mjög í vök að verj-
ast og aðstaða þess öll óhæg, þar sem eignir voru mest-
allar bundnar í fasteignum, áhöldum og útistandandi
skuldum, sem ekki urðu krafðar inn á skömmum tíma.
Enn kom það til, að óánægju nokkurrar og tortryggni
í garð framkvæmdastjóra fór að gæta, vafalaust vegna
þess, að hann þótti skila reikningum seinna en hófi
gegndi. Mun sífelldur erill og þrotlausar annir mestu
hafa um valdið, enda aðstoð lítil og alls ófullnægjandi
við æ vaxandi skrifstofustörf.)
GR AF ARÓSFÉL AGIÐ.
Stofnun félagsins og skipulag.
Fundurinn að Stóruborg, þar sem ráðið var að slíta Fé-
lagsverzluninni við Húnaflóa, var, sem áður segir, hald-
inn 17.—19. febrúar 1875. Viku síðar, hinn 26. febrúar,
var stofnfundur Grafarósfélagsins haldinn að Víðimýri.
Eigi verður vitað, hversu fjölsóttur sá fundur var. Þó
má ætla, ef litið er á hina miklu fundarsólm að Stóru-
borg og áhuga þann og fjör, er þar var ríkjandi, að eigi
hafi fundurinn á Víðimýri fásóttur verið. Á þeim fundi
voru félaginu þegar sett lög.
Félagið var hlutafélag, svo sem verið hafði Félags-
verzlunin við Húnaflóa. Skyldi hver hlutur vera að fjár-
hæð 50 kr. Stofnendur voru fyrst og fremst þeir, er
hluti áttu í hinu eldra félagi. Gengu hlutir þeirra inn í
hið nýja félag — og þó eigi með nafngildi, heldur voru
þeir lækkaðir um 2/5, eða ofan í 30 kr. hver hinna
gömlu hluta. Mun því valdið hafa fyrirsjáanleg fjár-
þröng hins eldra félags við væntanleg skuldaskil. Urðu
því stofnendur Grafarósfélagsins að bæta upp hvern
hlut því er afskrift hans nam, þ. e. með 20 krónum.
Safna skyldi nýjum hlutafjárloforðum svo sem til kynni
að fást. Vöxtu af hlutafé skyldi greiða með 4% á ári.
Misjafnlega gekk með innheimtu hlutarbótafjárins. Mun
ýmsum hafa þótt ærið nóg að tapa 20 kr. á hverjum
hinna gömlu hluta, þótt eigi þyrfti að leggja fram ann-
að eins til að gera gamlan hlut jafngildan nýjum. Menn
skyldu og minnast þess, að peningar voru ekki í hvers
manns vasa í þann tíð, enda guldust hlutarbæturnar ein-
att í mörgu lagi, með nokkrum krónum í senn, svo og
með vöxtum af hlutafénu. Gegndi og nokkuð sama máh
um hin nýju hlutafjárloforð. Munu fæstir hafa getað
reitt af hendi 50 eða meir, ef fleiri en einum hlut var
lofað. Olli þetta forseta félagsins og verzlunarstjórum
ýmsum óþægindum er frá leið, og þurfti sérstakrar að-
gæzlu við um skýrsluhald og bókfærslu, ef ekki átti að
valda ýmis konar ruglingi. Úr þessu mun þó hafa greiðzt
vonum framar.
LTmboðsmann skyldi félagið hafa í hverjum hreppi.
Nú voru hrepparnir 12 í Skagafjarðarsýslu og 7 í Húna-
vatnssýslu, og urðu því umboðsmennirnir 19 alls.
Á stofnfundi var kosin stjórn félagsins. Skipuðu hana
Ólafur Sigurðsson, umbm. í Ási í Hegranesi, Eggert
Bríem, sýslum. á Reynistað og Hallur Ásgrímsson,
Sauðárkróki. Forseti var kjörinn Ólafur í Ási. Mæddi
að sjálfsögðu mest á forseta um stjórn félagsins og fram-
kvæmdir, en allir voru þeir félagar hinir vöskustu menn.
Ráðinn kaupvörður og verzlunarstjóri.
Við slit Húnaflóafélagsins voru óloldn skuldaskil þess
við erlenda lánardrottna. Þegar eftir fundinn að Stóru-
borg voru sendir utan 2 menn, sinn frá hvoru hinna ný-
stofnuðu félaga, til að ganga frá þeim málum með samn-
ingum svo og til að kaupa inn vörur fyrir félögin. Var
af hálfu Grafarósfélagsins ráðinn til þeirrar farar Jón
A. Blöndal frá Hvammi í Vatnsdal, áður prestur að
Hofi á Skagaströnd, síðar verzlunarstj. í Grafarósi, 1.
þingm. Skagf. 1875—1877. Veitti stjórnin honum „fullt
umboð og vald til þess“ — segir í bréfabók — „að út-
vega félaginu lán, og að öðru leyti gera nauðsynlega
samninga verzluninni viðvíkjandi í útlöndum, til þess
að reka með verzlun, og skulu allir slíkir samningar, er
hann gerir félagsins vegna, vera skuldbindandi fyrir
það í öllum greinum.“
Sami maður var og ráðinn til að vera framkvæmda-
stjóri félagsins erlendis og nefnast kaupvörður. Hinn
27. febrúar var gerður við hann samningur....
Verzlunarstjóri í Grafarósi var ráðinn Sigmundur
Pálsson, bóndi á Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Gilti þó
ráðning hans aðeins til bráðabirgða, eða frá 1. marz
1875 til 1. sept. s. á. En jafnan vann Sigmundur meira
og minna við verzlunina og innti af hendi fyrir hana
ýmis trúnaðarstörf alla stund, meðan félagið var og hét.
Er samningur sá, er stjórn félagsins gerði við Sigmund,
svo merkilegur um margt, þótt stuttur sé, að rétt þykir
að tilfæra hann hér orðréttan....
Erindisbréf umboðsmanna.
Á fundi sínum hinn 6. marz gaf stjórnin út svofellt
erindisbréf til handa umboðsmönnum félagsins: (Bréf-
inu sleppt hér til að lengja ekki þetta mál um skör fram,
en nokkur meginatriði þess greind hér á eftir).
Svo má kalla, að í „erindisbréfi“ þessu sé hver grein-
in annarri eftirtektarverðari. Umboðsmaður skal hvetja
hreppsbúa til að verzla við félagið, „jafnvel þótt aðrir
kynnu að bjóða hærra verð fyrir vörur þeirra. Hann
skal láta sér einkar annt um vöruvöndun í hreppnum.li
Koma síðan furðu nákvæm fyrirmæli um flokkun á ull,
er fullu gildi halda í tugi ára og sum jafnvel enn í dag,
meir en þrem aldarfjórðungum síðar. En ullin var þá
Heima er bezt 17