Heima er bezt - 01.01.1966, Page 22
ein helzta gjaldeyrisvara íslendinga. Og loks er umboðs-
mönnum boðið að styrkja félagið í heild — félagsstjórn,
verzlunarstjóra og hvern einstakan — með „ráðum og
dáð“ og „hollum tillögum“.
Er erindisbréf þetta einstakt í sinni röð á þeim tíma.
Ber það glöggan vott framsýni þeirra manna, er þar
stóðu að, fyrirhyggju og skilningi á því, er til fram-
dráttar mátti vera verzlunarsamtökum almennings, sem
og á gildi samtakanna sjálfra fyrir ár og afkomu hvers
og eins. Má hér vafalaust rekja til áhrifa frá eldri félags-
samtökum svipuðum, er áður hafði verið til stofnað
annars staðar, enda þótt flest væru þau dæmd til að
steyta á skerjum skammsýni og sundrungar og liðast
í sundur. Var það og sízt að furða, svo skammt, sem um
var liðið frá því er alþýða manna mátti naumast hugsa
sjálf, hvað þá reyna sjálf, að bjarga sér á eigin spýtur
í verzlunarmálum og viðskipta.
En hugsunin var vakin. Hún varð anda og mætti til
æ meiri eflingar. Og þótt í móti stæði margvísleg öfl
og svo máttug sum, að þau fengu komið á kné margri
mikilsverðri tilraun, er almenningur hratt fram til að
rétta hlut sinn í verzlun og viðskiptum, þá voru upp
frá þessu aldrei lagðar árar í bát og látið reka á reiða.
Er og eigi um að villast, að Jón Sigurðsson og ritgerðir
hans í Nýjum félagsritum um verzlunar- og félagsmál
áttu sinn þátt í því og eigi lítinn, að jafnan var upp
staðið og lagt á brattann á nýjan leik, enda þótt tor-
færur alls konar tefðu förina og andbyr hrekti menn
undan á köflum og kæmi þeim jafnvel á kné um sinn. ..
Aðalfundur á Sauðárkróki.
Fyrsti aðalfundur Grafarósfélagsins var haldinn á
Sauðárkróki 8. júlí 1875.... Á þessum fundi voru
kosnir fyrstu endurskoðendur félagsins, þeir séra Eirík-
ur Bríem í Steinnesi og séra Jón prófastur Þórðarson
að Auðkúlu, en varaendurskoðendur Benedikt G. Blön-
dal, bóndi í Hvammi í Vatnsdal og Jóhannes bóndi
Guðmundsson á Móbergi í Langadal. Stjórnarnefndar-
menn voru allir úr Skagafirði. Hefur þótt vel fara á
því, að endurskoðendur væru úr Húnaþingi. Þá mun
og Eggert Briem hafa gengið úr stjórn félagsins, en
Björn Pétursson á Hofstöðum verið kjörinn í hans
stað....
Mohn & Co.
Frá upphafi hafði Grafarósfélagið erlend viðskipti
sín mestöll við Mohn & Co. í Björgvin. Lánaði Mohn
félaginu peninga og vörur: kornvöru, kramvöru, salt,
munaðarvöru (kaffi, tóbak, brennivín), timbur, járn
o. fl„ en fékk í staðinn íslenzkar vörur: saltkjöt, tólg,
gærur, ull, saltfisk, prjónles, lambskinn, fiður og dún.
Svo er að sjá, sem „kaupvörður“ félagsins (framkv.stj.)
hafi þessi árin einnig verið búsettur í Björgvin.... Lista
yfir vörupöntun mun forseti, í samráði við verzlunar-
stjóra og umboðsmenn, jafnan hafa sent kaupverði einu
sinni eða oftar á ári, er hafa skyldi til hliðsjónar við
útvegun þeirrar vöru, er kaupvörður sendi út hingað.
En þótt eigi væri pöntunarfélag, safnaðist félaginu harla
lítið rekstrarfé. Hlutaféð, sem mun hafa orðið mest um
30 þús. kr., var að miklum hluta bundið í fasteignum
(húsum og lóðum) og áhöldum (þ. á. m. tækjum til
uppskipunar). Eigi var heldur safnað í sjóði til að
tryggja reksturinn gegn andbyr og óhöppum. Verzl-
unin var lánsverzlun, jafnt út á við sem inn á við. Fyrir
því hlaut gengi félagsins og þroska að vera markaður
aldur — sem og annarra félaga þvílíkra — meðan skiln-
ing skorti og alla reynslu til að rata hina réttu leið.
Sauðasala og hrossa til Englands.
En þó að sú innlenda framleiðsluvara, sem félagið
seldi, færi mestöll til Noregs, sem áður getur, í skiptum
fyrir erlenda vöru, hófst snemma nokkur sauðasala og
hrossa til Englands gegn peningagreiðslu. Reyndust
þau viðskipti íslenzkum bændum síðar meir hin mesta
hjálparhella. Var og við ágæta menn að eiga, þar sem
voru kaupmenn þeir hinir skozku, Coghill og Zöllner.
Haustið 1875, um miðjan septembermánuð, kom út
hingað gufuskipið „Freyr“, 155 smálestir, og með því
Jón A. Blöndal kaupvörður. Var skipið með fullfermi
af vörum til Grafaróss og nokkuð til Borðeyrar. Síðan
fór skipið til Flateyjar og Stykkishólms, sneri þá við
til Borðeyrar aftur og sltyldi taka þar 1000 sauði og
18 Heima er bezt